Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Anna Birna Jensdóttir er hjúkrunarforstjóri í Sóltúni og það hef-ur verið nóg um að vera þar á aðventunni. „Það er mikið aðgera á stórum bæjum. Það hefur verið mikil aðventudagskrá á
hjúkrunarheimilinu, við héldum jólahlaðborð fyrir heimilisfólkið en
92 manns búa hér. Gestirnir voru 72 auk starfsfólksins svo hér var
mikið umleikis. Við héldum þrjú hlaðborð á þremur dögum svo þetta
raðaðist þægilega niður. Hlaðborðið tókst vel til og var mjög hátíð-
legt, fluttar voru jólahugvekjur og söngatriði og fólk naut hlaðborðs-
ins. Svona hlutir gera mikið fyrir fólk sem er lasburða, háð öðrum og
kemst ekki mikið á veitingastaðina. Á aðventunni koma kórar í heim-
sókn til okkar í Sóltúni og jólabasar er haldinn, svo er horft á jóla-
myndir sem dreifa huganum og fólk finnur vel fyrir aðventutilfinn-
ingunni hérna. Svo les starfsfólkið upp úr jólabókunum.“
Eiginmaður Önnu Birnu er Stefán Svanberg Gunnarsson, tækni-
fræðingur hjá O. Johnson & Kaaber. Synir þeirra eru Gunnar Páll,
Samúel Orri og Stefán Birnir. „Það verður gestkvæmt hjá okkur um
jólin, Stefán Birnir, sem býr erlendis, verður hjá okkur og bróðir
mannsins míns kemur frá Finnlandi með sinni konu. Maður er alltaf
að gera eitthvert smotterí til að undirbúa jólin, ég var að skella í mar-
engstoppa, en þess utan er ég dugleg að fara á skíði, það er vetrar-
sportið. Við hjónin vorum á gönguskíðum á sunnudaginn í Heiðmörk
og en það er alltaf gott að koma þangað og stutt að fara.“
Anna Birna Jensdóttir er 56 ára í dag
Frá Hjúkrunarþingi 2014 Anna Birna að halda ræðu en yfirskrift
þingsins var: „Er pláss fyrir tengdó heima hjá þér?“.
Mikið að gera
á stórum bæjum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Komdu við og kynntu þér
samskiptatæki sem hjálpar
þér að heyra betur
á mannamótum.
Betri samskipti
með bættri heyrn
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Einfalt
samskiptatæki
með 15% afslætti
til áramóta
Verð með
afslætti
49.980 kr.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Kópavogi Arnar Páll Aðalsteinsson
fæddist 20. janúar 2014 kl. 17.26.
Hann vó 3.500 g og var 51,5 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru Sandra Andra-
dóttir og Aðalsteinn Guðmundsson.
Nýir borgarar
Garði Heimir Aron Ragnarsson fædd-
ist 29. janúar 2014 kl. 00.45. Hann vó
3.420 g og var 51,5 cm langur. For-
eldrar hans eru Ragnar Þór og Erla
Ósk.
E
rla Sigurðardóttir
fæddist á Húsavík
17.12. 1964, hún ólst
upp á Ystafelli. Hún
var fyrst í skóla í Ljós-
vetningabúð þar sem foreldrar henn-
ar voru einu kennararnir, síðan í
heimavist í Stórutjarnaskóla, lauk
stúdentsprófi frá MA 1984, BSc-prófi
í hótel- og veitingarekstri og ferða-
málafræði við University of Wiscons-
in, STOUT, í Bandaríkjunum 1990,
prófi í uppeldis- og kennslufræði frá
HÍ 1992 og lauk diplomaprófi í op-
inberri stjórnsýslu í fjarnámi við HÍ
2005.
Starfsferillinn
Erla kenndi við Oddeyrarskóla á
Akureyri veturinn 1984-85, vann við
rannsóknir á Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins á Akureyri næsta ár,
sinnti sumarstörfum við Hótel
Reynihlíð á árunum 1983-88 og við
Hótel KEA sumrin 1989, 1990 og
1992 og var auk þess sölustjóri á
Hótel Sögu 1990-91, hafði umsjón
með námskeiði í svæðisleiðsögn á
Norðurlandi eystra 1990-92, var
deildarstjóri ferðamáladeildar
Framhaldsskólans á Laugum 1992-
96 og aðstoðarskólameistari þar frá
1993, aðstoðarhótelstjóri Hótels
Húsavíkur 1996-98 og var menning-
ar- og fræðslufulltrúi Húsavíkur-
bæjar (síðar Norðurþings) 1998-
2008. Á árunum 2005-2007 var starf-
semi sveitarfélagsins skipt í þrjú
Erla Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúi – 50 ára
Í eldhúskróknum Hér er fjölskyldan samankomin í eldhúsinu: Óskar Óli, Bragi, Hrund og afmælisbarnið, Erla.
Með þingeyskan þrótt
Erla á fyrsta ári Afmælisbarnið ásamt foreldrum, systkinum, afa og ömmu.