Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.2013, Blaðsíða 13
13 V E I Ð I T Æ K N I Fyrirtækið Pólar toghlerar hef- ur hannað nýja gerð toghlera sem geta stuðlað að hag- kvæmari veiðum og minni orkunotkun skipa. Skipstjórar og skipstjórnarmenn sem stunda uppsjávarveiðar hafa sýnt þessum byltingarkenndu toghlerum mikinn áhuga og sjá þeir mikinn hag í því að geta stjórnað afstöðu á milli hleranna. t.d. þegar togað er með eða á móti straumi. Eða fjarlægð veiðarfærisins frá yf- irborði sjávar. Óhætt er að segja að um byltingu sé að ræða í hönnun á toghlerum og er þetta í fyrsta sinn sem hægt er að stýra þeim með þráðlausum samskiptum frá brú. Atli Már Jósafatsson, fram- kvæmdastjóri hjá Pólar tog- hlerum, segir að í hlerunum sé mekanískur búnaður sem stjórnar stýranlegum vængj- um þeirra. Þráðlaus samskipti verða frá skipunum að hler- unum. Í janúar síðastliðnum var toghlerinn, sem kallast Posei- don, prófaður um borð í rannsóknaskipinu Árna Frið- rikssyni. Hugmyndin að baki tækninni er sú að hægt sé að stýra afstöðu vængjanna á sem hagkvæmastan hátt með tilliti til straumflæðis sem eykur afköst í veiðum og dregur verulega úr orkunotk- un. Allt upp í 16 fermetra hlerar Toghlerarnir eru með sex straumlínulöguðum vængjum og með þessari byltingar- kenndu tækni er auðveldara að beina veiðarfærunum að fisktorfum sem skipstjórnar- menn sjá á fiskleitartækjum í brú skipsins. Atli Már segir að prófanir á búnaðinum hafi komið sérlega vel út og von- ast hann til að hægt verði að markaðssetja þessa nýju gerð toghlera fyrir lok næsta árs. Pólar býður einnig upp á margar tegundir toghlera sem henta til allra fiskveiða þar sem aðaláherslan við hönnun er góður þankraftur toghler- anna og ekki síður lítið við- nám. „Við seljum allt frá eins fermetra hlerum til veiða á rækju í svokölluðu „bómu- kerfi“ og upp í 16 fermetra flottrollshlera til veiða á upp- sjávarskipum. Og allt þar á milli,“ segir Atli en Pólar eru m.a. framleiddir hjá verktök- um í Litháen, Portúgal, Kína og Argentínu. Byltingarkenndum tog- hlerum stýrt þráðlaust 30 pör af Neptune 1,1 fermetra hlerum bíða afgreiðslu hjá Jessn í Kína fyrir Texas. Poseidon hlera kastað á Árna Friðrikssyni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.