Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Side 11
Þorsteinn Vilhjálmsson: Heimsmynd á hverfanda hveli — heimssýn vísinda frá öndverðu til Kópemíkusar. í þessari bók rekur Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur sögu vísinda, með hliðsjón af þeirri mynd af heiminum sem þau gefa hverju sinni. Hér segir af stjamvísi á bökkum Nílar, frá arfi fomgrikkja og hinu svokallaða myrkri á miðöldum, allt fram til byltingarmanna nýaldar. Frásögn Þorsteins er bæði fróðleg og aðgengileg og prýdd fjölda mynda og skýringarteikninga. Öll bregður hún birtu sögunnar á okkar eigin heimsskilning. Við bjóðum til bókaveislu um þessi jól Hartnær hálf öld er liðin síðan hliðstæð bók kom út hjá Máli og menningu, Efnisheimurinn eftir Bjöm Franzson. Ætla má að áhugi á vísindasögu hafi ekki minnkað síðan, enda vísindin síst fyrirferðarminni í daglegu lffi okkar nú en þau voru þá. í bókinni er fjöldi mynda og skýringateikninga, og kappkostað hefur verið að vanda sem mest uppsetningu hennar og frágang. Hún er 314 bls. að stærð. Verð: 1987.-. Félagsverð: 1689.-. Mál og menning ii

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.