Morgunblaðið - 17.12.2014, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Snjallnetslausnir eru í dag ein helsta
tækninýjungin í raforkukerfum.
Landsnet setti snjallnetskerfið upp á
Vestfjörðum í samstarfi við Orkubú
Vestfjarða. Kostur þess er sá að ef
afhending raforku bregst ræsir
snjallnetskerfið vélarnar í Bolungar-
vík og kemur rafmagni á að nýju inn-
an 100 sekúndna á Ísafirði og í Bol-
ungarvík, samkvæmt upplýsingum
Landsnets.
Nýja varaaflsstöðin í Bolungarvík
er að stórum hluta hefðbundið tengi-
virki, sem tengir dreifiveitu Orkubús
Vestfjarða við flutningskerfi Lands-
nets. Stöðin er sögð hafa sérstöðu á
heimsvísu þar sem með tilkomu
hennar hefur verið sett upp varaafl
fyrir heilan landshluta en til þessa
hafa varaaflsstöðvar hér á landi ein-
göngu verið tengdar einum notanda
eða einu bæjafélagi.
Varaaflsstöðin tengist flutnings-
kerfinu þegar á þarf að halda. Ef
straumleysi verður á svæðinu nemur
varnarbúnaður (snjallnetið) stöðuna
og sendir boð í tengivirki í Bolung-
arvík um stöðu kerfisins. Boð eru
send út um að setja rofa kerfisins í
ákveðna stöðu. Dísilvélar fá boð um
að fara í gang og flutningskerfið er
spennusett, eins og það er kallað, frá
varaaflsstöðinni og dreifiveitan setur
spennu áfram til notenda og raf-
magn kemst á að nýju.
Styrkja fjarskiptakerfið
Samkvæmt upplýsingum Lands-
nets er snjallnetið sem tekið hefur
verið í notkun, lykilatriði í hraðri
spennusetningu kerfisins eftir að
straumlaust verður og lykillinn að
virkni snjallnetsins eru bætt fjar-
skipti. Til að tryggja þá virkni hefur
verið ráðist í miklar styrkingar á
fjarskiptakerfnu á Vestfjörðum.
„Þessi snjallnetstækni er að ryðja
sér til rúms mjög víða,“ segir Þórður
Guðmundsson, forstjóri Landsnets.
,,Við höfum tekið þetta nokkuð
langt og erum kannski á meðal
þeirra sem eru hvað lengst komnir
við að innleiða þetta,“ segir Þórður.
Að sögn hans hefur Landsnet ver-
ið með snjallnetslausnir af ýmsu tagi
í notkun í meginflutningskerfi
Landsnets. Þar sem ekki hefur verið
hægt að reisa flutningslínur hefur
Landsnet gripið til ýmissa tækni-
lausna til að verja kerfið og þróað
búnað með innlendum og erlendum
aðilum, sem hefur gert fyrirtækinu
fært að reka kerfið án meiriháttar
áfalla, að sögn Þórðar. „Margir horfa
til þess sem við erum að gera og hafa
margir komið í heimsókn til okkar til
að kynna sér hvað við erum að gera
og hvernig við höfum gengið til
verks. Það er víða tekið eftir því er-
lendis.“
Heimild: Landsnet
Allir almennir
notendur á Ísafirði
og Bolungarvík komnir
með rafmagn
Lína í flutningskerfi
Landsnets fer út
og útleysing verður
hjá notendum á
Vestfjörðum
Straumlaust hjá notendum á
norðanverðum Vestfjörðum.
snjallnetskerfið tekur út alla
rofa að notendum, auk lína frá
Mjólkávirkjun í flutningskerfið
á norðanverðum Vestfjörðum
Fyrstu notendur á Ísafirði
og í Bolungarvík fá rafmagn
Vélar í Bolungarvík komnar í gang ogbyrja
fljótlega að keyra upp spennu á flutningskerfinuVélar í Bolungarvík fá merki frá
snjallnetskerfinu um að ræsa
Snjallnetskerfið setur inn
notendur einn af öðrum
0 sek.
0,5 - 1 sek.
Tími (sek)
12 sek. 18 sek.
36 sek.
90 sek.
Tímalína fyrir virkni snjallnetsins í straumleysi
Ræsir vélar á
innan við 100 sek.
Varaaflsstöð með sérstöðu á heimsvísu
Snjallnetskerfið
» Sjálfvirk ræsing varaafls í
Bolungarvík hefst strax og
straumlaust verður hjá al-
mennum notendum og í kjöl-
farið fá notendur á Ísafirði og í
Bolungarvík aftur rafmagn.
» Verði rafmagnslaust á norð-
anverðum Vestfjörðum und-
irbýr snjallnetið flutningskerfið
þar sjálfvirkt fyrir spennusetn-
ingu frá vélunum í Bolungarvík.
Þegar spenna er komin á að
nýju fá almennir notendur raf-
magn einn af öðrum.
Fjórar konur á aldrinum 20-22 ára
voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í
dag dæmdar í skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að ráðast á átján ára
stúlku. Þrjár þeirra fengu þriggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi og
sú fjórða 30 daga skilorðsbundið
fangelsi.
Saman greiða þær, samkvæmt
niðurstöðu héraðsdóms, fórn-
arlambi sínu 500 þúsund krónur og
málsvarnarlaun verjenda, 1,3 millj-
ónir hver.
Neituðu sök
Konurnar réðust á fórnarlamb
sitt inni á salerni skemmtistað-
arins Úrillu górillunnar við Gull-
inbrú í mars í fyrra. Var tveimur
þeirra gefið að sök að hafa rifið í
hár stúlkunnar og síðan hafi þær
allar ráðist á hana utan við
skemmtistaðinn, rifið í hár hennar
og slegið og sparkað í líkama henn-
ar.
Við þingfestingu málsins neituðu
allar konurnar sök utan einnar
sem játaði að hafa rifið í hár kon-
unnar og að hafa sparkað einu
sinni í fótlegg hennar.
Saksóknari sagði að fórn-
arlambið í málinu hefði komið á
lögreglustöð nokkrum dögum eftir
árásina og kært fimm ungar konur
fyrir hana. Þær voru allar ákærðar
en eftir að tveimur vitnaskýrslum
var bætt við eftir þingfestingu
málsins var ákveðið að fella niður
málið á hendur einni þeirra.
Dæmdar fyrir árás á stúlku
Dæmdar í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða bætur
Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • www.fonix.is
Heimilistækjadagar20%
afslá
ttur
www.gjofsemgefur.is
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA