Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur þörf fyrir að kafa til botns í
hlutunum. Listamenn þráast endalaust við
list sína, líka þegar það er eins og að kreista
blóð úr gulrót.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu á varðbergi gagnvart öllum til-
raunum til þess að draga úr áhrifum þínum.
Mundu að ekki er allt gull sem glóir. Láttu
undan því þá munt þú koma meiru í verk.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Tískan hefur áhrif á framkou þína.
Sumir munu hlýða á visku þína en aðrir eru
bara að spyrja af gömlum vana og nenna
varla að hlusta á svarið.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu ekki fagurgala annarra villa
þér sýn. Hjálpsemi er mikilvæg en gleymdu
því ekki að þú ert það einnig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fullkomnunarárátta er streituvaldur.
Settu markið hátt og farðu eftir því. Og þú
kannt söguna á bak við söguna, sem reynist
happadrjúgt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki láta hlutina koma þér úr jafn-
vægi í vinnunni í dag. Hlýddu á ráð góðs
vinar. Hver er sinnar gæfu smiður.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú lætur um of reka á reiðanum í
vinnunni. Mikil spenna er á heimilinu. Og þú
þarfnast sífellt meiri þæginda en ættir að
endurskoða þær þarfir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fylgdu hugboði þínu og komdu
skipulagi á atvinnu- og einkalíf þitt. Best er
að hafa allan fyrirvara á hlutunum og leyfa
þeim að sanna sig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefðir gott af því að breyta
til á einhvern hátt hvort sem er heima fyrir
eða í vinnunni. Kannski verður þessi hrifning
skammvinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Kannski þarftu að takast á við
erfiða manneskju, kannski erfitt verkefni.
Stattu fast á þínu, rökstyddu þitt mál og
hlustaðu á það sem andstæðingurinn hefur
fram að færa.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það þýðir lítið að stinga við fót-
um þegar allt er á fleygiferð í kringum þig.
Ef þú hefur það í huga mun þér ganga allt í
haginn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vinnan þín krefst meiri hæfni og
getu en þú telur þig búa yfir í dag. Gakktu
þó ekki of langt. Rómantíkin gæti tengst
einstaklingi frá öðru landi eða menning-
arsvæði.
Framsóknarmenn leggja nú áráðin um stórfelldan flutning
ríkisfyrirtækja inn á skagfirska
efnahagssvæðið,“ skrifaði Ágúst
Marinósson á Leirinn, en raunar
byrjaði þessi vísnalota með stöku
Ólafs Stefánssonar:
Mjög er víða matarþörfin,
mátti landsbyggð þola grand,
en Framsókn núna flytur störfin
á færibandi út á land.
Ágúst bætti síðan um betur með
nafngiftinni „Nafli alheimsins“:
Vel er mjög af Guði gjörður
glæstur nafli landsins hér.
„Skín við sólu Skagafjörður“
skást er fólki að búa hér.
Hérna vantar varla mikið
vel er fyrir okkur séð.
KS leggur línustrikið
lýður allur dansar með.
Varla myndi nokkur neita
og nöldra hátt með semingi.
Ef lögum framsókn fengi að breyta
og flytja norður Alþingi.
Ármann Þorgrímsson sagði „Guð
blessi Framsókn“ og síðan:
Bráðum norður fyrir fjöll
færa munum Austurvöll
svo starfsemin sem er þar öll
ekki sé í hættu
í því styrkja okkur fleiri mættu.
Sauðárkrókur sýnist mér
sveita best á landi hér
kaupfélagið kröftugt er
sem krónur hefur nægar
og þar stjórna öllu hetjur frægar.
Ólafur Stefánsson hafði ekki sagt
sitt síðasta orð:
Jafnsléttuhugsjón bræðrabands
bætir margskonar vanda,
og Framsókn sýnir nú sveitum lands
sannkristinn jólaanda.
Hermann Jóhannesson blandaði
sér í málið:
Til framfara horfir víst flest sem hann
vann
foringinn okkar, hann Simbi.
Mér gekk samt hálfilla að yrkja um
hann
því aldrei neitt heppilegt rímorð ég fann
– Það eina sem passar er imbi!
Það kvað við annan tón hjá
Magnúsi Ólafssyni:
Yrkja skulum hól um hann
heldur í verk með trú og von.
Sómadrengur, sitthvað kann
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nafli landsins og skag-
firska efnahagssvæðið
Í klípu
„EKKI TRUFLA HANN. HANN
ER Í HRINGNUM SÍNUM –
ÞÆGINDAHRINGNUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VEIÐIVÖRUVERSLUNIN HRINGDI. ÞÚ
SKILDIR HATTINN ÞINN EFTIR VIÐ
KASSANN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... hinn einstaki
sársauki sem fylgir
brostnu hjarta.
FYRSTA
SNJÓKORNIÐ!
JESSSSS! ÞAÐ ER KOMINN TÍMI
Á HEITT KAKÓ!
ÉG VEIT AÐ
SOÐINN FISKUR ER Í
UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR...
EN ÞÚ VERÐUR AÐ
BÍÐA EFTIR MATNUM
EINS OG
ALLIR AÐRIR!!
Bandarískar hópíþróttir eru meðtalsvert öðru sniði en víðast hvar
annars staðar í heiminum. Þegar
komið er í atvinnumennsku ríkir þar í
raun sósíalismi. Liðin geta ekki fallið
um deild, sama hvað þau eru léleg, og
í þokkabót fá lélegustu liðin að velja
bestu nýliðana í sérstöku nýliðavali.
x x x
Víkverja kom því skemmtilega áóvart þegar hann las grein í The
New York Times á dögunum um að
forkólfar í bandarískum íþróttum
mættu taka sér fyrirkomulagið ann-
ars staðar í heiminum til fyrir-
myndar. Þar væru íþróttalið látin
gjalda þess að vera léleg og þau lé-
legustu féllu niður um deild.
Blaðamaður benti á að um þessar
mundir væru nokkur lið svo léleg í
bandaríska körfuboltanum, NBA, að
þau myndu ekki einu sinni spjara sig
í háskólaboltanum þar í landi.
x x x
Nefndi hann sérstaklega hið sögu-fræga lið Fíladelfíu, sem marði
sinn fyrsta sigur þegar blasti við að
liðið myndi setja met fyrir flest töp í
upphafi keppnistímabils í sögu deild-
arinnar. Hann tíndi þó fleiri til. Þar
má nefna New York Knicks, Boston
Celtics og Los Angeles Lakers. Gall-
inn er sá að þegar líður á tímabilið og
ljóst er að liðin í neðri hluta deild-
anna eru ekki líkleg til afreka fer að
verða hagkvæmara fyrir þau að tapa
heldur en vinna. Athygli vakti þegar
Magic Johnson, sem á sínum tíma
gerði garðinn frægan með Lakers,
sagði að nú væri best að liðið sitt tap-
aði sem flestum leikjum til að það
hefði eitthvað upp úr krafsinu í
næsta nýliðavali.
x x x
Blaðamaður The New York Timessagði að gætu liðin fallið kæmi
þessi hugsunarháttur ekki til greina.
Liðin yrðu að spila til sigurs. Fyrir
vikið yrði ekkert minni spenna á
toppinum heldur en botninum og
mun skemmtilegra yrði að fylgjast
með deildinni. Hann taldi hins vegar
ólíklegt að eigendur liðanna tækju
slíkt í mál því fjárfesting þeirra
myndi hrapa í verði féllu liðin.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Guð gjörði tvö stóru ljósin: hið stærra
ljósið til að ráða degi og hið minna
ljósið til að ráða nóttu, svo og stjörn-
urnar. (Fyrsta Mósebók 1:16)