Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 11

Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 11
Morgunblaðið/Golli frústrasjón. En það verður að vera smátogstreita þegar listin er annars vegar. Ég gríp stundum fram fyrir hendurnar á stjórnendum Katlanna á þessum sameiginlegu æfingum, sennilega af því ég er svo vanur að ráða, en ég er kórstjóri Bartóna að eilífu og ég hef alvald, það stendur í lögum kórsins,“ segir Jón Svavar og hlær að eigin stjórnsemi sem þær Lilja Dögg og Hildigunnur eru fljót- ar að stoppa af, af festu og öryggi. Berjum frá umsækjendur Bartónar byrjuðu sem eitt lítið skemmtiatriði á sumarhátíð Kaffi- barsins fyrir fimm árum. „Við vorum bara strákar sem komum þar við til að fá okkur bjór. Núna er þetta orðið þrjátíu og fimm manna karlakór. Þeir sem kunnu minna að syngja duttu sjálfkrafa út, en nýir og sterk- ari menn hafa komið inn. Tónninn hjá okkur hefur alltaf verið að styrkj- ast. Í byrjun var okkar takmark fyrst og fremst að vera kúl, en núna skiptir söngurinn meira máli,“ segir Jón Svavar. Kvennakórinn Kötlur er yngri, aðeins tveggja ára. „Nokkrar flottar stelpur tóku sig til og stofnuðu kór- inn á vordögum 2012, til að geta fengið útrás fyrir sönginn, en kórinn hefur stækkað hratt, við erum orðn- ar fjörutíu og fimm,“ segir Lilja Dögg og bætir við að mikil ásókn sé í kórinn, þær þurfi að berja frá sér umsækjendur. Jón Svavar segir þetta vera eins hjá Bartónum. „Við erum ekki með prufusöng, því þessi hópur er viðkvæmt blóm. Við höfum lent í því að fá menn inn sem passa ekki inn í hópinn. En við ætlum að reyna að fjölga um tíu í hverri rödd. Það er ákveðin tegund af helgun sem fólk þarf að búa yfir til að vera með, þetta er mikil skuldbinding. Það er ekki afsökun að komast ekki á kór- æfingu af því að amma bauð í mat. Æfingakvöld eru heilög kvöld, það verður enginn árangur ef fólk mætir ekki á æfingar. Hljómurinn hefur þróast í rétta átt í báðum þessum kórum, Bartónum og Kötlum.“ Baulaði mikið í bernsku Jón Svavar kemur að norðan, hann er alinn upp á Torfufelli í Eyja- firði. „Sem barn var ég þrjóskt kvik- indi og grenjaði mikið, reyndar baul- aði ég meira en grenjaði ef ég fékk ekki það sem ég vildi. Ég held að þetta baul hafi verið fínn grunnur að söngtækni barítónsins. Ég ólst ekki upp við klassíska tónlist og enginn í minni fjölskyldu kem- ur úr söngumhverfi. Ég var í pönk- hljómsveitum þegar ég var unglingur en þegar ég var 18 ára slysaðist ég inn í söngtíma, þá bjó ég hér fyrir sunnan og átti kærustu sem var í söngnámi. Hún plataði mig inn þegar ég sótti hana í tíma hjá Önnu Júlíönu Sveins og lét mig syngja og í framhaldinu sótti ég söngtíma hjá henni. En ég hætti, mér fannst þetta svo leiðinlegt, ég var ungur og nennti ekki að syngja klassík. Seinna fór ég í söngnám hjá Snæbjörgu Snæbjarn- ardóttur og hún fangaði mig inn í söngheiminn.“ Og þá varð ekki aftur snúið, norðlenski barítóninn var kominn til að vera. Í framhaldinu fór hann út til Vínar í söngnám. „Þá fékk ég menningarsjokk, ég hélt ég væri svo klár en fattaði þar að ég kunni ekki neitt og að þessi söngbransi væri risastór og ég kominn afar skammt á veg,“ segir Jón Svavar og hlær. Var alltaf syngjandi Lilja Dögg grípur þetta á lofti og segir það vissulega vera mikinn kost við litla samfélagið á Íslandi að þar fái margir að njóta sín og flestir fái stuðning við það sem þeir eru að gera. „Hér heima er styðjandi umhverfi, sem er mjög verð- mætt því þá þorir maður að gera það sem maður vill gera.“ Lilja Dögg er frá Hellissandi og hún ólst þar upp við mikla tónlist. „Mamma, amma og afi voru í kirkju- kórnum og ég man varla eftir mér sem krakka öðruvísi en syngjandi. Ég bara söng og hugsaði ekkert út í að það væri hægt að læra það. En ég lærði aftur á móti í mörg ár á píanó. Ég fór í kór eftir að ég fluttist suður, ég var svo heppin að vinur minn dró mig í Hljómeyki, agalega virðulegan kammerkór í höfuðborginni. Mar- teinn heitinn Hunger Friðriksson var stjórnandi og hann krafði mig um að syngja einsöng og þá var ég svakalega feimin og átti mjög erfitt með þetta. En hann hvatti mig til að fara í söngnám og ég gerði það.“ Síð- an hefur söngurinn verið stór hluti af lífi Lilju Daggar og nú starfar hún að mestu við söng. Spáð og spekúlerað Að mörgu er að huga og eins gott að ruglast ekki. Tónleikarnir verða í Austurbæ á morgun, fimmtudag, kl. 20. Miðar fást á midi.is og við inngang. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Hugarafls. „Stelpurnar verða stundum pirraðar af því að þeim finnst strákarnir ekki nógu fljótir.“ Þrír stjórar Kórstýrur Katlanna, Lilja Dögg og Hildigunnur, þurfa stundum að hemja Jón Svavar af festu og öryggi þegar hann vill stjórna þeim. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 www.volkswagen.is Volkswagen atvinnubílar Einstakt tækifæri Nú í desember gefst einstakt tækifæri til að kaupa sýningar- og reynsluakstursbíla hjá VW atvinnubílum á góðum kjörum. Kynntu þér málið hjá sölufulltrúum okkar á Laugavegi 174. Atvinnubílar Til afgreiðslu strax HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn ÍsafirðiTakmarkað magn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.