Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2015, Qupperneq 110

Fréttablaðið - 11.04.2015, Qupperneq 110
11. apríl 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70 DANSAÐ Á BORÐUM Á APPARAT Apparat Organ Quartet hélt tónleika á KEXI Hosteli á fimmtudagskvöld, áður en sveitin heldur í tónleikaferð vestur yfir haf. Spilaði hljómsveitin meðal annars áður óheyrt efni í bland við gamla klassík. Fullt var út úr dyrum á staðnum og dansaði fólk uppi á borði sem og á gólfinu. Meðal þeirra sem mættu má nefna íþróttaálf- inn Magnús Scheving, borgarfulltrúann Hall- dór Auðar Svansson og grínarana í Mið- Íslandi. - jóe „Það var auglýst hérna verkefni fyrir eldri borgara. Ég hef nú alltaf haft gaman af músík síðan ég hef vitað af mér, var forvitin og mætti á staðinn,“ segir Erla Markúsdóttir, sjötíu og átta ára gamall meðlimur í tónlistarhópnum Tónar og trix sem starfræktur er í Þorlákshöfn. Hóp- urinn hyggur nú á útgáfu á geisla- diski og á Erla lag og texta á diskn- um en þetta er fyrsta lagið sem hún hefur gefið út. Tónar og trix urðu til árið 2007 út frá því sem átti að vera tveggja vikna tónlistarverkefni Ásu Berg- lindar Hjálmarsdóttur, stjórnanda hópsins, og skólasystur hennar úr Listaháskóla Íslands en hefur held- ur betur öðlast framhaldslíf. „Svo fóru þær að búa til lög og láta okkur búa til líka. Þær voru með hljóðfæri og svona sem ég hafði aldrei snert áður og það var mjög gaman,“ segir Erla glöð í bragði en hún lærði á hljómborð á sínum yngri árum. „Ég hef aðeins lært á hljómborð, sem stelpa fór ég í örfáa tíma í Tón- listarskóla Rangæinga, það var frá miðjum febrúar fram í maí,“ segir hún en síðar eftir að hún hætti að vinna tók hún til við tónlistariðkun á ný. „Þá varð maður að finna eitt- hvað að gera, ég var ekki með hljóð- færi hérna heima og þá var ýtt á mig að fara í tónlistarskólann hérna og þangað fór ég í nokkrar annir,“ segir hún glöð í bragði og sér ekki eftir því í dag. „Núna erum við að fara að gefa út disk. Það er ýmislegt sem getur gerst,“ segir Erla hlæjandi. „Ég bjóst ekki við því, þú getur ímynd- að þér,“ segir hún og skellir upp úr þegar hún er spurð að því hvort hún hafi búist við að gefa út geisladisk sjötíu og átta ára gömul. Söfnun stendur nú yfir á vefsíðunni Karol- ina Fund en Erla samdi lagið Haust sem er á disknum auk textans við það en áætlað er að diskurinn Tónar og trix komi út í maí. „Við vorum að ljúka störfum að vori til og Ása Berglind sagði að við myndum gera meira um haust- ið. Hún ýjaði að því að við gætum gert eitthvað heima og ég ákvað að prófa,“ segir hún um tildrög lags- ins og bætir við að hún skrifi ekki mikið af lagasmíðunum niður. „Yfir- leitt týni ég því en hún Ása Berg- lind skrifaði þetta niður fyrir mig.“ Erla segir starfið með tónlistar- hópnum afar skemmtilegt og að hún hafi afar gaman af þeirra viku- legu hittingum. „Þetta er bara búið að vera ævintýri frá upphafi, segir hún ánægð að lokum. gydaloa@frettabladid.is Skellti í sumarsmell Erla Markúsdóttir er sjötíu og átta ára gömul og starfar með tónlistarhópnum Tónar og trix í Þorlákshöfn. Erla samdi lag og texta á fyrstu plötu hópsins. HEFUR GAMAN AF MÚSÍK Erla segist hafa haft gaman af tónlist síðan hún man eftir sér en hún lærði á hljómborð sem stelpa. MYND/ÁSABERGLIND Þó sól á lofti lækki ég leik mér enn um sinn og æskuárum fækki ég áfram þráðinn spinn. Í tónalandi ég lifi þar lífsgleðina finn, þó taktfast klukkan tifi og tíminn hrukki kinn. Ég trommuna slæ, taktinum næ, tipla á tá og hæl. Er Tónar og Trix með sín tilþrif og mix tekur lagið með stæl. Haust FAGMENNSKA OG ÞRÓUN AFÞREYINGAR- FERÐAMENNSKU VIÐ NORÐUR- ATLANTSHAF ICELANDIC TOURIST STOFA BOARD NATA, Ferðamálastofa, og Keilir miðstöð fræða, vísinda og atvinnulífs boða til tveggja daga vinnu- stofu um afþreyingarferðamennsku (adventure tourism) við Norður-Atlantshaf. Viðfangsefni vinnustofunnar eru annars vegar staða og þróun afþreyingarferðamennsku við Norður-Atlantshaf og hins vegar gæða- og öryggismál greinarinnar. Leiðbeinendur koma frá fræðsludeild Adventure Travel Trade Association (ATTA), AdventureEDU og eru í fremstu röð á heimsvísu. Vinnustofan fer fram á ensku. NATA styrkir ferðir þátttakenda og gistingu á fundar- stað. Þátttökugjald er kr. 19.790,-. Skráningarfrestur er til miðnættis 15. apríl næstkomandi og fer skráning fram á síðu Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is. Þar er einnig að finna upplýsingar um leiðbeinendur og dagskrá vinnustofunnar. Vinnustofa haldin í Keili að Ásbrú dagana 29.-30. apríl 2015. Geirsgata 9 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 535-5510 | Fax 535 5501 P O R T h ön n u n Hljómsveitin Dikta hefur lokið við tökur og vinnslu á nýrri plötu sem kemur út í september. Þetta verður fyrsta plata sveitarinnar í um fjögur ár og jafnframt fimmta breiðskífa sveitarinnar. „Platan er alveg tilbúin,“ segir Skúli Gestsson, bassa- leikari sveitarinnar, og bætir við: „En við liggjum á henni eins og ormar á gulli.“ Hann segir að ástæða þess að sveitin bíði með útgáfu plötunnar sé að hún komi út samtímis hér á landi og erlendis. „Það er ekki eins hlaupið að því að gefa plötuna út erlendis og við ákváð- um því að bíða aðeins með hana.“ Skúli segir að sveitin hafi farið nýjar leiðir á þess- ari óútkomnu plötu, sem enn á eftir að finna titil á. „Við unnum plötuna með þýska upptökustjóranum Sky Van Hoff. „Við höfum sjálfir séð um upptökustjórn á tveimur síðustu plötunum okkar og gert allt þess háttar á eigin spýtur. Þetta voru því skemmtileg viðbrigði,“ útskýrir hann og bætir við að sveitin hafi farið tvisvar til Þýskalands og dvalið hjá Van Hoff. „Það er fátt sem knýr mann áfram eins og reiður maður sem talar þýsku. Hann tók okkur alveg í gegn, við erum vanir að stjórna okkur sjálfir.“ Í dag verður nýtt textamyndband við aðra smáskífuna á óútkomnu plötunni frumflutt á Vísi. Um er að ræða lagið Sink or Swim. - kak Létu Þjóðverja öskra sig áfram Dikta sendir frá sér nýja plötu í september og nýtt myndband í dag. VIÐBRIGÐI Skúli Gests- son segir það hafa verið viðbrigði að vinna með þýska upptökustjór- anum, en sveitin er vön að stýra upptökum sjálf. MYND/FLORIAN TRYKOWSKI AÐSTOÐARMAÐUR Í BÍLASTÆÐALEIÐSÖGN Flokksþing Framsóknarflokksins er haldið í Grafarvogi um helgina og er margt um manninn. Um fimm hundruð flokksmenn sækja þingið. Nýráðinn, tímabundið, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, Ágúst Bjarni Garðarsson, stóð einmitt í ströngu framan af degi í gær við að aðstoða fram- sóknarmenn á einkabílum við að finna bílastæði. Stóð hann í gulu vesti og leiðbeindi öku- mönnum. Þetta er líklega nýlunda hjá aðstoðarmönnum ráðherra. - sa FYRIRSÆTA FYRIR ANNIE LEIBOVITZ Íslenska fyrirsætan Eva Katrín Bald- ursdóttir setti inn mynd á Facebook síðu sína þar sem kemur fram að hún taki þátt í verkefni með bandaríska ljósmyndaranum Annie Leibovitz. Leibovitz er stödd hér á landi en hún er einna þekktust fyrir að mynda fyrir tímaritið Vanity Fair og hefur á ferlinum myndað stjörnur á borð við Jennifer Aniston, George Clooney, Tom Ford, Angelinu Jolie og Leonardo DiCaprio sem hún myndaði hér á landi árið 2007. - asi „Ég var alveg: Þú verður að róa þig niður, í guðs- bænum róaðu þig, slappaðu af.“ ADAM LEVINE, SÖNGVARI MAROON 5, UM AÐDÁANDANN SEM HLJÓP UPP Á SVIÐ TIL HANS Í MIÐJU LAGI Í TODAY SHOW. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 0 -7 8 C C 1 6 4 0 -7 7 9 0 1 6 4 0 -7 6 5 4 1 6 4 0 -7 5 1 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.