Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Jón Þór Ólafs-son, þing-maður Pí-
rata, hefur lagt
fram athyglisverða
lagabreytingu og
þingsályktunar-
tillögu í því skyni að leggja af
opinbera birtingu og framlagn-
ingu álagningar- og skattskráa
landsmanna í þeirri mynd sem
nú er. Samkvæmt tillögu Jóns
Þórs er engu að síður lagt til að
landsmönnum verði tryggður
aðgangur að upplýsingum um
álagningu og skattgreiðslur, en
að þær upplýsingar verði ekki
persónugreinanlegar.
Í greinargerð þingsályktun-
artillögunnar segir að í þessu
takist á tvö grunngildi, „annars
vegar réttur landsmanna til
upplýsinga er varðar sam-
félagið og hins vegar réttur
hvers og eins landsmanns til
friðhelgi einkalífs. Telja verður
að birting álagningar- og skatt-
skráa samkvæmt ákvæðum
gildandi laga brjóti gegn rétti
einstaklinga til friðhelgi einka-
lífs, enda eru fjárhagsmálefni
einstaklinga meðal viðkvæm-
ustu persónuupplýsinga í nú-
tímasamfélagi sem eðlilegt og
sanngjarnt er að fari leynt“.
Þá er bent á að frumvarp um
að hætta opinberri birtingu úr
álagningar- og skattskrá hafi
áður verið lagt fram, en það var
fyrir um áratug og var fyrsti
flutningsmaður
þess Sigurður Kári
Kristjánsson. Aðrir
flutningsmenn
voru meðal annarra
Birgir Ármanns-
son, Guðlaugur Þór
Þórðarson og Pétur H. Blöndal,
sem enn eiga sæti á þingi. Jón
Þór segir að í umræðum þá hafi
komið fram áhyggjur af því að
með því að hætta opinberri
birtingu hefði fólk ekki nægar
upplýsingar til að meta ójöfnuð
í samfélaginu, launamun
kynjanna og fleira. Með því að
birta álagninguna en hafa hana
ópersónugreinanlega sé komið
til móts við þau sjónarmið.
Ennfremur er nefnt í grein-
argerð að þegar ákvæði um op-
inbera birtingu álagning-
arskrár hafi fyrst verið sett í
lög hafi skattaeftirlit hins op-
inbera verið mjög fátæklegt og
ekki til stofnanir til að sinna
skattaeftirliti og rannsóknum.
Þess vegna hafi hinum almenna
borgara verið falið að hafa eft-
irlit með samborgurum sínum,
en það fyrirkomulag sé nú
óþarft og stangist að auki á við
stjórnarskrárvarin réttindi um
að ekki megi takmarka frið-
helgi einkalífs nema brýna
nauðsyn beri til vegna réttinda
annarra.
Full ástæða er fyrir þingið að
stíga nú það skref sem þarna er
lagt til.
Tímabært er að
hætta þeim ósið að
birta upplýsingar úr
álagningarskrám}
Fjárhagsmálefni ein-
staklinga njóti verndar
Nokkursstjórnmála-
legs titrings gætti
í Bandaríkjunum
þegar þar var birt
skýrsla meirihluta
nefndar Öldunga-
deildarinnar um pyntingar
sem beitt hefði verið við yfir-
heyrslur yfir grunuðum
hryðjuverkamönnum. Þeir
sem vörðu CIA, leyniþjónustu
Bandaríkjanna, vísuðu til
andrúmsloftsins sem ríkti eft-
ir árásina á Tvíburaturnana
og á Pentagon. En einnig til
grimmdar andstæðinganna,
sem engar leikreglur virða.
Þrátt fyrir slík rök hefur
leyniþjónustan í verki viður-
kennt að farið hafi verið langt
yfir mörk með því að hætta
sjálf hinum „hertu yfir-
heyrsluaðferðum“ árið 2007
og formlega með ákvörðun
Obama forseta 2009.
En ólíklegt er að óvinurinn,
hvort sem hann birtist í gervi
al-Kaída, talibana eða Ríkis
íslams, muni breyta sínum
baráttuaðferðum. Í gær
frömdu talibanar með sterk
tengsl við al-
Kaída voðaverk í
Pakistan. Þeir
myrtu 141
óbreyttan borgara
og þar af 132
börn. Börnin voru
ekki myrt af slysni, þar sem
þau voru of nærri meintum
skotmörkum. Þau voru skot-
mörkin. Grimmdin var tak-
markalaus.
Réttlætingin var annars
vegar sú, að verið væri að
hefna árása yfirvalda í Pak-
istan á talibana. En hins veg-
ar sú, að börnin í skólanum
kæmu frá fjölskyldum sem til-
heyrðu eða tengdust pakist-
anska hernum. Herlið Banda-
ríkjanna og bandamanna
verður senn allt á burt frá
Afganistan, ef frá eru taldir
um 10 þúsund hermenn
Bandaríkjanna, sem ætlað er
að vera áfram í nokkur miss-
eri og þjálfa innlendar her-
sveitir. Þær munu ekki tefja
sem neinu nemur að talibanar
leggi landið undir sig á ný,
með öllum þeim hryllingi sem
því mun fylgja.
Morðárásirnar á
skólabörnin eru
forleikur þess
sem koma skal}
Hrikalegar horfur
Þ
eir sem gerast heitfengir mjög þeg-
ar rætt er um aðgerðir til að draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda
hafa lengi reynt að þræta fyrir að
jörðin sé að hlýna. Eftir því sem
frekari rannsóknir hrúgast inn hafa þeir þó
(flestir) horfið frá þeirri iðju. Þess í stað hafa
þeir beint efasemdum sínum að því að hversu
miklu leyti megi rekja hlýnunina til meira
magns gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum.
Sumir mismálsmetandi aðilar, jafnvel hér á
þessum sömu síðum, reyna meðal annars að sá
fræjum efans með því að stilla málum þannig
upp að tveir andstæðir en jafngildir pólar (sem
bráðna þá líklega ekki) séu á því hvort að kenn-
ingin um loftslagsbreytingar af völdum losunar
manna á gróðurhúsalofttegundum eigi við rök
að styðjast. Engu að síður er það þó svo að 97%
vísindamanna telja þá kenningu trausta.
Við og við reyna menn svo að grugga vatnið með hálf-
kveðnum vísum og endurtekningum á gömlum bábiljum.
Þannig fá efasemdamenn hugarfró í að tala um „hlé“ á
hlýnun jarðar þótt meðalhiti rísi og höfin hlýni sífellt. For-
sætisráðherra tók þátt í þessu tali í haust þegar hann
skaut inn í ræðu á norðurslóðafundi að hafísinn á Norð-
urskautinu væri raunar að vaxa aftur eftir mikla bráðnun.
Hann hefur líklega gleymt að taka fram að sá vöxtur mið-
ast við nær fordæmalaust hrunár í hafísnum.
Þegar sérstaklega vel liggur á efasemdamönnum vísa
þeir kankvísir til kaldviðris eins og nú er yfir landinu sem
sönnun þess hve mikil vitleysa meint hlýnun jarðar sé. Á
svipaðan hátt gætu þeir fært rök fyrir því að
hungri hafi verið útrýmt úr heiminum því þeir
hafi verið að borða.
Vísindin eru ekki óbrigðul og kenningar vís-
indamanna eru yfirleitt einhverri óvissu háð-
ar. Eftir því sem menn rannsaka hlutina nán-
ar taka þær því breytingum en alltaf í
samræmi við bestu upplýsingar sem fáanlegar
eru hverju sinni. Þetta er einmitt helsti styrk-
ur vísindanna, að kenningarnar taka mið af
raunveruleikanum en ekki öfugt.
Efasemdamenn vilja hins vegar taka þess-
ari vísindalegu óvissu sem svo að þeirra eigin
brjóstvit sé jafngott til að draga ályktanir um
flókið kerfi eins og loftslag heillar reikistjörnu
og rannsóknir fjölda vísindamanna með ólík
sérsvið. Það væri næstum því aðdáunarverð
trú á eigin hyggjuviti ef ekki væri fyrir mögu-
legar afleiðingar þeirra áhrifa sem sumir þessara efa-
semdamanna geta haft í krafti stöðu sinnar.
Ekki dugar að beita viðkvæði Galíleó á þá, yppa öxlum
og segja „hún hlýnar nú samt“. Miðað við bestu upplýs-
ingar sem liggja fyrir þarf að grípa skjótt til aðgerða í
loftslagsmálum til að ekki fari illa. Hvers kyns aðgerðir til
að draga úr losun eru hins vegar þyrnir í augum þessara
manna. Þeir fyllast þórðargleði yfir fréttum af því að lofts-
lagsþing Sameinuðu þjóðanna í Perú hafi ekki skilað þeim
árangri sem vísindamenn segja að verði að nást til að forða
verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Það minnir á fleyg
orð úr kvikmyndunum um Leðurblökumanninn: „Sumir
menn vilja bara horfa á heiminn brenna.“ kjartan@mbl.is
Kjartan
Kjartansson
Pistill
Sumir vilja sjá heiminn brenna
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Sameinuðu þjóðirnar hafa núhaldið alls 20 ráðstefnur umráðstafanir gegn loftslags-breytingum, þeirri síðustu
lauk á sunnudagsmorgun í Líma í
Perú. Árangurinn var að mati flestra
afar takmarkaður. Aðrir segja á
hinn bóginn að miklu skipti að menn
hafi ekki rokið burt í fússi. Enn sé
von um að á næstu ráðstefnu sem
verður í lok 2015 í París takist loks
að semja um bindandi loforð allra
ríkja heims um að draga úr losun
lofttegunda sem taldar eru valda
hlýnun andrúmsloftsins.
Að þessu sinni tókst að fá þró-
unarríkin til að samþykkja að þau
bæru að hluta til ábyrgð á hlýnun
andrúmsloftsins vegna vaxandi
mengunar frá þessum löndum sem
eru óðum að iðnvæðast. „Eldvegg-
urinn“ milli auðugra ríkja og fá-
tækra er því fallinn. Þá er búið að
auka líkur á samkomulagi, versn-
andi efnahagur og mikil skuldasöfn-
un margra ríkra þjóða hefur minnk-
að áhuga ráðamanna þeirra á að
standa fyrir auknum útgjöldum sem
aðeins hluti ríkja heims tæki þátt í.
Tvennt hefur einkum valdið
ágreiningi í Líma, að sögn breska
blaðsins Guardian. Annars vegar er
það þessi deila um það hvernig
skipta skuli fjárhagslegu byrðunum
af umdeildum ráðstöfunum gegn
loftslagsbreytingum. Þá er aðallega
átt við kröfurnar um að menn noti
minna af jarðefnaeldsneyti, kolum
og olíu.
Þróunarríkin segja að þau ríku
hafi um langt skeið dælt út koldíox-
íði og öðrum gróðurhúsaloftteg-
undum. Þær eigi því að borga meira
en aðrar. Og Kínverjar hafa lengi
heimtað að magnið sem losað er
verði metið í tengslum við íbúafjölda
hvers lands, nokkuð sem myndi að
sjálfsögðu gera þeirra hlut betri en
ella. En þeir féllu nýlega frá þessari
stefnu á fundi með Bandaríkjamönn-
um og jók það væntingar um árang-
ur á fundinum í Perú.
Annar þröskuldur er að illa
gengur að ná samkomulagi um sam-
ræmdar mæliaðferðir þegar metið
er hve mikið er losað í hverju landi.
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í um-
hverfisráðuneytinu, sem sat ráð-
stefnuna í Perú, segir að menn vilji
tryggja að ekki sé verið að bera sam-
an „epli og appelsínur“, að tölur séu
sambærilegar. Hann hefur nú alls
setið 10 loftslagsráðstefnur og segir
að í viðræðunum sé tekist hart á um
mikla hagsmuni og þeir séu flóknir,
hvert ríki hafi sína sérstöðu.
Geta lagt fram upplýsingar
„Í þetta sinn var farin sú leið að
setja ekki fram kröfur um bindandi
kröfur um samdrátt í losun en ríkin
geta lagt fram upplýsingar á næsta
ári um það hvað þau hyggist gera,“
segir Hugi. Þegar hafi náðst sam-
komulag um að lagðir verði 10 millj-
arðar dollara í svonefndan Grænan
loftslagssjóð til að aðstoða þróun-
arríki í baráttunni gegn hlýnun og
laga sig að breyttum aðstæðum.
Rætt hafi verið um að bæði ríki og
einkafyrirtæki myndu koma að fjár-
mögnun aðgerðanna.
Einnig sé ljóst að fjölmargt geti
talist vera liður í þeim, m.a. hvers
kyns ráðstafanir til að hjálpa
þjóðum að laga sig að þurrk-
um sem geti stafað af losun
koldíoxíðs en einnig af nátt-
úrulegum orsökum. Ís-
lensk stjórnvöld hafa heit-
ið að leggja fram
skerf í sjóðinn en
eiga þó eftir að
ákveða hann nánar,
segir Hugi Ólafs-
son.
Snúið að samræma
koldíoxíðmælingar
Morgunblaðið/RAX
Endurheimt Draga má úr losun gróðurhúsalofttegunda með ýmsum hætti,
t.d. endurheimta votlendi, fylla upp í skurði sem grafnir voru á síðustu öld.
Fulltrúar Kína og annarra þró-
unarríkja (sumra eins og Singa-
púr mjög efnaðra) komu í veg
fyrir að samþykktar yrðu í Líma
skýrar og strangar reglur um að
hvert ríki sendi frá sér áreiðan-
legar upplýsingar um losun
gróðurhúsalofttegunda og að-
gerðir gegn henni. Í staðinn
verður því í reynd um að ræða
reglur sem ríkin ákveða sjálf,
reglur sem hægt verður að
sneiða hjá.
Oft er beitt þeirri aðferð í al-
þjóðasamskiptum að hafa orða-
lag yfirlýsinga mjög loðið til að
hægt sé að ná fram málamiðlun
sem hver túlkar eftir eigin
höfði. Reifaðar hafa verið til-
lögur um að ríku löndin leggi
fram 100 milljarða dollara
árlega fyrir 2020 til aðstoðar
þróunarríkjum vegna
hlýnunar. En tillög-
urnar eru þoku-
kenndar og óljóst
hvað úr verður.
Hver á að
borga?
DÝRAR RÁÐSTAFANIR
Hugi
Ólafsson