Fréttablaðið - 11.04.2015, Síða 6

Fréttablaðið - 11.04.2015, Síða 6
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 EFNAHAGSMÁL Í Seðlabanka Evrópu og seðlabönkum Norðurlandanna starfa fleiri en einn seðlabanka- stjóri, að sögn Þráins Eggertsson- ar, formanns sérfræðinefndar um heildarendurskoðun laga um Seðla- banka Íslands. Þannig svarar hann gagnrýni hagfræðinganna Guð- rúnar Johnsen og Þórólfs Matthías- sonar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Í tillögum sérfræðinefndarinnar er gert ráð fyrir að seðlabankastjór- um sé fjölgað úr einum í þrjá. Þau Guðrún og Þórólfur segja aftur á móti að fátítt sé að fyrir- tækjum eða stofnunum sé stjórnað af mörgum forstöðumönnum eða forstjórum. „Leikjafræðin kennir að ef þrír eða fleiri aðilar taka ákvörð- un getur hver og einn skýlt sér á bak við þá staðreynd að atkvæði þeirra ráði líklega ekki úrslitum og ábyrgð þeirra í samræmi við það,“ segja þau í greininni. „Þau þurfa ekki að gera neitt annað þessi tvö en að fara á netið og skoða hvernig Seðlabanki Evr- ópu og seðlabankar Norðurlandanna eru skipulagðir,“ segir Þráinn í sam- tali við Fréttablaðið. Hann bendir á að þessu fyrirkomulagi sé lýst í greinar gerð með frumvarpi sem sérfræðinefndin vann. Þráinn bendir til að mynda á að í Noregi sé sjö manna bankastjórn og banka- ráð eins og á Íslandi sem fimmtán manns sitji í. Þráinn segir að í Seðlabanka Evrópu starfi bankastjórn sem sé skipuð nítján seðlabankastjórum evruríkjanna auk fimm annarra, þar á meðal aðalseðlabankastjóra. „Þeir koma saman og taka allar ákvarðanir tvisvar í mánuði. Svo er fimm manna ráð sem stjórnar á milli þessara funda og seðlabanka- stjórinn kemur fram fyrir hönd þessara aðila,“ segir Þráinn. Í grein sinni segja þau Guðrún og Þórólfur að vegið sé að sjálfstæði Seðlabankans með fjölgun seðla- bankastjóra. Velta þau því fyrir sér hvort þessi breyting tengist því að skipan þriggja seðlabanka- stjóra eigi að tryggja það að eignar- hlutir ríkisins í viðskiptabönkunum „falli í réttar hendur“ eins og þau orða það. Össur Skarphéðinsson þingmað- ur Samfylkingarinnar, hefur einn- ig áhyggjur af því að pólitísk ítök í Seðlabankanum kunni að aukast. Hann tengir fyrirhugaðar breyt- ingar á honum við hugmyndir fjár- málaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins. jonhakon@frettabladid.is Tillögurnar byggðar á erlendri fyrirmynd Hagfræðingar við HÍ og stjórnarandstöðuþingmaður tengja fyrirhugaðar breytingar á Seðlabanka við sölu á eign ríkisins í viðskiptabönkunum. Formaður nefndar um skipulag Seðlabankans segir algengt erlendis að hafa fleiri en einn bankastjóra. TIL SKOÐUNAR Tillögur nefndar Þráins Eggertssonar eru til skoðunar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fyrst þurfa þeir vitaskuld að ná póli- tískum tökum á Seðlabankanum. Þess vegna á að fjölga bankastjórunum, síðan skipta þeir nýju stöðunum á milli sín, þjarma að Má Guðmundssyni, og ráða síðan öllu um hvernig bankarnir verða seldir. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar. HEILBRIGÐISMÁL Engin ný sjúkra- húslyf hafa verið samþykkt hjá lyfjagreiðslunefnd á þessu ári. Við blasir að engin sjúkrahúslyf, það er leyfisskyld S-merkt lyf, verði samþykkt á árinu nema for- sendur breytist, að sögn Guðrún- ar I. Gylfadóttur, formanns Lyfja- greiðslunefndar. „Við verðum að miða við fjárlög. Við tökum meðal annars ákvörð- un um leyfisskyldu lyfin út frá verði lyfsins og áætluðum fjölda notenda. Áætlun hjá Sjúkratrygg- ingum getur hins vegar breyst og svigrúm skapast. Það getur verið að möguleikar skapist ef eitt- hvað dregur úr notkun eldri sam- þykktra lyfja eða verð lækkar,“ segir Guðrún. Í fréttatilkynningu Frumtaka, samtaka framleiðenda frumlyfja, segir að það sé alvarlegt mál að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir meira svigrúmi til upptöku nýrra leyfisskyldra lyfja við gerð gildandi fjárlaga. Tímabært sé að sjúklingar hér njóti sömu réttinda og meðferðarúrræða og almenn- ingur í nágrannalöndunum. „Ég held að allir hafi lagt áherslu á að innleiðing nýrra lyfja verði með sambærilegum hætti og í viðmiðunarlöndunum. Við vorum í fararbroddi við að innleiða ný lyf en þótt hægt hafi á innleiðingu eftir hrun viljum við og stjórn- völd meina að við þolum saman- burð við þau lönd sem við vilj- um bera okkur saman við,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hann segir ekki verið að skera niður fjárveitingar til S-merktra lyfja, heldur sé verið að hemja kostnaðaraukningu milli ára. „Það er mikilvægt að fyrir liggi upplýs- ingar um viðbótargagnsemi nýrra lyfja og hvort menn séu búnir að þurrausa alla möguleika til að ná kostnaði niður vegna þeirra lyfja sem þegar eru í notkun.“ - ibs Lyfjagreiðslunefnd miðar við fjárlög og hafnar umsóknum um S-merkt lyf: Engin ný sjúkrahúslyf afgreidd Við tökum meðal annars ákvörðun um leyfisskyldu lyfin út frá verði lyfsins og áætluðum fjölda notenda. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar. KRÍT & SANTORINI Hvíldarferð á vit mínóskrar menningar Fararstórinn, Friðrik G. Friðriksson er sérfróður um sögu staðanna og þekkir vel til allra staðhátta. Skoðunarferðir eru fjölbreyttar, en samt nægur frítími, ekkert stress, ekki erfið ferð. KRÍT & SANTORINI - Hvíldarferð á vit mínóskrar menningar 24. SEPT. - 5. OKT. 2015 Á eyjunum Krít og Santóríní myndaðist hin svonefnda mínóska menning, sem var fyrsta menning Evrópu, á undan grískri og rómverskri menningu, en á eftir t.d. egypskri menningu. Fararstjóri er Friðrik G. Friðriksson Verð frá 294.500 kr. VITA | SKÓGARHLÍÐ 12 | Sími 570 4472 | VITA.IS Myndir úr ferðum Friðriks á vita.is Viðskiptatækifæri Áhugasamir aðilar hafi samband við Guðna Halldórsson sími 414 1200, gudni@kontakt.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Íbúðahótel Til sölu 30 herbergja vel búið íbúðahótel á góðum stað í Reykjavík. Herbergin eru rúmgóð og snyrtileg með eldunaraðstöðu og öðru sem fylgja ber. Reksturinn hefur gengið mjög vel og skilað góðum hagnaði. Bókunarhlutfall er mjög hátt yfir sumarmánuðina en íbúðirnar hafa verið leigðar í langtímaleigu yfir vetrarmánuðina. Bókanir næsta sumars líta mjög vel út og eru nú þegar tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelið er rekið í leiguhúsnæði með góðum leigusamningi en ekki er um að ræða kaup á húsnæði heldur rekstri og innanstokksmunum. Mjög gott viðskiptatækifæri fyrir fólk sem vill taka við góðum og þægilegum rekstri sem á mikið inni. H a u ku r 0 1 .1 5 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is DÓMSTÓLAR Héraðsdómur Austur- lands hefur dæmt tvítugan karl- mann í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að áreita stúlku kynferðislega í gegn um samskiptaforritið Skype. Samkvæmt ákæru átti maðurinn ítrekað í samskiptum við stúlkuna í apríl árið 2013, þegar hún var ell- efu ára gömul. Hann viðhafði kyn- ferðislegt tal og reyndi að fá að hitta stúlkuna í kynferðislegum tilgangi. Einnig óskaði hann eftir að fá að káfa á afturenda stúlkunn- ar og bað hana um að sýna honum afturenda sinn og sýndi henni kynfæri sín þegar hann fróaði sér, hvort tveggja í gegnum vef- myndavél. Maðurinn játaði brot sín ský- laust fyrir dómi og viðurkenndi bótaskyldu sína. Auk fjögurra mánaða skilorðs- bundins dóms er manninum gert að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá þarf hann að greiða 861 þúsund krón- ur í sakarkostnað. - bo Á EGILSSTÖÐUM Dómurinn var kveð- inn upp í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Tvítugur maður fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm: Áreitti stúlku í gegn um Skype 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 1 -1 B B C 1 6 4 1 -1 A 8 0 1 6 4 1 -1 9 4 4 1 6 4 1 -1 8 0 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.