Morgunblaðið - 17.12.2014, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.12.2014, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Icelandair leitar að framkvæmdastjóra til að stýra framleiðslusviði félagsins (Senior Vice President Operations). Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs er ábyrgur gagnvart framkvæmdastjóra Icelandair (CEO) og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Framleiðslusvið er fjölmennasta svið Icelandair með um 1.100 starfsmenn. Starfssvið framleiðslusviðs er í megindráttum þríþætt:  Flugrekstur Icelandair (flight operations)  Viðhald flugvéla Icelandair (maintenance)  Ábyrgð á starfsemi flugafgreiðslu vegna flugrekstrar Icelandair (ground operations) Framkvæmdastjóri þarf að uppfylla öll skilyrði sem ábyrgðaraðili flugrekstrar (accountable manager). Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Icelandair á undanförnum árum og verða 23 flugvélar í leiðakerfi Icelandair sumarið 2015. STARFSSVIÐ: Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stjórnun, framþróun og daglegum rekstri framleiðslusviðs. Framkvæmdastjóri er ábyrgðaraðili flugrekstrar Icelandair gagnvart flugmálayfirvöldum. Stefnumótun Icelandair ásamt öðrum stjórnendum félagsins. HÆFNISKRÖFUR:  Háskólapróf í verkfræði / viðskiptafræði eða sambærileg menntun  Framhaldsmenntun er æskileg  Öflug rekstrar- og fjármálaþekking  Mikil reynsla af stjórnun er nauðsynleg  Reynsla af flugrekstri er mikilvæg  Frumkvæði, forystuhæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum  Þekking á reglugerðum sem snúa að tæknistjórn og rekstri flugvéla er kostur  Reynsla af stefnumótun og gæðastjórnun  Góð tungumálakunnátta Við leitum að kraftmiklum einstaklingi í mjög krefjandi starf í góðu starfsumhverfi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfileikum og vill vinna sem hluti af öflugri liðsheild í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi. Lögð er áhersla á vönduð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fyrirspurnum svarar: Svali H. Björgvinsson I sími 5050 300 I svali@icelandair.is + Umsóknir ásamt ferilskrá óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 30. desember 2014. FRAMKVÆMDASTJÓRI FRAMLEIÐSLUSVIÐS ICELANDAIR ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 72 11 4 12 /1 4 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það virðist vera samhljómur um að koma upp veitingahúsi uppi á Hakinu á barmi Almannagjár,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, for- maður Þingvallanefndar og þing- flokks- formaður Framsókn- arflokksins. Mikil hug- myndavinna hefur átt sér stað að und- anförnu vegna hugsanlegs veitingahúss á Þingvöllum. „Það er búið að finna þarna ágætis stað. Öll nánari útfærsla er þó eftir og þetta er bara á umræðustigi,“ seg- ir hún ennfremur. Hestagjáin nýtt betur Sigrún segir Þingvallanefndina hafa fundað með forsætisnefnd Al- þingis á Þingvöllum í vor og málið rætt þar. „Á grundvelli þeirrar hugmynda- vinnu var unnið að tillögum. Það er margt sem þarf að huga að, við vilj- um til að mynda ekki að þetta skyggi á útsýnið neðan af þinghelg- inni og svo framvegis, maður vill náttúrlega fara vel með þennan helga stað okkar,“ segir Sigrún. Nefndin fékk aðstoð arkitekta- stofunnar Gláma/Kím við hug- myndavinnu verkefnisins. „Verkið verður engu að síður boð- ið út, það er engin spurning. Einnig höfum við Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, kynnt málið fyrir forseta þings, skrifstofustjóra Alþingis sem og forsætisráðherra. Það er sam- hljómur á milli þessara aðila en auð- vitað er það Þingvallanefndar að vinna áfram að málinu,“ segir hún. „Þarna munu ef til vill koma til nýjar gönguleiðir, ný hringtenging og mögulega útsýnispallur út frá veitingahúsinu. Síðan verður hugs- anlega unnið að því að gera það kleift að ganga þaðan niður í Hesta- gjána. Með því móti myndi álagið eflaust dreifast eilítið um svæðið. Síðan verður kannski unnið að úti- svæði á Valhallarreitnum, þar yrði hægt að hafa ýmsar skemmtanir, fundi og annað,“ segir Sigrún en bætir því við að lokum að ekki sé ljóst hvenær verði mögulegt að ráð- ast í framkvæmdir. Veitingahús á barmi Almannagjár  Þingvallanefnd vinnur hugmyndavinnu að byggingu nýs veitingahúss á Hakinu á Þingvöllum  Nýjar gönguleiðir eru hugsanlegar auk þess sem Valhallarreiturinn verður mögulega nýttur Morgunblaðið/Ómar Eldsvoði Valhöll á Þingvöllum brann 10. júlí árið 2009 og hefur nýtt veitingahús oft borið á góma síðan þá. Sigrún Magnúsdóttir Hótel Valhöll var gistihús á Þingvöllum sem upphaflega var reist árið 1898 en við það var byggt í áranna rás allt þar til það brann til kaldra kola 10. júlí árið 2009. Engan sakaði í brun- anum en með húsinu brann fjöldi listaverka og annarra muna. Sigfús Eymundsson teiknaði hið upphaflega Hótel Valhöll og var það reist við Kastala. Í upp- hafi þriðja áratugar 20. aldar var byrjað að ræða um að færa hótelið. Árið 1930 var hótelið svo endurreist gegnt Þingvalla- kirkju og Þingvallabæ. Brunarústir Valhallar voru rifnar eftir eldsvoðann árið 2009 og hefur staðurinn legið undir grænni torfu allar götur síðan. Frá því bruninn varð hef- ur mönnum orðið tíðrætt um að reisa annað veitingahús, og jafnvel gistihús, á Þingvöllum og ýmsar hugmyndir skotið upp kollinum. Samhljómur virðist nú vera í Þingvallanefnd um hvað skuli reisa og hvar það skuli rísa. Stórbruni árið 2009 UPPHAFLEGA BYGGT 1898

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.