Tímarit Máls og menningar - 15.12.1986, Qupperneq 26
Vinnuréttur
- ný útgáfa. Ammundur Backman og Gunnar
Eydal.
Þetta er önnur útgáfa verksins, en það kom fyrst
út árið 1978. Auk nýrrar lagasetningar vom það
ekki síst þeir fjölmörgu dómar, sem fallið hafa á
síðustu 7 ámm, sem gert höfðu endurskoðun
fyrri útgáfunnar tímabæra. Hér er fjallað um
stéttarfélög, kjarasamninga, vinnudeilur og
verkföll, réttindi og skyldur atvinnurekenda og
starfsmanna og bætur og tryggingar. Sérlega þörf
handbóköllu vinnandi fólki.
Vinnuréttur er 206 bls. að stærð og fæst bæði
innbundin og sem kilja.
Verð: 1750 - (995.-). Félagsverð: 1488.-.
Bókin um
MS-DOS
eftir Jörgen Pind. Ný og vönduð
tölvukennslubók eftir deildarstjóra tölvudeildar
Orðabókar Háskólans.
Stýrikerfið er mikilvægasti hugbúnaður hverrar
tölvu; það stjómar öllum öðmm fomtum sem
notuð em á vélina. DOS er algengasta stýrikerfið
í einkatölvum og í bókinni er farið rækilega í allar
skipanir þess, fjallað um mismunandi útgáfur
þess og bent á fjölda möguleika, sem bæði
byrjendur og lengra komnir geta hagnýtt sér.
Fjöldi dæma, skýringarmynda og verkefna er í
bókinni, sem er 309 bls. að stærð.
Verð: 1875.-.
Einn,
tveir, þrír
- ensk málfræði fyrir alla er ný aðgengileg bók
um hagnýta enska málfræði, ætluð bæði
byrjendum í málinu og lengra komnum.
Bókinni er skipt í kafla og þeim í greinar, sem
hver um sig fjallar um sérstakt málfræðiatriði.
Allar skýringar em á venjulegu máli og höfundar
hafa forðast of tæknilega umfjöllun um málfræði.
Ótal dæmi em í bókinni, sem prýdd er líflegum
teikningum. Bókin er eftir sömu höfunda og
,3reakaway“-röðin, sem vinsæl hefur verið í
íslenskum skólum. Gerður Guðmundsdóttir
þýddi bókina, sem er 146 bls. að stærð.
Verð: 595.-.
26