Morgunblaðið - 17.12.2014, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 295. tölublað 102. árgangur
HÖRÐUR AXEL
Í MIKILVÆGU
HLUTVERKI SÖNGGLEÐI OG SPRELL
KRISTJANA
MEÐ NÝJAN
JÓLADISK
BARTÓNAR OG KÖTLUR 10 STJARNANNA FJÖLD 39KÖRFUBOLTI ÍÞRÓTTIR
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Blindbylur gekk yfir höfuðborgarsvæðið í gær og
var öllum vegum til og frá borginni lokað. Bif-
reiðar sátu fastar í snjó um allan bæ og svöruðu
200 björgunarsveitarmenn kalli mörg hundruð
borgara. Svo mikil var þörfin á aðstoð björg-
unarsveitarmanna að björgunarsveitir voru kall-
aðar út frá Vesturlandi til aðstoðar björgunar-
sveitum höfuðborgarsvæðisins og á Reykjanesi.
Útkall sunnlensku björgunarsveitanna var ekki
síst vegna tækjabúnaðar þeirra en öll tæki björg-
beðnir um að tryggja aðgengi að ruslatunnum
svo að starfsfólk, sem mun vinna fram eftir
næstu daga, nái að vinna upp töfina og tæma
ruslatunnurnar fyrir jól.
Vindáttin hefur snúist og má gera ráð fyrir
stormi eða roki í dag á Suðvestur- og Vest-
urlandi. Samkvæmt spám Veðurstofu Íslands
verður veðrið verst í morgunsárið og dregur úr
veðri eftir því sem líður á daginn. Fólk er hvatt
til að fylgjast með færð áður en það heldur af
stað í umferðina.
unarsveita höfuðborgarsvæðisins voru í notkun í
óveðrinu.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlaði til for-
eldra að sækja börnin sín í grunnskóla. Á sama
tíma var almenningur beðinn um að vera ekki á
ferðinni að óþörfu.
Samgönguæðar lokuðust, hvort sem um var að
ræða vegi til og frá höfuðborgarsvæðinu eða flug-
samgöngur innanlands og utan en utanlandsflugi
var ýmist aflýst eða seinkað þegar veðrið var sem
verst í gær. Þá mætti segja að sorphirðuáætlun
Reykjavíkurborgar sé í uppnámi eftir að hætta
þurfti losun sorpíláta snemma í gær og eru íbúar
Blindbylur í borginni
Hjálpsemi Víða á höfuðborgarsvæðinu mátti sjá vegfarendur hjálpa ökumönnum í vandræðum að losa bíla sína svo allir kæmust leiðar sinnar.
Almenningur var beðinn um að vera ekki á ferðinni að óþörfu Öllum vegum til
og frá höfuðborgarsvæðinu var lokað Grunnskólabörnin voru sótt í skólann
MVetur konungur á suðvesturhorninu »4
Morgunblaðið/Ómar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur
líkur á því að til átaka komi á vinnu-
markaði í vor hafa aukist eftir að fjár-
lög voru lögð fram í gær. Þar birtist
enda viljaleysi stjórnvalda til að
styðja uppbyggingu félagslegs hús-
næðis fyrir þá efnaminnstu.
Gylfi telur tvennt þurfa að koma til
ef afstýra eigi verkföllum í vor.
Annaðhvort þurfi lægstu laun að
hækka mikið eða stjórnvöld að styðja
við uppbyggingu félagslegs húsnæðis
fyrir hina tekjulægstu.
Gylfi telur nýja
könnun Eflingar
um hátt hlutfall
lágtekjufólks á
leigumarkaði
sýna að margir í
þeim hópi geti
ekki látið enda ná
saman. Það sama
gildi um nýjar töl-
ur umboðsmanns
skuldara um um-
sóknir tekjulágra um greiðsluaðlögun
vegna annarra skulda en fasteigna-
skulda. Hann gagnrýnir ríkisstjórn-
ina fyrir að hafna þeirri leið að nið-
urgreiða vexti til að byggja upp
félagslegt húsnæði. „Það þarf sem
sagt annaðhvort að hækka grunn-
kaupið mjög mikið hjá þeim sem
lægst hafa launin eða fara fram með
sameiginlega kröfu um að aðildar-
félög ASÍ stofni húsnæðisstofnun,“
segir Gylfi sem útilokar ekki að aðild-
arfélög ASÍ beini þeirri kröfu að at-
vinnurekendum að þessi vandi verði
leystur með sameiginlegu átaki.
„Það er auðvitað alveg ný nálgun
að það verði gerð krafa á atvinnulífið
um að leggja fé í húsnæðissjóð á veg-
um verkalýðshreyfingarinnar,“ segir
Gylfi Arnbjörnsson. »19
Setja úrslitakosti
Forseti ASÍ krefst aðgerða til að rétta hlut tekjulágra
Boðar verkföll í vor ef ekki verður orðið við kröfum ASÍ
Gylfi
Arnbjörnsson
141 maður lést þegar uppreisnar-
menn talibana réðust inn í skóla í
borginni Peshawar í Pakistan í gær,
þar af 132 börn. 125 særðust í árás-
inni. Þetta er blóðugasta hryðjuverk
sem framið hefur verið í landinu.
Sjónarvottar lýstu því hvernig
talibanarnir fóru úr einni kennslu-
stofu í aðra í skólanum og myrtu
nemendur. Þeir yngstu voru 12 ára
gamlir. Blóðbaðið stóð í átta klukku-
stundir.
Talibanasamtökin TTP lýstu yfir
ábyrgð á verknaðinum og sögðu
hann hefnd fyrir sókn hersins á
þessum slóðum. Skólinn er á vegum
hersins í Pakistan. Stjórn Pakistan
kveðst staðráðin í að ráða niður-
lögum TTP. Árásin var fordæmd
víða um heim. »22
Blóðugasta hryðju-
verk í sögu Pakistan
Sorg Syrgjendur bera lík nemanda sem
var skotinn til bana í Peshawar í gær.
Samhljómur
virðist vera í
Þingvallanefnd
um að reisa veit-
ingahús uppi á
Hakinu á barmi
Almannagjár, að
sögn Sigrúnar
Magnúsdóttur,
formanns nefnd-
arinnar.
Sigrún segir að hún hafi ásamt
Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðs-
verði á Þingvöllum, kynnt málið
fyrir forseta þings, skrifstofustjóra
Alþingis og forsætisráðherra. Hún
segir að verkið verði boðið út, en
ekki sé ljóst hvenær ráðist verði í
framkvæmdir. » 15
Ráðgera veitinga-
stað á Þingvöllum
FORTE
blanda meltingargerla
MÚLTIDOPHILUS
þarmaflóran
hitaþolin
www.gulimidinn.is
dagar til jóla
7
Hurðaskellir kemur í kvöld
www.jolamjolk.is