Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 18

Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 k k fi p k y j g p C iarpacc o ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lamb m hindberja-vinaigrette og geitaosti Villibráðar-paté maumeð papriku kBruchetta með t v í r e y ðlahangikjöti, bal- samrau og piparrótarsósu etBruch með hráskinku, bal- sam gog m euðu Miðjarðarhaf- s g r æ n Krabba-salat k uf e r s o lkryddjurtum í b r a u ð b Bruchetta ðameð Mið jar hafs-tapende Risa- rækja jómspjóti með peppadew Silunga hrogn með japönsku majónesi sinnepsr osti á bruchettu Birkireykt-ur lax priá bruchettu með alioli, grillaðri pa og fetaosti Hörpuskeljar k sú, 3 smáar á spjóti m/kryddjurtaídýfu Fröns r Súkulaðikaka m/rjóma og ferskum berjum Vanillufylltar vatnsdeigsbollu ryakulaðiskeljar með jarðarberjum Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Te lamb á spjóti Risahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúpSími 511 8090 • www.yndisauki.is MöndluMix og KasjúKurl er ómissandi í ferðalagið. Útá salatið og við grillið í sumar. Hollt og gott frá Yndisauka. Fæst í: Hagkaupum, Heilsuhúsunum, Melabúðinni, Fjarðarkaup, Miðbúðinni, Kjöthöllinni, Hreyfingu, Garðheimum, Mosfellsbakaríi og Bakaríinu við brúna Akureyri. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Benedikta Br. Alexandersdóttir benedikta@mbl.is Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað almenningi á næstu dögum í fyrsta sinn í vetur. „Við stefnum á að opna á morgun, föstudag eða laugardag,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höf- uðborgarsvæðisins. Um verður að ræða hefðbundna opnun en ein- hverjar lyftur verða þó lokaðar. „Við byrjum á að opna að- alsvæðið í kringum Bláfjallaskála og svo kemur eitt af öðru.“ Skíða- unnendur geta átt von á að geta notað lyfturnar í Kónginum, Stóln- um, Töfrateppinu, Kaðlinum og byrjendalyftur til þess að renna sér í þessari fyrstu opnun vetr- arins. Auk þess verða lyfturnar á suðurhluta svæðisins margar opn- ar. Þótt snjónum hafi kyngt niður á svæðinu hefur ekki verið hægt að opna svæðið fyrr. „Það er talsverð vinna hafin við að ýta og koma snjónum á rétta staði og vonandi bætist við snjóinn núna svo hægt sé að opna brekkurnar.“ Gjald fyrir skíðagöngur Þeir sem hafa hugsað sér að nýta sér Bláfjöllin í vetur geta fjárfest í vetrarkorti skíðasvæð- anna sem gildir bæði í Bláfjöll og Skálafell, og á göngusvæðinu. Gjaldskráin hefur hækkað um 5,4% frá því í fyrra en vetrarkortin eru á sérstöku tilboði í desember. Auk þess hefur verið hafin sérstök gjaldtaka fyrir skíðagöngumenn. Magnús segir að gjaldtakan sé tek- in upp til að mæta kostnaði við þjónustuna sem veitt er. „Við erum að troða þarna göngubrautir og meðlimir skíðagöngufélagsins Ulls óskuðu í raun eftir því að greiða gjald fyrir þá þjónustu gegn því að komast á forgangslista fyrir ýmis önnur verkefni, líkt og bætta lýs- ingu eða snjógervinga,“ segir Magnús. Stefna að því að opna í Bláfjöllum um helgina Morgunblaðið/Kristinn Bláfjöll Skíðaunnendur geta tekið gleði sína þegar svæðið verður opnað.  Reyna að hafa flestar lyftur opnar  5,4% hækkun Samvera á aðventu fyrir syrgj- endur verður í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 18. desember kl. 20 og eru þau sem syrgja ástvini sína sérstaklega boðin velkomin. „Jólin og undirbúningur þeirra reynist mörgum syrgjendum erf- iður tími og á samverunni gefst tækifæri til að staldra við og taka sér tíma til að minnast þeirra sem ekki eru lengur meðal okkar og tendra ljós í minningu þeirra,“ segir í tilkynningu. Dagskráin er fjölbreytt. Agnes M. Sigurðardóttir biskup flytur hugvekju og Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Samveruna leiðir sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir en organisti er Hákon Leifsson. Sungnir verða jólasálmar og að lokum er minningarstund. Öll dag- skráin er túlkuð á táknmál. Eftir stundina verður boðið upp á veit- ingar. Þau sem standa að þessari sam- veru eru Hjúkrunarþjónustan Kar- ítas, Landspítalinn og þjóðkirkjan. Samvera syrgjenda í Grafarvogskirkju Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Samkomulag náðist um afgreiðslu mála og þinglok á Alþingi rétt eftir klukkan 10 í gærkvöldi. Mest púður fór í afgreiðslu þriðju umferðar fjár- laga og settar voru fram 30 breyting- artillögur á lokametrunum. Voru 20 þeirra voru samþykktar, en tíu felld- ar. Að því loknu var frumvarpið sam- þykkt með 36 atkvæðum en 24 þing- menn sátu hjá. Þrátt fyrir langa umræðu fengu sjónarmið stjórnarandstöðunnar lít- inn hljómgrunn. Gagnrýndi hún m.a. hækkun virðisaukaskatts á bækur og mat, auk þess sem þingmennirnir vöktu máls á skuldaniðurfellingunni sem þeir töldu betur varið í aðra þætti svo sem niðurgreiðslu skulda ríkis- sjóðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra talaði hins veg- ar um „endurreisnarfjárlög“, sem hann sagði að myndu renna stoðum undir hagvöxt. Eftir afgreiðslu fjárlaga steig Sig- mundur í pontu og lagði til að þing- fundi yrði frestað fram í janúar og var það samþykkt einróma. Um klukkan hálfellefu sleit Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, svo þingfundi. Þing hefst að nýju 20. janúar. Talaði í 12 klukkustundir Líkt og oft áður var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lengst í pontu á nýafstöðnu þingi en hann talaði alls í 711 mínútur eða í tæpar 12 klukkustundir. Næst á eftir honum kom Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem talaði alls í 541 mínútu eða rúmar níu klukkustundir. Þar á eftir var Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra sem talaði í 452 mín- útur eða rúma 7 og hálfa klukku- stund. Samþykktu þinglok  Steingrímur talaði mest  Fjárlögin í gegnum þingið Morgunblaðið/Kristinn Þinglok Þingmenn komnir í jólafrí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.