Morgunblaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 7990.- m2
Slípivél BD7500
kr. 21.745
25 mm belti
150 mm skífa
Ryksuga ha 200s
Verð 22.900
Sýgur og blæs.
Frábær í skúrinn eða
til að hafa með
í smærri verk.
Smávélar til jólagjafa
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
Slípivél osm 100,
kr. 41.800,-
Auðveldar þér verkin,
pússar þar sem þú átt
erfitt með að ná til.
Tenging fyrir ryksugu -
heilnæmara loft.
6 mismunandi kefli
fylgja með.
Tifsög deco-flex,
kr. 39.600
Tekur bæði blöð með
takka og án.
Barki fyrir bora
o.þ.h. fylgir.
Loftpressa HC 16W
kr. 19.600
160 l/mín
8 bör
Fræsari hf 50
kr. 61.500
Borð 610x360 mm
Stiglaus hraði
8000-24000 sn/mín
1500 W
!
"
"##
!$
#
%#
""
%!!
$!$%
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"$
"$
"$
$!
#%
%
"$!
%"
$#
!
"
"#
!"
$
%
"$#
%"
$!$
"!%
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Olíuverð hélt áfram að lækka í gær
og fór verðið á Brent-hráolíu undir
60 Bandaríkjadali á tunnuna. Hefur
verðið ekki verið lægra síðan um
mitt árið 2009.
Í greiningu Íslandsbanka er bent
á að margir sérfræðingar telji að
verðið muni haldast í kringum 60 dali
á tunnuna. Ekki sé þó útilokað að
verðið lækki enn frekar, náist ekki
samstaða á meðal OPEC-ríkjanna
um að draga úr framleiðslu.
Verðlækkanir á innfluttri hrávöru
hafa sambærileg áhrif á hagkerfið og
skattalækkanir sem getur orðið til
að auka einkaneyslu. Greinendur
bankans segja að erfitt sé spá fyrir
um hver áhrifin verði hérlendis. Þeir
benda á að lækkað verðlag til neyt-
enda verði aldrei jafn mikið í pró-
sentutölum og nemur verðlækkun á
hráolíu á heimsmarkaði. Þannig sé
ávallt krónutöluskattur á eldsneyti
og einnig þurfa olíufélögin að standa
undir tilteknum föstum kostnaði sem
breytist ekki þó olíuverð lækki.
Þrátt fyrir það megi leiða líkur að
því að enn sé töluvert svigrúm til
lækkunar á eldsneytisverði á Íslandi.
Fram kemur í greiningu Íslands-
banka að lágt olíuverð muni hafa
nokkur áhrif á afkomu ferðaþjónust-
unnar, sem er mikilvægasta gjald-
eyrisskapandi atvinnugrein þjóðar-
búsins. „Í fyrsta lagi má búast við því
að verð á flugi lækki þar sem dragi
úr sérstöku eldsneytisgjaldi. Í annan
stað þá getur eldsneytisverð haft
áhrif á mat félaga á arðsemi ein-
stakra flugleiða. Með öðrum orðum
má segja að hugsanlega verði ein-
hverjar flugleiðir héðan og hingað
arðsamar sem voru það ekki áður
með tilheyrandi áhrifum á ferða-
mannafjölda.“
Lágt olíuverð mun jafnframt hafa
jákvæð áhrif á ýmis afþreyingarfyr-
irtæki í ferðaþjónustu, svo sem
jeppa- og vélsleðaferðir, þar sem
eldsneytiskostnaður er einn helsti
kostnaðarliður þeirra.
„Töluvert svigrúm“ til lækkunar
Greining Íslandsbanka segir enn svigrúm til lækkunar á
eldsneytisverði hérlendis Jákvæð áhrif á ferðaþjónustu
Morgunblaðið/Kristinn
Eldsneyti Verð á Brent-hráolíu hélt áfram að lækka á mörkuðum í gær. Fór
verðið undir 60 dali á tunnuna og hefur ekki verið lægra síðan árið 2009.
Embætti Ríkisskattstjóra hyggst
birta leiðbeiningar um meðhöndlun
virðisaukaskatts á upplýsingatækni-
þjónustu fyrir fjármálafyrirtæki. Al-
mar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins (SI), segir
þessi fyrirheit marka kaflaskil í ára-
langri baráttu SI og Samtaka upp-
lýsingatæknifyrirtækja (SUT) fyrir
auknu jafnræði á upplýsingatækni-
markaði og að leiðbeiningarnar muni
leiða til skýrara samkeppnisum-
hverfis upplýsingatæknifyrirtækja.
Almar segir leiðbeiningarnar frá
Ríkisskattstjóra afar jákvætt skref
og tilkoma þeirra feli í sér mikinn
sigur fyrir þau fyrirtæki sem starfi á
þessu sviði.
,,Við fögnum því að skattayfirvöld
ætli að skera úr um þetta með al-
mennum hætti. Þá geta allir setið við
sama borð hvað varðar skattlagn-
ingu á sölu upplýsingatækniþjónustu
til fjármálafyrirtækja og þannig
keppt á jafnréttisgrundvelli.“
Aðspurður kveðst hann fagna því
að skorið sé úr réttaróvissu um
skattlagninguna, þó svo að hann
hefði viljað að það gerðist fyrr.
,,Við viljum í framhaldinu sjá í
auknum mæli útboð banka á þessari
þjónustu, eins og raunar er áskilið í
sátt Samkeppniseftirlitins og eig-
enda Reiknistofu bankanna.“
Vísar hann þar til þeirra skilyrða
sem Samkeppniseftirlitið setti bönk-
unum árið 2012 í tengslum við kaup
Reiknistofu bankanna á upplýsinga-
tæknifyrirtækinu Teris. Var þeim
gert skylt að framkvæma ávallt út-
boð eða verðkönnun og að skilgreina
strax í upphafi hvernig meðferð virð-
isaukaskatts af þjónustunni skuli
háttað, óháð því hver verkseljandinn
er.
brynja@mbl.is
RSK sker úr um
skattlagningu
Markar þáttaskil að mati SI
SI Almar Guðmundsson vill sjá fleiri
útboð á þjónustunni í framhaldinu.
● Heildarafli íslenskra fiskiskipa jókst
um 10,8% í nóvember frá sama tíma
fyrir ári. Var heildaraflinn 88 þúsund
tonn. Yfir tólf mánaða tímabil nemur
heildaraflinn um 1.078 þúsund tonnum
og hefur dregist saman um 20,6% frá
fyrra tímabili. Magnvísitala á föstu verð-
lagi hefur lækkað um 3,4% á milli ára.
Aflinn jókst um 10,8%