Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Page 8
Böðvar Guðmundsson:
ísak Harðarson:
Vatnaskil er fjórða ljóðabók Böðvars
Guðmundssonar og jafnframt sú fyrsta í 15 ár.
Hún er á ýmsan hátt ólík hinum fyni bókum
skáldsins, lágmæltari og íhugulli, og form
Ijóðanna er ekki fast bundið. Yrkisefnin eru sígild
og íslensk, ættjörðin, karlmennskan,
heimasveitin, en sjónarhomið er iðulega óvænt.
Bókin kom út í sumar og um hana sagði Jóhann
Hjálmarsson í Morgunblaðinu: „Böðvar
Guðmundsson hefur ræktað vel garðinn sinn. í
Vatnaskilum eru mörg dæmi um ánægjulega
endurkomu hans til Ijóðlistarinnar. Hér er agað
skáld á ferð, en þó ekki um of. Vatnaskil er lifandi
bók.“
I bókinni eru 27 ljóð, og hún er 48 blaðsíður að
stærð.
Verð495.-.
Veggfóðraður
óendanleiki
Ljóð ísaks Harðarsonar eru nýstárleg og
fjölbreytileg bæði að inntaki og formi, en stef
bókarinnar er öðru fremur afdrif þess
óendanleika, sem býr í manninum sjálfum, og
birtist ekki síst í Ijóðum á okkar tímum
tölvustýringar og „hugtæknivæðingar". Tónn
þessarar fjórðu ljóðabókar ísaks er ekki bjartur en
þó langt því frá að vera þunglyndislegur, því ísak
leikur sér víða skemmtilega að klisjum nútímans.
„Um þessa ljóðabók er það í skemmstu máli að
segja að hún er án nokkurs efa ein sú
byltingarkenndasta og framúrstefnulegasta sem
sést hefur hér á markaðnum lengi.“ (Eysteinn
Sigurðsson íTímanum).
Veggfóðraður óendanleiki er96 bls. að stærð.
Verð: 495.-.
Mál og menning