Morgunblaðið - 17.12.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
✝ Magnús Þór-steinn Sigfús-
son fæddist 10. des-
ember 1933 í
Hvammi í Þist-
ilfirði. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 7. des-
ember 2014.
Foreldrar hans
voru Margrét Jens-
ína Magnúsdóttir, f.
1904, d. 1979, og
Sigfús Aðalsteinsson, f. 1902, d.
1971. Magnús var sjötti í röðinni
af 14 systkinum. Þau eru: Sig-
urbjörg Runólfsdóttir, f. 1921, d.
1995, sammæðra, Aðalsteinn
Jón, f. 1926, d. 1936, Jóhanna, f.
1928, Haraldur, f. 1929, Sigríður
Þóra, f. 1931, Björn Jóhann, f.
1935, Aðalsteinn Kristbjörn, f.
1937, Aðalbjörg Jóna, f. 1939,
Hanna, f. 1940, Nanna, f. 1940, d.
2012, Sigurður, f. 1942, drengur,
f. 1942, d. 1942, og Bára, f. 1944.
Hinn 6. júní 1964 gekk Magn-
ús að eiga eftirlifandi eiginkonu
sína, Heiðu Sæbjörnsdóttur, f.
31. desember 1937, foreldrar
hennar voru Sæbjörn Þór-
arinsson, f. 1886, d. 1973, og
Ásta Laufey Guðmundsdóttir, f.
býlismaður hennar er Árni Már
Kjartansson, f. 1978. Þau eiga
þrjár dætur og einn son. c) Jó-
hanna Ingigerður, f. 1982. Eig-
inmaður hennar er Halldór
Theodórsson, f. 1981. Þau eiga
tvo syni og tvær dætur. d) Jóna
Kristín, f. 1983. Eiginmaður
hennar er Þorbjörn Björnsson, f.
1977. Þau eiga eina dóttur. e)
Ari Viktor, f. 1989. f) Ásta Lauf-
ey, f. 1991. g) Magnús Jens, f.
1994. 3) Rafn, f. 2. febrúar 1959.
Sambýliskona Rafns er Hrönn
Hilmarsdóttir, f. 29. desember
1964. Rafn á fjögur börn af fyrra
hjónabandi. a) Yngvi Jón, f.
1978. Eiginkona hans er Sigrún
Sigurðardóttir, f. 1980. Þau eiga
eina dóttur. b) Heiða, f. 1980.
Sambýlismaður hennar er Bald-
ur Fannar Halldórsson, f. 1979.
Þau eiga eina dóttur og tvo syni.
c) Rafn, f. 1982. Sambýliskona
hans er Sigríður Maggý Árna-
dóttir, f. 1983. Þau eiga einn
dreng og eina stúlku. d) Árni
Þór, f. 1986. Hrönn á eina dóttur
og tvo syni af fyrra hjónabandi.
4) Unnar Ástbjörn, f. 7. febrúar
1975. Eiginkona hans er Petra
Rós Ólafsdóttir, f. 3. apríl 1980.
Börn þeirra eru: Ólafur Þór, f.
1998, Una Rós, f. 2002, Rakel
Rós, f. 2008, og Birta Rós, f.
2014.
Útför Magnúsar verður gerð
frá Safnaðarheimilinu í Sand-
gerði í dag, 17. desember 2014,
og hefst athöfnin kl. 13.
1905, d. 1973.
Magnús og Heiða
eiga fjögur börn, 19
barnabörn og 25
barnabarnabörn: 1)
Magnús Sigfús, f. 4.
janúar 1956. Eig-
inkona hans er
Kristjana Elísabet
Guðmarsdóttir, f.
13. nóvember 1957.
Börn þeirra eru a)
Laufey Margrét, f.
1975. Sambýlismaður Laufeyjar
er Sæmundur Sæmundsson, f.
1973. Eignuðust þau tvær dætur
og þrjá syni. b) Magnús Heiðar,
f. 1976. Eiginkona hans er Elva
Guðrún Guðjónsdóttir, f. 1981.
Þau eiga tvo syni og eina dóttur.
c) Helena Dögg, f. 1980. Eig-
inmaður hennar er Haukur
Þórðarson, f. 1978. Þau eiga
tvær dætur og einn son. d) Har-
aldur Sigfús, f. 1982. Sambýlis-
kona hans er Margrét Ingþórs-
dóttir, f. 1989. 2) Margrét
Jensína, f. 29. mars 1957. Eig-
inmaður hennar er Sigurjón
Jónsson, f. 7. febrúar 1957. Börn
þeirra eru: a) Heiðar Sig-
urjónsson, f. 1976, b) Þórsteina
Sigurjónsdóttir, f. 1979. Sam-
Elsku pabbi minn, nú ertu far-
inn og áttir eftir aðeins þrjá daga
í 81 árs afmælið. Ég sit hér við
skrifborðið og er að reyna að
setja niður hugsanir mínar og
rifja upp þær minningar sem ég
ólst upp við og upplifði í návist
minni við þig. Ávallt leit ég til
reynslu þinnar og leiðbeiningar
og reyndi að breyta eftir þeim.
Það vildi svo til að við áttum svip-
uð áhugamál í lífinu og leiðir okk-
ar lágu mikið saman bæði í vinnu
og leik. Þessar stundir kenndu
mér oftar en ekki að líta á þig sem
vin en ekki aðeins pabba og upp-
alanda.
Áhugi þinn á þjóðmálunum og
hvernig þú fylgdist með um-
ræðunni var alveg einstakt. Það
var mér mikilvægt að geta komið
til þín eftir fundi, þegar ég þurfti
að fara yfir málin og ræða í þaula
og þá þýddi ekkert að hafa ekki
rök fyrir því sem maður var að
halda fram. Þessara stunda á ég
eftir að sakna mjög mikið.
Eftir að þú fótbrotnaðir og
fórst á sjúkrahúsið var mjög erf-
itt að horfa á þig, þessa sterku
persónu, verða svona mikið veik-
an og hraka stöðugt.
Ég áttaði mig á hvað þú varst
staðfastur og sterkur síðustu
stundirnar sem þú varst hér með-
al okkar þegar baráttunni við
veikindin lauk.
Ég vil biðja Guð að varðveita
þig og vernda, ég þakka mikið
fyrir þann tíma sem ég hef átt
með þér og ég veit að þú fylgist
með okkur öllum áfram.
Þinn einlægur sonur og vinur,
Magnús Sigfús.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Takk fyrir allt, pabbi minn.
Þinn
Unnar Ástbjörn.
Elsku Maddi minn, komið er að
leiðarlokum. Þú hefur fengið
hvíldina og orðinn engill eins og
Rakel Rós segir. Ég man það svo
vel þegar ég hitti ykkur hjónin
fyrst á Norðurgötunni, þá sló
hjartað svolítið ört í mér 17 ára
gamalli stúlkunni. Unnar var bú-
inn að vara mig við að ég yrði
örugglega spurð út í hverra
manna ég væri. Og ekki þótti þér
nú leiðinlegt þegar þú komst að
því að ég ætti ættir mínar að
rekja til Kelduhverfis rétt handan
við hornið á Hvammi. Þú opnaðir
faðm þinn strax fyrir mér og hef-
ur mér þótt mjög gott að eiga þig
trausta manninn að. Alltaf hefur
þú staðið þétt við bakið á okkur
Unnari og krökkunum í öllu sem
við höfum tekið okkur fyrir hend-
ur. Þótt þér hafi nú stundum of-
boðið sumar hugmyndirnar sem
við höfum fengið og framkvæmt,
þá studdir þú okkur samt. Þú
varst mikill barnakarl og er miss-
ir barnanna okkar mikill. Ólafur
Þór átti mikinn vin í þér og voruð
þið félagarnir bundnir órjúfan-
legum böndum. Allt frá því að
hann fæddist mynduðust einhver
tengsl ykkar á milli og voruð þið
alltaf eins og jafningjar þótt ald-
ursmunurinn væri 61 ár. Oft rifj-
um við upp söguna þegar þú tókst
þér frí í vinnunni þegar Ólafur
Þór var tæplega eins og hálfs árs
til að passa hann í þrjá daga á
meðan við Unnar fórum utan.
Heiða hafði ekki hugmynd um
þessi áform þegar Unnar hringdi
og spurði hvenær við ættum að
koma með dótið hans Óla. Enda
kom henni það ekki við að þinni
sögn þar sem þú værir að fara að
passa, ekki hún. Þetta lýsir svolít-
ið ykkar sambandi. Það hryggir
okkur mikið að Birta Rós, sem er
einungis fimm mánaða, fái ekki að
kynnast þér betur. En við ætlum
að halda nafninu þínu á lofti fyrir
hana. Það lifnaði alltaf yfir þér að
fá krakkana í heimsókn til þín á
spítalann. Skein í gegn um augun
þín hvað þér þótti vænt um að
eiga alla þessa stóru fjölskyldu
að. Við þökkum fyrir tímann sem
við þó fengum með þér, yljum
okkur við góðar og fallegar minn-
ingar og höfum þá trú að þér líði
betur á þeim stað sem þú ert á
núna eftir erfiða síðustu mánuði.
Takk fyrir tímann sem með þér áttum,
tímann sem veitti birtu og frið.
Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram,
lýsa upp veg okkar fram á við.
Gefi þér Guð og góðar vættir
góða tíð yfir kveðjuna hér,
þinn orðstír mun lifa um ókomna daga,
indælar minningar í hjarta okkar ber.
(P.Ó.T.)
Þín tengdadóttir,
Petra Rós Ólafsdóttir.
Það er með miklum söknuði,
þakklæti og eftirsjá sem ég kveð
nú nafna minn og afa, Magnús
Sigfússon.
Frá unga aldri gat ég alltaf
leitað til þín og þú ræddir alltaf
við mig sem jafningja. Þú sagðir
mér ekki berum orðum hvað mér
bæri að gera heldur leiddir mig
inn á rétta braut. Þér tókst alltaf
að gera það með þeim hætti að
þegar ég fór frá þér fannst mér að
ég hefði sjálfur komist hjálpar-
laust að þessari niðurstöðu. Ég
verð þér ávallt þakklátur fyrir að
gefa þér tíma fyrir mig þegar ég
leitaði eftir því. Ég á eftir að
sakna þess að rökræða við þig um
landsmálin og mismunandi hug-
myndafræði um öll heimsins mál.
Það var alltaf gaman, áhugavert
og fræðandi að ræða þessi mál við
þig.
Ég kemst ekki hjá því að fyll-
ast eftisjá nú þegar þú ert farinn.
Eftirsjá að hafa ekki forgangs-
raðað á annan hátt og nýtt betur
tímann með þér eftir að þú veikt-
ist. Ég veit að þú vildir aldrei láta
hafa mikið fyrir þér og myndir ef-
laust segja mér að hætta að hugsa
svona, svo ég ætla að reyna það.
Ég vona að að þú finnir tíma til
að hafa auga með okkur, þó ekki
væri nema til að tryggja að ég fari
ekki að kjósa íhaldið.
Magnús H. Magnússon.
Þegar ég hugsa til baka um
minningar okkar afa saman þá
eru kærustu minningarnar þegar
hann sagði ekki neitt. Heldur
fékk hann mig sjálfan til að hugsa
og leysa málin sjálfur.
Afi var ekki málglaður en þeg-
ar hann talaði þá hlustaði fólk.
Málflutningur hans var yfirveg-
aður og sannfærandi sem varð til
þess að fólk treysti og tók mark á
því sem hann sagði.
Við sátum stundum saman
tveir án þess að segja orð sem ég
átti virkilega erfitt með að gera.
Eitt sinn þegar ég var æstur í
pólitískum umræðum tekur hann
um höndina á mér og segir með
sinni rólegu yfirveguðu röddu:
„Halli, maður innbyrðir miklu
meira af upplýsingum ef maður
hlustar en þegar maður talar“ og
það þurfti ekki að ræða það frek-
ar.
Þegar ég hugsa til baka um all-
ar þær stundir sem við áttum
saman þá voru þær flestar í hópi
fólks.
Þess vegna voru þær stundir
sem við eyddum tveir saman enn
dýrmætari. Það var mikil sam-
keppni um athygli hjá afa en ég
hafði þó alltaf tenginguna hans
við Hvamm. Við afi keyrðum ófá-
ar ferðirnar norður í Hvamm þar
sem ég eyddi öllum mínum sumr-
um frá því að ég var fimm ára
þangað til 13 ára og í flestum
ferðum var lítið sem ekkert talað
en kóngamolinn var aldrei langt
undan. Samband okkar og sú
tenging sem við höfðum í gegnum
nafna minn í Hvammi, bróður
hans afa, er það verðmætasta
sem ég á.
Á eldri árum hefur afi reynst
mér mjög vel og eina setningu,
sem hann sagði við mig, þarf ég
reglulega að segja við sjálfan mig
þegar ég er að rökræða við fólk.
„Halli, þú þarft ekki alltaf að
segja fólki að það sé vitlaust, það
er oft nóg bara að vita það og vara
sig á því.“
Ef það er eitthvað sem hann
hefur fært mér þá er það að læra
að meta mikilvægi þagnarinnar.
Man ég munað slíkan,
er morgunn rann með daglegt stress,
að ljúfur drengur lagði á sig
lítið ferðalag til þess
að koma í holu hlýja,
höfgum pabba sínum hjá.
Kúra sig í kotið hálsa
kærleiksorðin þurfti fá.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Elsku afi Maddi, ég mun sakna
þín mikið en þetta erindi úr lagi
Vilhjálms lýsir okkar sambandi
best.
Haraldur Sigfús Magnússon.
Elsku afi. Það er skrítið að
vera að skrifa minningarorð eða
huga að jarðarför á þessum tíma
þar sem við erum vön að vera í
jóla/afmælisboðinu þínu.
Í huga okkar varstu alltaf flott-
asti afinn í heiminum. Við gátum
alltaf leitað til þín ef eitthvað var
að og hjálpsemina vantaði ekki.
Þú varst alltaf tilbúinn til þess að
mæta með hamarinn ef eitthvað
þurfti að smíða, laga eða bæta.
Þú komst ávallt fram við okkur
sem jafningja og það var alltaf
gott að koma til ykkar ömmu.
Margar minningar eigum við um
þig og við gætum eflaust skrifað
endalaust en ofarlega í huga okk-
ar er þegar þú ætlaðir að gefa
nafna þínum súkkulaði, þá ekki
nema þriggja mánaða gömlum.
Mamma hans brást illa við og
svarið sem þú gafst var: „Á
hverju á blessað barnið að lifa, ef
það má ekki fá súkkulaði?“ Öll
barnabörnin vissu hvar gotteríið
var að finna þegar komið var í
heimsókn til ykkar á Norðurgöt-
una.
Þetta er búið að vera erfiður
tími að horfa á þig fara í gegnum
þessi veikindi og þú ert núna orð-
inn engill sem mun vaka yfir okk-
ur og halda áfram að passa okkur
öll.
Við biðjum Guð að hjálpa fjöl-
skyldunni í gegnum þessa erfiðu
tíma og þökkum fyrir þann tíma
sem við fengum með þér kæri afi.
Þín afabörn
Laufey Margrét, Magnús
Heiðar, Helena Dögg og
Haraldur Sigfús.
Magnús Þórsteinn
Sigfússon
HINSTA KVEÐJA
Afi, þú varst yndisleg
manneskja. Þú varst besti
afi í alla staði. Þú varst allt-
af til staðar fyrir mig. Það
var alltaf gaman að hitta
þig. Minning þín lifir enda-
laust í hjarta mínu. Það
ættu allir að eiga svona afa
eins og þig. Þinn
Ólafur Þór.
✝ Guðlaug BáraÞráinsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. nóvember 1945.
Hún lést 7. desem-
ber 2014. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Bárðardóttir
húsmóðir, f. 13. jan-
úar 1924 á Hellis-
sandi, d. 22. febr-
úar 2010, og Þráinn
Agnarsson bif-
reiðastjóri, f. 10. apríl 1922 á
Blönduósi, d. 12. nóvember
2013. Bróðir Guðlaugar Báru er
Óskar Þór Þráinsson bifreiða-
smiður, f. 17. október 1947,
kona hans er Anna Guðmunds-
dóttir.
Guðlaug Bára giftist 1968
Árna V. Sigurðssyni múrara, f.
8. október 1945. Þau byrjuðu
búskap í Hafnarfirði, fluttu til
Ólafsvíkur og þaðan á Selfoss.
Guðlaug Bára og
Árni slitu sam-
vistir. Dóttir þeirra
er Guðrún Árný
Árnadóttir, f. 7.
febrúar 1969, versl-
unarmaður, gift
Jens Jóhannssyni,
börn þeirra eru
Ásthildur Bára, f.
18. desember 1993,
Árni Björn, f. 23.
apríl 2012, og
Gunnar Alex, f. 16. september
2008. Guðlaug Bára flutti árið
1985 til Reykjavíkur ásamt Guð-
rúnu Árnýju dóttur sinni og
starfaði við verslunar- og fram-
reiðslustörf meðan heilsan
leyfði. Síðustu æviárin bjó Guð-
laug Bára á Sjálfsbjargarheim-
ilinu, Hátúni 12 í Reykjavík.
Útför Guðlaugar Báru fer
fram frá Grafarvogskirkju í
dag, 17. desember 2014, kl. 13.
Í dag kveðjum við hana Báru
frænku mína. Margar minningar
leita á hugann, enda mikill sam-
gangur alla tíð. Bára og Árný
fluttu frá Selfossi í bæinn þegar
ég var á unglingsaldri, skömmu
seinna fluttu þær í Leiru-
bakkann, í næstu blokk við okk-
ur. Þá sótti ég mikið í að fara í
heimsókn til þeirra enda alltaf vel
tekið á móti manni. Um tíma taldi
nágranni þeirra að ég væri dóttir
Báru. Það var líka mikið sam-
neyti milli hennar og mömmu og
pabba. Þau fóru í margar utan-
landsferðirnar saman sem Bára
hafði sérstaklega gaman af, fjöl-
skylduferðir til Þýskalands, Hol-
lands og borgarferðir til Skot-
lands og Írlands svo eitthvað sé
nefnt. Bára hafði gaman af því að
kíkja aðeins út fyrir bæinn og
sérstaklega hafði hún gaman af
því að komast í berjamó.
Bára aðstoðaði mig við að fá
vinnu á Pizza Hut og þar unnum
við saman í nokkur ár. Það var
gott að vinna með henni Báru,
hún var dugnaðarforkur og vildi
hafa allt í góðu skipulagi í kring-
um sig.
Bára var alltaf ljúf og góð við
okkur systkinin, og þær Árný
voru alltaf sem viðbót við okkar
fjölskyldu enda sagðist Árný eiga
systur í Reykjavík þegar hún bjó
úti á landi. Það var stutt í húm-
orinn hjá henni Báru og hún sá
oft spaugilegar hliðar á mannlíf-
inu. Fjölskyldan skipti hana
miklu máli og síðustu ár, þegar
heilsunni hrakaði, naut hún góðs
af því hversu vel Árný hugsaði
um hana. Minningin um góða og
hlýja konu lifir.
Guðrún Óskarsdóttir.
Guðlaug Bára
Þráinsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
PÁLÍNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Reykjum í Fnjóskadal,
lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
4. desember.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 18. desember kl. 13.30.
Guðmundur Hafsteinsson, Karítas Erla Jóhannesdóttir,
Sólrún Hafsteinsdóttir, Sigurður B. Jónsson,
Lára Hafsteinsdóttir, Fjölnir Sigurjónsson,
Gunnar M. Guðmundsson, Erna H. Gunnarsdóttir,
Þóra K. Guðmundsdóttir, Magnús Hallur Sævarsson,
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EYSTEINN LEÓ JÓNSSON,
Látraseli 11,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 11. desember.
Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi
föstudaginn 19. desember kl. 13.00.
Sigríður Guðmunda Jónsdóttir,
Jóhanna Eysteinsdóttir, Pétur Steinn Sigurðsson,
Jón Björn Eysteinsson, Margrét Káradóttir,
Sigrún Eysteinsdóttir, Hlynur Geir Guðmundsson,
Sigríður Eysteinsdóttir, Sigurður Gunnar Markússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar