Morgunblaðið - 17.12.2014, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Gjafakort
Borgarleikhússins
SVIÐSLJÓS
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Mikill erill var hjá björgunarsveitum
á höfuðborgarsvæðinu og Reykja-
nesinu þegar lægð gekk yfir landið
sunnan- og vestanvert í gær. Fólk
var beðið um að vera ekki á ferðinni
að óþörfu og að sækja börn í skól-
ann. Stofnleiðir Strætó bs. héldu
sínu striki á meðan flestir vagnar á
höfuðborgarsvæðinu hættu að
ganga en ástand var slæmt á vegum
víða á höfuðborgarsvæðinu og sátu
margir bílar fastir í umferð eða snjó.
Töluvert var um minniháttar óhöpp
og slys en engin alvarleg meiðsli
urðu á mönnum.
Veðrið heldur áfram að berja á
íbúum Suðvestur- og Vesturlands í
dag en samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu Íslands má gera ráð fyr-
ir vaxandi suðvestanátt, stormi eða
roki í morgunsárið. Él eða slydduél
verða um allt sunnan- og vestanvert
landið en úrkomulítið norðaustantil.
Draga mun úr veðrinu eftir því sem
líða tekur á daginn en fólk er hvatt
til að fylgjast með færð á vegum áð-
ur en það heldur af stað í umferðina.
Komu hundruðum til hjálpar
„Það var erilsamt og hægðist á
öllu í ófærðinni,“ segir Sigurbjörn
Guðmundsson, varðstjóri hjá
slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Hann segir mikið hafa verið um
smávægileg slys; bílveltur og bíla
sem ekið var út fyrir vegi. Sjúkra-
flutningar gengu erfiðlega í ófærð-
inni og eru dæmi um að sjúklingar
hafi tafist í nokkurn tíma.
Björgunarsveitir komu mörg
hundruð manns til hjálpar í yfir 200
útköllum og voru björgunarsveitir af
Vesturlandi kallaðar út til aðstoðar
björgunarsveitum á höfuðborgar-
svæðinu og á Reykjanesi en öll tæki
björgunarsveitanna á höfuðborgar-
svæðinu voru í notkun í gær.
Flugsamgöngur til og frá landinu
lágu niðri um tíma og var flugi ýmist
aflýst eða seinkað. Flugi Icelandair
til Kaupmannahafnar var til að
mynda seinkað um tvær klukku-
stundir en áhöfn og flugfarþegar
sátu fastir á Reykjanesbrautinni.
Fóru strax og sóttu börnin
Lögregla og slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins bað fólk um að vera ekki
á ferð að óþörfu í gær en einnig að
foreldrar ættu að sækja börnin sín í
grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Birgir Finnsson, varaslökkvi-
liðsstjóri slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins, segir að með fyrstu til-
mælunum um að fólk ætti að sækja
börnin í skólann hafi markmiðið ver-
ið að börnin héldu sig trygg í skól-
unum. Þetta hafi hins vegar valdið
einhverjum misskilningi og ein-
hverjir foreldrar töldu að þeir ættu
að fara strax að sækja börnin.
Þegar veður tók að versna var því
send út önnur tilkynning þar sem
fólk var beðið um að sækja ekki
börnin fyrr en veður tæki að róast
og fólk treysti sér til að sækja þau.
Samhliða því voru smáskilaboð send
á alla skólastjórnendur á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem þeim var sagt að
halda börnum í skólanum þar til veð-
ur tæki að ganga niður eða þau yrðu
sótt af foreldrum.
Birgir segir slökkviliðið hafa und-
irbúið sig til að skutla þeim börnum
sem ekki höfðu verið sótt af for-
eldrum heim til sín í gær en þess hafi
ekki verið þörf þar sem veður gekk
niður og öll börnin farin úr skól-
unum.
Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá
umferðardeild lögreglunnar, segir
fólk hafa fylgt tilmælum lögreglu um
að vera ekki á ferð að óþörfu og um-
ferð hafi verið minni en dags-
daglega.
Morgunblaðið/Kristinn
Strætósamgöngur Stofnleiðum Strætó bs. var haldið opnum í óveðrinu í gær þó að flestir
strætisvagnar hættu að ganga á meðan óveðrið lét sem verst. Margir börðust við bylinn.
Morgunblaðið/Ómar
Umferðaröngþveiti Óveður skall á borgarbúum í gær og festust bílar víða á höfuðborgarsvæðinu.
Sumir þeirra voru illa búnir og festust í snjó og hinir í umferðinni af völdum fyrrnefnda hópsins.
Morgunblaðið/Golli
Sótt í skólann Slökkvilið óskaði eftir því að börn yrðu sótt og voru þessar stúlkur sóttar í Laugarnesskóla.
Mikill erill hjá
björgunarsveit-
armönnum í gær
Snýst í suðvestanátt og búist við
stormi eða roki á suðvesturhorninu
Öllum aðalleiðum að höfuðborg-
arsvæðinu var lokað um tíma í
gær: Reykjanesbraut og
Grindavíkurvegi, veginum um
Kjalarnes og Mosfellsheiði og eins
frá Rauðavatni austur yfir Sand-
skeið, Hellisheiði og Þrengsli. Suð-
urstrandarvegi var einnig lokað
sem og veginum undir Hafn-
arfjalli.
Eggert Magnússon, verkefna-
fulltrúi hjá almannavarnadeild rík-
islögreglustjóra, segir vegalok-
unina hafa verið vegna veðurs og
færðar en ákvarðanir um lokun
vega eru í flestum tilfellum teknar
af Vegagerðinni.
„Það að öllum leiðum til höfuð-
borgarinnar hafi verið lokað
vegna veðurs og ófærðar er vissu-
lega ekki gott ástand en þýðir þó
ekki að ekki sé hægt sé að komast
á milli ef um brýna neyð eða nauð-
syn er að ræða,“ segir Eggert.
Hann segir að ef um langvar-
andi lokanir vegna veðurs sé að
ræða sé til að mynda hægt að
senda öflugt snjóruðningstæki á
undan vöruflutningabílum eða öðr-
um faratækjum sem þyrftu að
komast leiðar sinnar. „Það er ann-
að ef samgönguæðar lokast til
lengri tíma vegna náttúruham-
fara,“ segir Eggert.
„Þá erum við að tala um ástand
sem er viðvarandi í langan tíma og
þarf að tryggja virkar samgöngu-
æðar eftir aðstæðum hverju sinni.“
Vegum lokað við borgina
Morgunblaðið/Kristinn
Ófærð Öllum aðalleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið var lokað í gær.
Hægt hefði verið
að komast í neyð
Hellisheiðin var lokuð bróðurpart-
inn af deginum í gær og fyrir vikið
var Litlu kaffistofunni lokað.
Starfsfólk þar er ýmsu vant en
Linda Stefánsdóttir, dóttir Stefáns
Þormars Guðmundssonar, eiganda
Litlu kaffistofunnar, sem unnið
hefur þar í 21 ár, man ekki eftir svo
mörgum dögum á stuttum tíma
þar sem þau hafa neyðst til að
loka. Að sögn hennar biðu sex
manns hjá þeim megnið af deg-
inum. „Þau spiluðu bara áður en
Vegagerðarbíll kom hérna framhjá
og þá gátu þau fylgt með,“ segir
Linda. Sexmenningarnir hafi verið
á leið til Hveragerðis. Starfsfólk
sat hins vegar enn fast um sex-
leytið í gærkvöldi og beið þess að
vera bjargað af Vegagerðinni til að
komast til Reykjavíkur. „Við sitjum
bara hérna og spilum líka,“ segir
Linda og hlær.
vidar@mbl.is
Gripu í spil og biðu björgunar
MAN EKKI EFTIR ANNARRI EINS TÍÐ