Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 12

Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Stórt framfaraskref hefur verið stig- ið í raforkumálum Vestfirðinga með opnun varaaflsstöðvar í Bolung- arvík, sem framleiðir raforku inn á Vestfjarðakerfið ef bilun verður í kerfinu og með uppsetningu snjall- netskerfis, sem Landsnet hefur sett upp á Vestfjörðum í samstarfi við Orkubú Vestfjarða. Það á að tryggja eins örugga af- hendingu raf- magns til notenda og unnt er við nú- verandi að- stæður. Nýja varaafls- stöðin og tengi- virki í Bolung- arvík eru lokahnykkurinn í átaki Landsnets til að efla afhend- ingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Prófanir hafa staðið yfir að und- anförnu og hafa þær gengið vel. Af- kastageta nýju varaaflstöðvarinnar samsvarar orkunotkun norð- anverðra Vestfjarða og því styrkir hún stórlega allt raforkukerfið á Vestfjörðum. Snjallnetið og vara- aflsstöðin hafa þegar verið gangsett þó að fresta hafi þurft formlegri opnunarathöfn í gær vegna veðurs. Sl. mánudag var opið hús í varaafls- stöðinni og komu yfir 100 gestir og kynntu sér tækninýjungarnar. ,,Þetta er mikið framfaraskref. Væntingar okkar standa til þess að þetta muni breyta miklu,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Nýja snjallnetskerfið vakti álag á svæðinu, raforkufram- leiðsluna innan þess og raforkuflutn- inginn inn á svæðið. ,,Þegar truflun verður, fyrst og fremst ef Vest- urlínan fer út og það vantar skyndi- lega mikla orkuframleiðslu innan svæðisins, þá kemur snjallnetið til skjalanna og það leysir út álag víða á Vestfjörðum þar sem reynt er að koma á jafnvægi á milli framleiðslu og eftirspurnar innan svæðisins.“ Umfangsmiklar álagsprófanir búnaðarins fóru fram fyrir tæpum mánuði en þá var straumur tekinn af á norðanverðum Vestfjörðum og reyndist hann vel. Einnig reyndi á stöðina í illviðrinu sem reið yfir Vestfirði á dögunum og fóru dísilvél- arnar í varaaflsstöðinni þá í gang. Fyrir tilkomu stöðvarinnar hefði rafmagn getað legið niðri í klukku- stund eða lengur í Bolungarvík en að þessu sinni leið aðeins tæp mínúta þar til straumur komst aftur á. Sex 1,8MW dísilvélar Tveir 100.000 lítra olíutankar eru við varaaflsstöðinna og er hægt að keyra vélarnar á fullu afli í samfleytt þrjá daga, ef á þarf að halda. Alls eru sex 1,8 MW dísilvélar í stöðinni og tengist hver og ein þeirra rafala, sem umbreytir hreyfiorku í raforku, og spenni sem breytir 400 kV spennu rafala í 11 kV spennu dreifi- kerfisins, skv. upplýsingum Lands- nets. Þegar á þarf að halda eru dísilvél- arnar komnar inn og tengdar við kerfið á um einni mínútu, að sögn Þórðar. Fullkominn stjórnbúnaður sér bæði um sjálfvirka ræsingu vél- anna og spennusetningu kerfisins og tryggir að hægt er að ræsa vélarnar frá stjórnstöð Landsnets. Þetta verkefni hefur verið í und- irbúningi og framkvæmd í tæp fjög- ur ár. Þórður segir að spennistöðvar sem fyrir voru bæði á Ísafirði og í Bolungarvík hafi verið staðsettar á snjóflóðasvæðum og því þurfti að byggja nýjar stöðvar utan snjóflóða- hættusvæða. Stöðin á Ísafirði var tekin í notkun í júlí sl. og núna er stöðin í Bolungarvík einnig komin í rekstur. „Við tengdum þessar tvær stöðvar saman með jarðstreng til þess að tryggja að dísilvélin myndi nýtast inn á stærra svæði sem væri óháð veðri og vindum,“ segir hann. Á næstunni stendur til að skoða frekari styrkingu raforkukerfisins á sunnanverðum Vestfjörðum en eng- ar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um það. Miklar úrbætur í raforkumálum  Ný varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík framleiðir raforku inn á Vestfjarðakerfið ef bilun verður  Fullkominn stjórnbúnaður sér um sjálfvirka ræsingu vélanna og spennusetningu raforkukerfisins Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gærmorgun kröfum verjenda í Marple-málinu svonefnda. Tvær kröfur voru gerðar um frávísun málsins frá dómi og einnig var gerð krafa um að tiltekin gögn yrðu ekki lögð fram. Aðeins er hægt að kæra til Hæstaréttar þann þátt málsins sem snýr að gögnunum. Í Marple-málinu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Guðný Arna Sveins- dóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings, ákærð fyrir fjárdrátt og umboðssvik, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, er ákærður fyrir hlut- deild í fjárdrætti og umboðssvikum Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu og Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu. Auk þess er krafist upptöku fjár hjá félögunum Marple Hold-ing S.A. SPF, BM Trust S.A. SPF, Holt Hold-ing S.A., SKLux S.A. og Leg- atum Ltd. Öll eru félögin með lög- heimili í Lúxemborg fyrir utan Leg- atum sem er með lögheimili á Möltu. Verjendur Skúla og fjögurra af fimm félögum kröfðust þess að mál- inu yrði vísað frá, meðal annars af þeirri ástæðu að íslenskir dómstólar hafi ekki lögsögu í málinu. Félögin séu erlend og hafi engin tengsl á grundvelli lögsögureglna við Ísland og þau séu ekki sökuð um að hafa brotið af sér. Þá hafi Skúli ekki átt í neinum við- skiptum við Kaupþing á Íslandi. Það sem gerst hafi eftir að fjármunir komu til Kaupþings í Lúxemborg – ef þeir tengdust Skúla – gerðust að- eins þar og þurfi að byggja á því að hann hafi framið brot gegn lögum þess lands þar sem meint brot eru sögð hafa verið framin. Sem áður segir hafnaði héraðs- dómur öllum kröfum. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn er varðar frávís- unarkröfurnar og tók verjandi sér lögmæltan kærufrest er varðar rannsóknargögnin. andrikarl@mbl.is Frávísunarkröf- um var hafnað  Marple-málið fyrir héraðsdómi Morgunblaðið/Þorkell Þó að miklar úrbætur verði á raf- orkuöryggi Vestfirðinga með til- komu varaaflsstöðvarinnar er engan veginn búið að leysa allan vanda Vestfirðinga í raforku- málum. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir snjall- netskerfið og dísilvélarnar sem nú hafa verið teknar í notkun fyrsta áfangann en annað og meira þurfi til að koma raforku- málunum í varanlegan búning. Auka þurfi sjálfa orkuframleiðsl- una innan svæðisins. „Þó að það væri ekki nema um nokkur megavött þá myndi það hafa mikil áhrif á allt raforkuöryggi á svæðinu.“ Orkubú Vestfjarða sé með einhver verkefni í gangi sem eigi vonandi eftir að skila Vest- firðingum því rafmagnsöryggi sem þeir eigi skilið. Auka þarf framleiðslu BÚI VIÐ RAFORKUÖRYGGI Bolungarvík Varaaflsstöð Landsnets er fullbúin og hefur verið gangsett. Kynning Opið hús var i varaaflsstöðinni sl. mánudag og mættu um 100 manns til að kynna sér tækninýjungarnar. Á myndinni má sjá Víði Má Atlason, verkefnisstjóra hjá Landsneti, og Nils Gústavsson, deildarstjóra framkvæmda hjá Landsneti, fræða Elías Jónatansson, bæjarstjóra í Bolungarvík, og fleiri um varaaflsstöðina og snjallnetskerfið. Þórður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.