Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 16

Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Dýfa? Dýfðu þér í fjörið Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is Þrjár atrennur hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir mikið heitavatns- rennsli úr Vaðlaheiðargöngum, Eyjafjarðarmegin. Úr sprungunni sem opnaðist snemma á þessu ári renna nú 60 til 70 lítrar á sekúndu af 46 gráðu heitu vatni. Við bætist svo að úr berginu annars staðar í göng- unum og við stafninn innst inni í göngunum renna um 70 lítrar á sek- úndu og hitinn á því vatni er allt að 59 gráður. Í upphafi var rennslið úr sprungunni um 350 lítrar á sekúndu, þannig að náðst hefur að beisla um- talsvert magn með því að bergþétta með sérstakri efnablöndu. Sökum mikils hita og raka í göngunum var ákveðið að hætta borun Eyjafjarð- armegin og hefja í staðinn fram- kvæmdir í Fnjóskadal. Göngin Eyja- fjarðarmegin eru um 2.700 metrar að lengd, en Fnjóskadalsmegin er lengdin nú um 720 metrar. Alls er búið að sprengja rúmlega 47% af göngunum, sem verða 7.206 metra löng að vegskálum undanskildum. Byrjað Eyjafjarðarmegin aftur Valgeir Bergmann, framkvæmda- stjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir ekki fyrirhugað að þétta heitavatns- sprunguna frekar. „Vatninu verður veitt í stokk og er lagning röra þegar hafin. Hins vegar er ætlunin að þétta sprungur við stafninn með efnablöndu, vænt- anlega verður það gert fljótlega á nýju ári. Með því að veita vatninu í rörum út úr göngunum dregur væntanlega úr raka og lofthita. Þannig verða aðstæður starfsmanna til gangagerðar betri og ég geri mér vonir um að eftir tvo til þrjá mánuði verði hægt að vinna í göngunum Eyjafjarðarmegin á nýjan leik. Þótt ekki verði farið að bora strax, þá bíða ýmis verkefni, svo sem loka- styrking bergsins og annar nauðsyn- legur frágangur.“ Jólafrí Starfsmenn við gerð Vaðlaheiðar- ganga eru um fimmtíu, um helm- ingur frá ýmsum Evrópulöndum. Valgeir segir að á föstudaginn fari allir í langþráð jólafrí. „Þetta er fyrsta langa fríið á þessu ári, þannig að það er kærkomið. Þetta ár hefur á margan hátt verið nokkuð erfitt, sér- staklega vegna heita vatnsins. Mötu- neyti, svefnskálar og fleira eru í Eyjafirði og eftir að starfsemin var flutt yfir í Fnjóskadalinn getur verið erfitt að fara á milli staða, þar sem Víkurskarðið getur verið torfært eða jafnvel ófært. Í óveðrinu um helgina kom þetta óhagræði reyndar ber- lega í ljós. Við höfum því sannarlega glímt við frost og funa á árinu. Í lok vikunnar halda sem sagt allir starfs- menn í kærkomið jólafrí og vinna hefst á nýju ári þann 5. janúar,“ seg- ir Valgeir Bergmann. Heita vatnið leitt í stokk  Ekki fyrirhugað að þétta heitavatnssprunguna í Vaðlaheiðargöngum frekar  Gangamenn á leið í langþráð jólafrí  Búið að sprengja 47% ganganna Ljósmynd/Valgeir Bergmann Hiti og raki Vatn úr heitavatnssprungu í Vaðlaheiðargöngum leitt í stokk. Vonast er til að þannig verði komið í veg fyrir óbærilegan hita í göngunum. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á fundi sínum í gær að skora á ríkisstjórn Íslands að stækka griðasvæði hvala í Faxaflóa. Einn borgarfulltrúi kvaðst ekki styðja tillöguna og sagðist ekki telja að hvalaskoðun og hvalveiðar í Faxa- flóa sköruðust heldur hefðu báðar atvinnugreinar dafnað hlið við hlið. Sóley Tómasdóttir, borg- arfulltrúi Vinstri grænna, mælti fyrir tillögunni og sagði í ræðu sinni að talið væri að hvalaskoð- unarfyrirtæki hefði fengið 1,5-1,7 milljarða króna í miðasölu í fyrra. Til að tryggja áframhaldandi vöxt fyrirtækjanna þyrfti að stækka griðasvæðið í Faxaflóa. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki geta stutt tillöguna. Hann sagði þau gögn sem fylgdu tillögunni ófullnægjandi og hann vildi sjá hvaða svæði væri verið að tala um. Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, sagðist ætla að samþykkja tillöguna enda útilokaði hún ekki hvalveiðar í Faxaflóa og mikilvægt væri að báðar atvinnu- greinar fengju að blómstra. Halldór Halldórsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Sveinbjörgu og sagði að með áskoruninni til ríkisstjórn- arinnar væri ekki verið að útiloka hvalveiðar og það væri mikilvægt. Hvalaskoðun væri hins vegar að aukast og þyrfti aukið rými í Faxa- flóa. Því styddi hann tillöguna. Fór svo að tillagan var samþykkt með fjórtán samhljóða atkvæðum, en fimmtán borgarfulltrúar sitja í borgarstjórn. Vilja stærra griðasvæði Morgunblaðið/Ómar Hvalaskoðun Ferðamenn ganga um borð í hvalaskoðunarbát. Nýverið festi fasteignafélagið Smáragarður ehf. kaup á húsnæðinu Fiskislóð 3 í Reykjavík. Verslun Nettó er þar til húsa, en áður var þar Europris og síðar Iceland. Selj- andi er einkahlutafélagið F3, sem samkvæmt fyrirtækjaskrá rík- isskattstjóra leigir út atvinnu- húsnæði. Smáragarður er í eigu Norvik, sem áður átti m.a. Kaupás, móð- urfélag matvöruverslanakeðjanna Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns. Kaupás var selt Festi hf. fyrr á árinu og er því ekki lengur í eigu sömu að- ila og Smáragarður. Til stendur að loka verslun Nóatúns í JL-húsinu, sem er í grenndinni, fljótlega eftir áramót, en Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, segir engin áform um að Nóatún verði opnað í húsinu við Fiskislóð 3. „Nei, það stendur ekki til,“ segir Jón og segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort ný Nóa- túnsverslun verði yfirhöfuð opnuð í stað þeirrar sem verður lokað. Sigurður E. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Smáragarðs, segir engar breytingar fyrirhugaðar á út- leigu húsnæðisins á Fiskislóð. „Nettó er þarna með starfsemi sína og ég veit ekki til þess að það verði neinar breytingar þar á á næstunni,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Júlíus Fiskislóð 3 Þar er Nettó, en áður voru þar aðrir stór- og matvörumarkaðir. Keyptu Nettóhúsið  Smáragarður kaupir verslunarhús á Fiskislóð  Engin áform um Nóatún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.