Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 23

Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Gengi rúblunnar lækkaði enn í gær þótt seðlabanki Rússlands hefði hækkað vexti sína úr 10,5% í 17% til að reyna að styrkja gjaldmiðilinn. Gengi rúblunnar hefur lækkað um rúm 50% gagnvart dollarnum það sem af er árinu, fyrst og fremst vegna lækkandi olíuverðs, en einnig vegna refsiaðgerða Vesturlanda sem hafa grafið undan trausti á rúblunni og orðið til þess að margir Rússar hafa keypt dollara til að ávaxta sparifé sitt. Seðlabankinn tilkynnti vaxta- hækkunina eftir að rúblan lækkaði um 9,5% í fyrradag og hún hafði aldrei áður lækkað svo mikið á ein- um degi frá fjármálakreppunni í árið 1998. Seðlabankinn varaði einnig við því að lágt olíuverð gæti orðið til þess að efnahagur Rússlands dræg- ist saman um tæp 5% á næsta ári. Gæti veikt Pútín Efnahagsvandinn er talinn geta veikt stöðu Vladímírs Pútíns forseta sem hefur notið mikillar lýðhylli, einkum vegna efnahagslegs stöðug- leika og batnandi lífskjara á valda- tíma hans. Verð á hráolíu hefur lækkað um tæpan helming á hálfu ári og verð- lækkunin hefur gríðarleg áhrif á efnahag Rússlands vegna þess að helmingur af tekjum ríkisins kemur frá olíu- og gasvinnslu. Um tveir þriðju af útflutningstekjum Rússa koma frá sölu á olíu og jarðgasi. Seðlabankinn sagði að vaxta- hækkunin væri nauðsynleg til að stemma stigu við vaxandi verðbólgu í landinu, auk þess sem hún væri til þess fallin að fá Rússa til að selja gjaldeyri og ávaxta féð í rússneskum bönkum. Verðbólgan hefur mælst um það bil 9% í ár og talið er að hún verði 11,5% í byrjun næsta árs. Seðlabankinn tekur þó einnig áhættu því háir vextir hamla hag- vexti og vaxtahækkunin kemur á mjög slæmum tíma núna þegar Rússar standa frammi fyrir efna- hagslægð. Vextir rússneska seðlabankans voru 5,5% í byrjun ársins og þrátt fyrir sjö vaxtahækkanir á árinu hafði gengi rúblunnar lækkað um 49% gagnvart dollarnum áður en vaxtahækkunin var tilkynnt í gær. Rúblan hefur jafnvel veikst meira en hrinjan, gjaldmiðill Úkraínu, sem hefur lækkað um 48% gagnvart dollarnum vegna átakanna í aust- anverðu landinu. Rúblan veiktist enn þrátt fyrir mikla vaxtahækkun  Seðlabanki Rússa spáir 5% efnahagssamdrætti á næsta ári vegna lágs olíuverðs Heimild: Seðlabanki Rússlands Vaxtahækkun seðlabanka Rússlands 5,50 Bankinn hækkaði vexti sína í gær til að reyna að styrkja rúbluna Prósent 7,0 3. mars 7,5 28. apríl 8,0 28. júlí 9,5 5. nóv. 10,5 12. des. 17,0 16. des. 3. febr. „Rúblan er í frjálsu falli vegna óttaþáttarins,“ segir Chris Weafer, ráðgjafi í rússneskum efnahagsmálum. Hann segir að gengisfall rúblunnar stafi fyrst og fremst af því að fjárfestar óttist að gjaldmiðillinn og efna- hagurinn haldi áfram að veikj- ast og stjórnvöld í Moskvu verði að finna leið til að endurheimta traust þeirra. Boris Titov, umboðsmaður rússneskra athafnamanna, sagði að það væri út í hött að bjarga rúblunni á kostnað alls efnahagslífsins. „Í stefnuræðu sinni talaði Pútín forseti um þörfina á uppbyggingu í at- vinnulífinu, nýrri tækni, fjár- festingum og aukinni fram- leiðslu til að draga úr inn- flutningi, en með ákvörð- uninni vinnur seðlabankinn gegn þessu öllu.“ Í frjálsu falli vegna ótta UMDEILD VAXTAHÆKKUN Vladímír Pútín Aðdáendur Star Trek-þáttanna hafa ábyggilega oft óskað sér að til væri allsherjartúlkunarvél sem þýðir tal- að mál jafnóðum eins og sú sem birt- ist í þáttunum. Nú hefur Microsoft gefið út vísi að slíkri vél fyrir Skype- forritið sem á að túlka á milli ensku og spænsku um leið og fólk talar. Forritið var fyrst kynnt í maí en nú er hægt að nálgast sýnishorn af því fyrir Windows 8.1-stýrikerfið. Það nefnist Skype Translator og á að geta túlkað á milli ensku og spænsku á mæltu máli og fjörutíu annarra mála á textaformi. Microsoft vonast til þess að for- ritið geti brotið niður tungumála- múra. Nákvæmni þess sé þó lykil- atriði ef menn ætli að reiða sig á það til að tala önnur tungumál. Þá hjálp- ar að forritið er þeim kosti gætt að verða nákvæmara eftir því sem það er notað meira. „Skype Translator notast við gervigreind sem þýðir að því meira sem tæknin er notuð, því snjallari verður hún. Við byrjum á ensku og spænsku og eftir því sem fleiri nota sýnishornið af forritinu með þessum tungumálum, því betra verður það,“ segir Gurdeep Pall, varaforseti Skype og Lync hjá Microsoft. kjartan@mbl.is SKYPE-FORRITIÐ AFP Túlkunarvél Skype Translator á að geta túlkað milli ensku og spænsku. Vísir að vél sem túlkar talað mál Gaurar sem sjá til þess að ekki sjóði upp úr. 2 í pakka, hvítur og rauður aðeins kr. 1.790 Lid Sid (Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Sumo eggjabikar 2 í pakkan Kr. 1.950 Karoto gulrótaryddar Til skreytinga - Kr. 1.690 Pönduklukka me› pendúl Mörg dýr, kafbátur, þyrla, robot o.fl. form Kr. 7.490 Salt og pipar uglur - Kr. 1.230 Söngelska eggi› Spilar tónlist og tryggir að þú fáir eggið þitt soðið eins og þú vilt hafa það - Kr. 5.500,- Mjólkurkanna Mjólkurkanna með spenum Kr. 3.400 Kr. 3.900 Lasso flöskustandur Linsukrús Kaffikrús sem lítur út eins og linsa Kr. 2.190 Salatáhöld Jumpin Jack‘s - 4 litir - Kr. 2.900 skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is Ugla og Kisa Bókastoðir Kr. 3.600 settið (2 stk.) Hágæða heyrnatól Tvær gerðir. margir litir. Verð frá kr. 9.700,- Urbanears Mr. tea tesía Kr. 1.790 Clip on Led Öflugt lesljós fyrir gleraugu Kr. 1.790

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.