Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 26

Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Maraþonatkvæða- greiðsla um fjárlög og nýtt Íslandsmet for- seta Alþingis voru ný- lega í fréttum. Hún stóð í sex klukku- stundir og stýrði þingforseti löggjaf- arsamkundunni í einni lotu. Skurðlæknar standa oft í löngum aðgerðum. Ekki ósjaldan klukkustundum saman. Í dagvinnu eru laun slíkra lækna 595 þúsund krónur á mánuði eftir 14 ára starf hjá ríkinu sem er hæsti launaflokkur sérfræðilækna. Þingfararkaup alþingismanna er 651.466. Þeir fá það strax þegar þeir taka sæti á Alþingi. Byrj- unargrunnlaun læknis með lækn- ingaleyfi er 370 þúsund. Læknar eru dagvinnulaunamenn og taka nætur- og helgarvaktir þess utan. Nætur- og helgarvaktakaup skurð- læknis á Landspítala með 10 ára sérhæfingu í flóknustu skurð- aðgerðum kviðarhols þar sem glímt er við illkynja mein og aðra alvar- lega fylgikvilla þeirra er 3.193 krónur í næturvinnu. Á þessu tímakaupi þarf hann að vera viðbúinn með skömmum fyr- irvara að grípa inn í og meðhöndla alvarlega fylgikvilla illkynja meina og annarra sjúkdóma eða áverka eftir slys og árásir. Hann sinnir ekki öðru á þeim tíma en að vera bundinn á vakt og í viðbragðs- stöðu. Skuldbindingin algjör. Til að ná meðallaunum lækna sem fjár- málaráðherra hefur kynnt Alþingi en lét líða hjá að skýra frá þarf slíkur sérfræðilæknir að vera allt að 10 daga á vakt eða þriðja hvern dag mánaðarins. Dæmi um slíkt vakta- fyrirkomulag eru tvær helgar og fjórar aðrar nætur í mánuði. Til viðbótar hefðbundinni dagvinnu frá átta til fjögur. Full dagvinna auk nætur- og helgar- vinnu. Ekkert frí dag- inn eftir næturvakt. Venjubundin vinna þá eins og aðra daga oft á tíðum vegna manneklu. Reikningsdæmið er einfalt. Það þarf gífurlega mikla vinnu til að ná slíkum meðal- launum. Með álagi og á kostnað fjölskyldu, hvíldar og frítíma. Þetta er ein birtingarmynd læknaskorts sem læknasamtökin hafa ítrekað verið að benda á. Í erfiðum lækn- isaðgerðum er krafist mikillar færni og áralangrar þjálfunar. Flóknasta meðferðin er veitt á Landspítalanum og oft þurfa læknar að sinna sjúklingum sínum lengur en sex tíma samfleytt án þess að það teljist fréttnæmt. Óhóflegt vinnu- og vaktaálag lækna er vandamál sem samtök þeirra vilja stemma stigu við. Út á það ganga kröfur lækna þessa dag- ana. Það næst aðeins með leiðrétt- ingu á grunnlaunum og fjölgun starfandi lækna til að dreifa byrð- inni. Þrjú prósent launahækkun dugar ekki til. Sérfræðilæknir á vökudeild nýbura fær 4.659 á tím- ann í næturvinnu. Hann þarf alltaf að vera tiltækur með skömmum fyrirvara. Fæðingarlæknir þarf alltaf að vera á staðnum og er á svipuðum taxta. Hvort tveggja störf sem krefjast mikillar þjálf- unar og aga í vinnubrögðum. Út- hvíldra og einbeittra lækna en ekki þjakaðra af langvarandi vakta- þreytu. Sér einhver fyrir sér að íslensk flugfélög kæmust upp með að borga flugmönnum sínum í nætur- flugi að utan 3.000 kr. á tímann eftir að þeir hafa verið í flugi allan daginn á undan? Hvað með flug- öryggi? Gilda aðrar reglur um ör- yggi sjúklinga? Lætur einhver sér detta í hug að lögmenn tækju í mál að sinna útkalli um miðja nótt fyrir 1.620 krónur á tímann eins og þekkist í launataxta sérfræðilækna á vakt? Að forystumenn atvinnu- lífsins hefðu úthald til slíkrar vinnu fyrir þessi laun – tíu nætur í mán- uði ofan á fulla dagvinnu og aðra hverja helgi. Allt árið um kring. Læknar eru ekki að berjast fyrir heimildum til að vinna meira. Sum- ir virðast halda að þeir geti bara hellt sér út í meiri vinnu til að hífa upp lág grunnlaun. Á því hafa læknar fengið sig fullsadda. Hvers virði telur samfélagið að hafa til staðar lækna sem geta bjargað alvarlega slösuðum eða fársjúkum? Brugðist við neyð ný- fæddra barna og mæðra þeirra? Veitt einstaklingum með ólæknandi sjúkdóma líkn í erfiðum veikindum hvenær sem er sólarhringsins? Læknar spyrja með aðgerðum sín- um hvers virði störf þeirra eru. Læknar eru nú í sínu fyrsta verk- falli eins og alþjóð veit. Fjár- málaráðherra reynir að drepa mál- inu á dreif á þingi og villa um fyrir þjóðinni með því að halda því fram að læknar starfandi sem launþegar á heilbrigðisstofnunum ríkisins séu með kröfur sem ganga langt fram úr launaþróun annarra aðila vinnu- markaðarins á undanförnum árum. Hið rétta er að laun þessara lækna hafa setið eftir. Um það verður ekki deilt. Það sést berlega ef skoðuð er launavísitala opinberra starfsmanna frá 2007 og borin saman við þróun heildarlauna á kjarasamningi Læknafélags Ís- lands. Þar hefur bilið aftur verið að breikka. Þá má minnast að um sl. áramót höfðu laun stjórnenda og millistjórnenda fyrirtækja og banka hækkað um rúm 40% á einu ári. Meginþorri lækna, sem þiggur laun sín frá ríkinu og helgar sig störfum á sjúkrahúsum og heilsu- gæslu, er ekki hálfdrættingur í launum miðað við þennan hóp. Læknar hafa unnið störf sín í kyrrþey. Bitið á jaxlinn og látið kjaraskerðingu undanfarinna ára yfir sig ganga. Síðbúið eru þeir að fara fram á kjarabætur í von um að slíkt megi snúa við yfirvofandi læknaskorti og hnignun meg- instoðar velferðar. Til þess þarf meira en smáskammtalækningar og límbandahagfræði. Verður vilji afgerandi meirihluta þjóðarinnar virtur? Hvað gera þingmenn? Hvað gera þingmenn? Eftir Reyni Arngrímsson » Laun lækna hafa ekki haldið í við al- menna launaþróun. Nú eru þeir að fara fram á kjarabætur í von um að slíkt megi snúa við yf- irvofandi læknaskorti. Reynir Arngrímsson Höfundur er varaformaður Læknafélags Reykjavíkur. Samanburður á launaþróun opinberra starfsmanna og lækna mars 2007 – júní 2014 Opinberir starfsm. Læknafélagið ma r. 2 00 7 ma r. 2 01 1 ma r. 2 00 9 ma r. 2 01 3 ma r. 2 00 8 ma r. 2 01 2 ma r. 2 01 0 ma r. 2 01 4 jún . 2 01 4 160 150 140 130 120 110 100 Jólatúlípanar komnir í blómaverslanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.