Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 6

Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 6
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar hefur fengið heimild til að ganga til samninga við Faxaflóahafnir sf. um að kaupa land í Gufunesi. Það er þó með fyrirvarara um endanlegt kaupverð. Lóðin sem um ræðir er á Gufunesi og Eiðsvík þar sem áburðarverk- smiðjan stendur en borgin á eignir á lóðinni. Fengu lóðina í makaskiptum Faxaflóahafnir sf. eignuðust lóð- ina árið 1997 í makaskiptum sem þá áttu sér stað við Reykjavíkurborg. Borgin eignaðist á móti ákveðnar lóðir og eignir í miðborginni. Á aðalskipulagi Reykjavíkurborg- ar, sem var í gildi árið 1997 þegar Faxaflóahafnir eignuðust lóðina, var gert ráð fyrir að hafnarsvæði væri í Eiðsvík, Gufunesi og við Geldinga- nes. Samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er ekki gert ráð fyrir hafnarstarfsemi á þessu svæði. „Það er í sjálfu sér engin ástæða fyrir okkur til að eiga þetta land lengur,“ segir Gísli Gíslason, hafn- arstjóri Faxaflóahafna sf. Faxaflóahafnir eiga um 70 hektara á Geldinganesi, 20 hektara í Gufu- nesi og síðan tvær lóðir í Eiðsvík sem eru samtals liðlega 20.000 fermetrar. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um notkun svæðisins eftir að rekstri áburðarverksmiðjunnar var hætt ár- ið 2002. Ríkið reisti verksmiðjuna og rak hana frá 1954 til ársins 1999, en þá var hún seld einkaaðilum. Áhugi á að kaupa lóð Faxaflóahafna í Gufunesi  Hafnastarfsemi ekki lengur á aðalskipulagi Eiðsvik 20 hektara lóð í Gufunesi og Eiðsvík 200.172 m2 Hafnarmörk Lóðir Aðrar lóðir 2.061 m2 10.680 m2 10.617 m2 Gufunes Faxaflóahafnir sf. eign- uðust lóðina árið 1997. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’OCCITAN GJAFAKASSI - FYRIR HERRA Jólatilboð: 8.990 kr. Andvirði: 12.440 kr. Sturtusápa 250 ml - 2.380 kr. | After Shave krem 30 ml - 1.870 kr. Eau deToilette 100 ml - 7.590 kr. | Rakstursgel 30 ml - 600 kr.* SVÍFÐU INN Í JÓLAHÁTÍÐINA *E kk is el t íl au sa sö lu . Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fuglar sem hafa hér vetursetu eru margir mjög háðir matargjöfum. Í hópi þeirra sem fóðra fugla reglu- lega eru þeir Arnþór Garðarsson dýrafræðingur og Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur sem báðir stunda fuglarannsóknir. Arnþór fóðrar fugla við heimili sitt í austurborg Reykjavíkur. Aðallega eru það starar, þrestir og hrafnar sem koma í matinn. Hann gefur fuglunum á tvo palla nær daglega og eykur gjöfina þegar frostið herðir. Fuglarnir fá mör sem Arnþór hamstraði í sláturtíðinni og eins mikið af matarleifum frá heimilinu. Hann segist ekki henda mat, nema stórum beinum. Fiskroð er saxað smátt og þrestir og starar gera sér gott af því. Krummarnir fá feitan af- skurð, fiskafganga og kjúklingabein. Arnþór sagði að oft kæmu um 200 starar í einu, allt að 30 skógarþrestir auk svartþrasta, auðnutittlinga og sjaldgæfari fugla. „Næringargildið skiptir máli. Fuglarnir þurfa mikla fitu og mikið prótein,“ sagði Arnþór. „Fólk er allt- af að gefa snjótittlingum en það eru starar og þrestir sem koma að éta. Borgin er að verða að skógi og það eru engir snjótittlingar í kjarrinu.“ Þrestirnir og stararnir, að ekki sé talað um hrafninn, eru á allt öðru fæði en snjótittlingar. Arnþór sagði að fuglarnir væru sólgnir í feitmeti. Þurfi fólk að losna við gamla sósu er upplagt að setja t.d. haframjöli út í hana og gefa fuglum. Gefur fuglunum smjörlíki Guðmundur A. Guðmundsson fóðrar fugla við heimili sitt í miðborg Reykjavíkur. Hann sagði að fugla- fóður, bæði hveitikorn og maískurl, nýttist aðallega snjótittlingum. Þeir kæmu helst til borgarinnar þegar væru jarðbönn. Hann sagði að þétt- býlisfuglar eins og þrestir ætu fyrst og fremst ávexti og fíngert korn eins og sólblómafræ og sólblómakjarna. Auðnutittlingar sækja mikið í sól- blómakjarna og ráða líka við sólblómafræin. Til hans sækja um 150 starar, tugir skógarþrasta, svartþrestir og auðnutittlingar, oft í um 50 fugla hópum. Í haust hefur hann merkt um 850 auðnutittlinga í garðinum sínum. Guðmundur sagði að fuglarnir gerðu sér að góðu það sem væri í boði hverju sinni. „Starinn tekur allt og þrösturinn er meira í ávöxtunum og brauðinu. Ég hef hengt epli á trjágreinar.“ Guðmundur stingur kjarnann úr eplunum, sker þau í tvennt og smeygir eplahelming- unum á trjágreinar. Fuglarnir sjást vel þegar þeir kroppa í eplin. Guðmundur sagði að margir flæk- ingsfuglar myndu ekki komast af án matargjafa í tíðarfari eins og verið hefði undanfarið. Hann kaupir líka smjörlíki handa fuglunum. Ýmist leggur hann stykkin á jörðina eða sker þau í tvennt, gatar og smeygir upp á greinar. Ef fuglamat er dreift á jörðina þarf að gera það á fremur opnu svæði vegna katta. „Stararnir eru kannski fyrst og fremst í smjörlíkinu. Krumminn kemur líka og stelur smjörlíki. Safn- ar bitunum af jörðinni og fer með þá. Þess vegna fór ég að hengja smjör- líkið í runna.“ Auk þess að fóðra spörfugla gefa margir gæsum og öndum við tjarnir og víðar í borginni. Gæsirnar sem dvelja hér yfir veturinn eru talsvert háðar brauð- og korngjöfum, að sögn Guðmundar. Smáfuglar háðir matargjöfum  Margir fóðra smáfuglana yfir veturinn  Tveir fuglafræðingar eru duglegir við að gefa fuglunum  Fóður fyrir snjótittlinga hentar síður fyrir borgarfuglana  Fuglarnir eru sólgnir í feitmeti Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarfuglar Skógarþrestir og starar eru algengastir í borginni sem er orðin skógi vaxin. Snjótittlingarnir sjást helst þegar jarðbönn eru á bersvæðum. Þeir sem vilja fóðra borgarfuglana ættu að gefa þeim epli og fínna korn en snjótittlingafóðrið. Þar má nefna korn eins og sólblómafræ og sól- blómakjarna. Hægt er að gefa kornið á jörðina en einnig er gott að vera með fóðrunarstauka. Þeir hafa bæði fengist í sumum byggingavöruversl- unum og hjá Fuglavernd. Fuglarnir þurfa bæði fitu og prótein til að fá næga orku. Gott er að gefa feitmeti með korn- metinu eins og mör, feitar sósur og smjörlíki. Mikilvægt er að gefa fuglunum reglulega. Þegar fuglarnir hafa lært að rata á fóðurstaðina eru þeir fljótir að nýta sér fóðrið. Fjölbreyttur matseðill MIKILVÆGT ER AÐ FÓÐRA FUGLANA REGLULEGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.