Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 35

Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 meginsvið og var Erla þá fram- kvæmdastjóri Fjölskyldusviðs en undir það heyrðu skólamál, menn- ingarmál, íþrótta- og æskulýðsmál. Erla var framkvæmdastjóri Hvala- safnsins á Húsavík 2008-2010, verk- efnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands frá ársbyrjun 2010 og er nú aftur fræðslu- og menningarfulltrúi Norðurþings frá því í ágúst 2013: „Það segir kannski alla söguna um þetta skemmtilega starf, og hvað mér þykir vænt um það, að ég skuli hafa snúið aftur. Starfið er afar fjölbreytilegt en felst helst í yfirumsjón og eftirliti með rekstri á sviði fræðslu- og menn- ingarmála, samhæfingu á þjónustu stofnana og yfirumsjón við gerð fjár- hagsáætlunar og annarra áætlana.“ Gengur, syndir og eldar mat Erla er göngugarpur og hefur gaman af að synda: „Skemmtilegast finnst mér að fara í fjárrag með vina- fólki mínu á Grænavatni í Mývatns- sveit. Það hleður batteríin fyrir allan veturinn. Matur, matargerð og góð vín eru nánast ástríða hjá mér. Ég er mikil fjölskyldumanneskja og hef enda- laust gaman af að taka á móti fólki og gera vel við það í mat og drykk. Því fleiri, því betra. Ég er síprjónandi, mest úr ís- lenskri ull, nota sjaldan uppskriftir en fer eftir mínu höfði. Ljóðalær- dómur, tónlist og söngur eru ómiss- andi, við hjónin syngjum bæði í Kirkjukór Húsavíkur. Það er ein- staklega gefandi og skemmtilegur félagsskapur.“ Fjölskylda Eiginmaður Erlu er Óskar Óli Jónsson, f. 19.11. 1954, aðstoðar- maður byggingarfulltrúa Norður- þings. Foreldrar hans: Jón Jónsson, f. 3.1. 1923, d. 18.12. 2010, bóndi og smiður í Grundargili í Reykjadal, og Erla Kristjánsdóttir, f. 8.4. 1928, að- stoðarmaður í eldhúsi við Fram- haldsskólann á Laugum, búsett í Grundargili í Reykjadal. Börn Erlu og Óskars Óla eru Hrund Óskarsdóttir, f. 19.5. 1999 og Bragi Óskarsson, f. 7.8. 2001. Systkini Erlu eru Jón Sigurðar- son, f. 12.3. 1952, athafnamaður í Reykjavík; Regína Sigurðardóttir, f. 2.10. 1953, skrifstofustjóri Heilbrigð- isstofnunar Norðurlands á Húsavík; Helga Sigurðardóttir, f. 11.12. 1954, sérkennari við Brekkuskóla á Akur- eyri; Bjarni Sigurðarson, f. 7.6. 1959, d. 20.8. 1978. Foreldrar Erlu voru Sigurður Jónsson, f. 23.7. 1924, d. 13.3. 2003, kennari, bóndi og hreppstjóri á Ysta- felli í Kinn, og Kolbrún Bjarnadóttir, f. 28.3. 1928, d. 17.10. 2013 kennari á Ystafelli. Úr frændgarði Erlu Sigurðardóttur Erla Sigurðardóttir Hansína Hansdóttir Linnet húsfr. á Lambastöðum, af Linnetætt Regína Þórðardóttir leikkona í Rvík Bjarni Bjarnason læknir í Reykjavík Kolbrún Bjarnadóttir kennari á Ystafelli Sigríður Einarsdóttir húsfr. á Geitabergi Bjarni Bjarnason bóndi, kennari og hreppstj. á Geitabergi í Svínadal Árni Jónsson prófastur og alþm. á Skútustöðum Hjálmar Jónsson b. á Ljótsstöðum í Laxárdal Jónas Jónsson búnaðarmálastj. Kristbjörg Einarsdóttir húsfr. á Þóroddsstað Friðgeir T. Kristjánsson b. á Þóroddsstað í Kinn Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir húsfr. á Ystafelli Jón Sigurðsson b. og rithöfundur á Ystafelli Sigurður Jónsson kennari og b. á Ystafelli Kristbjörg Marteinsdóttir húsfr. á Ystafelli (áður á Mælifelli í Skagafirði) af Reykjahlíðarætt og Hraunkotsætt Gunnar Árnason sóknarpr. Í Kópavogi Ingileif Oddný Árnadóttir húsfr. í Rvík Þór Vilhjálmsson fyrrv. dómari við Mannréttindadómstól Evrópu Auður Eir Vilhjálmsdóttir fyrrv. sóknarprestur Ragnar H. Ragnars söngstj. og skólastj. á Ísafirði Torfi Hjálmarsson b. á Halldórsstöðum í Laxárdal Magnús Þ. Torfason hæstaréttardómari Hjálmar Ragnarsson tónskáld Sigurður Jónsson b., alþm. og ráðherra á Ystafelli, af Skútustaðaætt Böðvar Bjarnason prófastur á Hrafnseyri viðArnarfjörð Þórður Bjarnason kaupm. og endurskoðandi á Lambastöðum á Seltjarnarnesi Ragnheiður Bjarnadóttir húsfr. í Rvík Jón Leifs tónskáld Bjarni Böðvarsson hljómsveitarstjóri í Rvík Ágúst Böðvarsson forstöðum. Landmælinga Íslands og textahöfundur dægurlaga Gunnar Hrafn Ágústsson byggingarverkfræðingur Ragnar Bjarnason dægurlagasöngvari Lolli í Val, eins og hann var oft-ast kallaður, fæddist áReyðarfirði 17.12. 1917. For- eldrar hans voru Sölvi Jónsson frá Stóra-Grindli í Fljótum í Skagafirði, síðast bóksali í Reykjavík, og Jónína Gunnlaugsdóttir frá Kirkjubóli, hús- freyja. Lolli var ókvæntur og barnlaus og yngstur átta systkina en þau voru í aldursröð: Ragnheiður, Sóley, Elín, Karl, Guðmundur, Jónmundur og Kristín, Þegar Lolli var á þriðja ári fluttu foreldrar hans til Reykjavíkur og bjuggu þar á Óðinsgötunni. Lolli hóf íþróttaferil sinn í fim- leikum í ÍR. Hann hóf að æfa knatt- spyrnu með Val árið 1929 og sneri sér svo fljótlega eingöngu að knatt- pyrnunni. Þar átti hann glæsilegan feril að baki þegar hann lagði skóna á hilluna. Hann lék m.a. með svoköll- uðu gullaldarliði Vals, varð sjö sinn- um Íslandsmeistari með félaginu á árunum 1930-54 og lék alls um 200 leiki með félaginu í meistaraflokki. Þá lék hann 21 leik með Reykjavík- urúrvalinu, sex fyrstu landsleiki Ís- lands í knattspyrnu, var einn allra skæðasti útherji hér á landi um ára- bil og í hópi albestu knattspyrnu- manna landsins á sinni keppnistíð. Þó að Lolli héti Ellert var hann lengst af kallaður Lolli í Val og lík- lega eini knattspyrnumaðurinn sem kenndur var við lið sitt. En meðan hann var upp á sitt besta í boltanum var hann oft kallaður „kötturinn“ sökum boltatækni og þess hve lið- ugur hann var. Þar naut hann ekki síst fimleikaiðkunarinnar hjá ÍR. Eftir að Lolli hætti að leika með meistaraflokki sinnti hann knatt- spyrnuþjálfun víða um land við góð- an orðstír. Hann þjálfaði m.a. í Hafnarfirði, á Ísafirði, á Sauðár- króki, í Neskaupstað, á Egils- stöðum, í Vestmannaeyjum og á fæðingarstað sínum, Reyðarfirði. Lolli var alla tíð eindreginn stuðn- ingsmaður Vals, fór á alla heimaleiki liðsins í meistaraflokki karla en var ekki síður mikill stuðningsmaður kvennaliðsins og var vanur að hringja í stelpurnar og stappa í þær stálinu fyrir leiki. Lolli lést 8.3. 2002. Merkir Íslendingar Ellert D. Sölvason 95 ára Inga Guðmundsdóttir Unnur Ólafsdóttir 85 ára Helga Pétursdóttir Jónína S. Bergmann Sigríður Hallb. Kristjánsdóttir Sveinn Georgsson 80 ára Gerður Petra Kristjánsdóttir 75 ára Henryk Wasielewski Össur Torfason 70 ára Friðberg Emanúelsson Ingibjörg Ágústsdóttir Lilja Guðbjörnsdóttir Ólafur Ólafsson Vilhjálmur Eyþórsson Þorsteinn Skaftason 60 ára Ágúst Björn Ágústsson Árni Þórðarson Dóra Magnheiður Valdimarsdóttir Friðgeir Jónsson Gréta Þorbjörg Jónsdóttir Guðmundur Ragnar Ragnarsson Guðrún Gunnarsdóttir Hafdís Arnkelsdóttir Kristín Jóna Vigfúsdóttir Kristjana Einarsdóttir Soffía Þorsteinsdóttir 50 ára Anna Bára Gunnarsdóttir Davíð Gestsson Einar E. Jóhannesson Guðbjörg Ólafsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Harpa Rúnarsdóttir Ingibjörg Margrét Víðisdóttir Ingibjörg R. Gretarsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Jóhanna Katrín Eggertsdóttir Júlíus Björn Jóhannsson Kristín Óskarsdóttir Petrea Olsen Richardsdóttir Rúnar Þór Friðbjörnsson Sigurður Kristinsson Sigþóra Oddný Baldursdóttir Svandís Ásgeirsdóttir Vilhjálmur Wiium Þorgeir Adamsson Þór Halldórsson 40 ára Anna Margrét Sigurðardóttir Guðrún Ósk Gunnarsdóttir Gylfi Freyr Albertsson Hrafnhildur Sigurbjörnsdóttir Ívar Bjarklind Jón Magnús Guðjónsson Lóa Birna Tryggvadóttir Magnús Pétursson Sigurbjörg Garðarsdóttir Stefán Páll Ágústsson Stefán Sveinn Jónsson Þuríður Ágústa Sigurðardóttir 30 ára Bjarni Már Gauksson Eggert Sólberg Jónsson Elíná Anna Konráðsdóttir Finna Pálmadóttir Hermann Óli Ólafsson Manh Dung Duong Þórey H. Þorbergsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sonja ólst upp í Reykjavík, er þar búsett, hefur lokið BA-prófi í inn- anhússarkitektúr, MA- prófi í vöruhönnun og MA- prófi í innanhússhönnun. Maki: Jökull Jóhannsson, f. 1984, nemi í stærðfræði við HÍ. Foreldrar: Þóra Björk Sigurþórsdóttir, f. 1962, bókari, og Ragnar Kum- mer, f. 1960, pípulagn- ingamaður. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Sonja Björk Ragnarsdóttir 30 ára Erna ólst upp á Raufarhöfn, býr á Reyðar- firði, stundar fjarnám í sjúkraliðanámi og starfar á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði. Maki: Björgvin Jónsson, f. 1979, starfsmaður hjá Alcoa Fjarðaáli. Foreldrar: Sigurveig Björnsdóttir, f. 1950, hús- freyja á Akureyri, og Ragnar Tómasson, f. 1949, stýrimaður á Akur- eyri. Erna Ragnarsdóttir 30 ára Gerður lauk MSc- prófi í talmeinafræði, starfaði á Reykjalundi og opnar talmeinastofu næsta haust. Maki: Hrannar Sigurðs- son, f. 1979, flugvirki og spilmaður. Börn: Frosti, f. 2011, og Mýrún, f. 2014. Foreldrar: Brynja Mar- geirsdóttir, f. 1960, kenn- ari, og Guðjón D. Jóns- son, f. 1956, grafískur hönnuður. Gerður Guðjónsdóttir Þú hringir ekki í miðil þegar tölvukerfið hrynur Hádegismóum 4, 110 Reykjavík | Sími 547 0000 | premis.is • Traustur rekstur tölvukerfa • Örugg hýsing gagna •Vandað verkbókhaldskerfi • Sérsniðnar forritunarlausnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.