Morgunblaðið - 17.12.2014, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Saga Sigursveins D. Krist-inssonar er án efa einnmerkasti kaflinn í menning-arsögu Íslendinga, enda var
hann ekki bara liðtækur hljóðfæra-
leikari og tónskáld, heldur var hann
einn af helstu fræðurum landsins
þegar tónlist er annars vegar, óþreyt-
andi og ódrepandi
í áhuga sínum.
Þegar við það
bætist svo að
hann var at-
kvæðamikill í
verkalýðsbaráttu
og baráttu fatl-
aðra verður sagan
hans enn for-
vitnilegri, en öllu
eru gerð góð skil í þessari afbragðs-
bók sem Árni Björnsson tók saman.
Árni rekur vel ættir Sigursveins og
uppruna og leggur talsvert rými í að
skýra okkur frá ættmennum Sigur-
sveins og eins að lýsa staðháttum og
aðstæðum og gefur þannig enn betri
mynd af lífshlaupi Sigursveins en ella
hefði orðið, þótt það lengi söguna eðli-
lega nokkuð.
Sigursveinn fæddist í Fljótum 24.
apríl 1911. Hann átti hefðbundna
æsku þeirra sem ólust upp í sveit að
mestu á þessum tíma þar til hann
veiktist af lömunarveiki þrettán ára
og þótt hann hafi náð afli í efri hluta
líkamans náði hann aldrei fullum
styrk í fæturna og var bundinn við
hjólastól þaðan í frá. Þetta eru
grimmileg örlög fyrir ungan pilt, en
var lán fyrir íslenska menningu að
vissu leyti, því Sigursveinn tók að fást
við hljóðfæraleik þar sem hann lá
veikur. Hann hafði reyndar lært dá-
lítið í tónlist og engum duldist að
hann hafði hæfileika, en óvíst að tón-
list hefði orðið eins snar þáttur í lífi
hans og raun bar vitni. Ekki var þó
bara að Sigursveinn væri með tónlist-
argáfu, heldur var hann hagur á tré
og hugvitssamur, kennir sjálfum sér
dönsku, norsku, ensku og þýsku og
nóga bókfærslu til að halda bókhald
fyrir fyrirtæki, aukinheldur sem
hann stofnar og stjórnar kór og tekur
þátt í verkalýðsbaráttu – er sann-
færður sósíalisti og þjóðernissinni í
bestu merkingu þess orðs.
Þegar Ríkisútvarpið hóf útsend-
ingar sínar töldu margir að nú gæfist
færi á að uppfræða almenning al-
mennilega og kenna að meta æðri
tónlist sem sá stað í lagavali og
áherslu á æðri tónlist – þegar hlust-
endur vildu meiri harmonikkutónlist
brugðust menn við með aukinni
áherslu á sinfónísk verk. Sigursveinn
vildi líka uppfræða almenning og
meðal annars auka mjög heimaspila-
mennsku fólks, hann taldi að það ætti
að vera jafneðlilegt að læra að spila á
hljóðfæri og að læra að lesa og í
merkilegum drögum að menningar-
ályktun sem birt er í bókinni ræðir
hann meðal annars um nauðsyn við-
spyrnu þegar borgarastéttin „opnar
allar gáttir fyrir skrílmenningar
áróðri bandaríkjaauðvaldsins með
kvikmyndasorpi, úrkynjuðu prent- og
myndmáli og sljóvgandi iðnaðar-
músík“. Það var hiti í mönnum á þess-
um tíma.
Það skín í gegn þegar fjallað er um
stjórnmálaskoðanir Sigursveins að
Árni er ekki langt frá honum í skoð-
unum, sem er vel, hann skilur þá bet-
ur hitann sem brann innra með þeim
sem varð vitni að fátækt og erfið-
leikum sem blöstu við alþýðu manna
um miðja síðustu öld. Árni dregur
líka vel fram að verkalýðsbarátta
þess tíma var oft líka friðarbarátta og
oftar en ekki barátta gegn veru
bandaríska hersins hér á landi.
Sigursveinn sótti sér tónlistar-
menntun suður í Reykjavík og síðar
til Berlínar, en er þá ráðinn til Siglu-
fjarðar. Þá birtist enn sú skoðun hans
að tónlistarnám eigi að vera jafn-
sjálfsagt og að læra að lesa og skrifa
og eins og Árni rekur söguna: „Stefna
Sigursveins var skýrt andsvar gagn-
vart því viðhorfi sem lengstum hafði
ríkt að hlutverk tónlistarskóla væri
einkum að leita uppi og fullmennta
úrvalsnemendur sem þegar höfðu
sýnt ótvíræða hæfileika.“ Þessi hugs-
un birtist líka í nafni þess skóla sem
helst hefur haldið nafni hans á lofti,
Tónskóla Sigursveins, eins og hann
lýsti því í viðtali við Ingu Huld Há-
konardóttur 1968: „[Tónskólinn] er
ekki fagskóli þar sem allt miðast fyrst
og fremst við að ala upp fagmenn og
„virtúósa“, heldur er hér stefnt að því
að kenna fólki, bæði börnum og full-
orðnum, að umgangast tónlist eðli-
lega, án fordóma eða minnimáttar-
kenndar, þannig að tónlistin geti
orðið raunverulegur þáttur í lífi
þess.“
Þótt Sigursveinn sé helst þekktur
sem frömuður á sviði tónmenntar
þjóðarinnar og eins sem tónskáld og
lagasmiður, þá er einna forvitnileg-
asti hluti bókarinnar sá sem segir frá
því er hann stofnaði Sjálfsbjörg – fé-
lag fatlaðra á Siglufirði, sem varð síð-
an að landsfélagi. Í því birtist líka
sterkt hve Sigursveinn var sjálf-
stæður í hugsun og ákveðinn, hann
lét fötlun sína ekki hamla sér í þeim
verkum sem hann vildi vinna, þótt
hún hafi eðlilega gert honum erfitt
fyrir. Stofnun Sjálfsbjargar var við-
leitni fatlaðra „til að berjast fyrir eig-
in réttindum í stað þess að þurfa ein-
ungis að reiða sig á hjálpsemi
annarra“, eins og Árni orðar það í
bókinni.
Þetta er býsna mikil saga, enda frá
miklu að segja. Árni er nákvæmur
söguritari og vandaður, en textinn er
þurr á köflum þegar koma þarf að
miklu af staðreyndum og nöfnum.
Viðaukar í bókinni auka mjög nota-
gildi hennar, þótt sumt sem þar birt-
ist sé kannski óþarfi.
Óþreytandi og ódrepandi fræðari
Ævisaga
Sigursveinn – Baráttuglaður braut-
ryðjandi – bbbbm
Ævisaga Sigursveins D. Kristinssonar
eftir Árna Björnsson.
Hið íslenska bókmenntafélag, 2014. 176
bls. með nafnaskrá og viðaukum.
ÁRNI
MATTHÍASSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Einar Falur
Baráttumaðurinn Sigursveinn syngur baráttuljóð í jafnréttisgöngu fatl-
aðra árið 1978. Hrafn Sæmundsson ekur frænda sínum.
Höfundurinn „Saga Sigursveins D. Kristjánssonar er án efa einn merkasti
kaflinn í menningarsögu Íslendinga,“ segir rýnir. Eru henni „gerð góð skil í
þessari afbragðsbók sem Árni Björnsson tók saman“.
Veraldarsaga mín, minn-ingabók Péturs Gunn-arssonar, ber undirtitilinnÆvisaga hugmynda, enda
segir hann frá mótunarskeiði í lífi
sínu, árunum frá því hann lýkur
stúdentsprófi og til þess að fyrsta
bók hans kemur út og hann breytist
í smáborgara – eignast barn, kaupir
stereógræjur, þvottavél og
Volkswagen-bjöllu.
Frásögnin hefst þar sem Pétur
veltir því fyrir sér að fara til Tékkó-
slóvakíu til náms, en fyrir ýmsar
sakir, aðallega þó innrás Sovét-
manna og Varsjárbandalags þeirra
inn í Tékkóslóvakíu, ákveður Pétur
að fara til Frakklands, hóf nám í
París 1968.
Tilgangurinn með dvölinni ytra
var ekki beinlínis að stunda nám,
heldur vildi Pétur fá útrás fyrir rit-
höfundarköllunina. Hann ætlaði að
skrifa skáld-
sögu en „í
pennann leit-
uðu ljóð“ og
hluti af verald-
arsögunni er
frásögn af hans
fyrstu bók,
ljóðabók sem
hét fyrst Und-
an miðjum
himni, þá Möguleikar og veruleikar
og loks Splunkunýr dagur sem kom
út hjá Máli og menningu 1973 fyrir
tilstilli Sigfúsar Daðasonar. Nokkur
ljóð úr bókinni birtir Pétur í verald-
arsögunni á þeim slóðum í tíma og
rúmi sem viðkomandi ljóð urðu til.
Pétur var ekki lengi í París, því
leiðin lá til Aix-en-Provence og þar
dvöldu þau Hrafnhildur Ragnars-
dóttir unnusta hans og síðan eigin-
kona næstu árin.
Til að geta dvalist þar ytra og
skrifað skráði Pétur sig í heim-
spekinám. Undirtitill bókarinnar er
Ævisaga hugmynda og hún er ein-
mitt ævisaga hugmynda Péturs um
heiminn eftir því sem hann kynnir
sér hugmyndir annarra, hrífst af
þeim eða hafnar. Meðal skemmtileg-
ustu hluta frásagnarinnar er einmitt
þegar hann rekur fyrir okkur glím-
una við heimspekisöguna. Rithöf-
Inn í ljós
frásagnarinnar
Hugmyndaævisaga
Veraldarsaga mín bbbbn
Eftir Pétur Gunnarsson. JPV gefur út.
166 bls., innb.
ÁRNI
MATTHÍASSON
BÆKUR
Hvaleyrarbraut 33 • 220 Hafnarfirði • Sími 564 1925 • skorehf.is • Skor ehf - Heildverslun
SkorEHF
HEILDVERSLUN