Morgunblaðið - 17.12.2014, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Söngkonan Kristjana Arngríms-
dóttir sendi fyrir skömmu frá sér
jólaplötuna Stjarnanna fjöld sem
hefur að geyma tíu sígild jólalög og
eitt frumsamið, titillag plötunnar
sem Kristjana samdi og þá bæði
lag og texta. Kristjana heldur
tvenna tónleika fyrir jól, þá fyrri í
kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík og
þá seinni á
föstudaginn í
Dalvíkurkirkju
og hefjast hvor-
ir tveggja kl.
20.30.
Kristjana
fæddist á Dalvík og hefur komið
víða við í tónlist hvað stíla og stefn-
ur snertir, hefur sungið allt fá
þjóðlögum og vísnalögum til tangóa
og dægurlaga og haldið fjölda tón-
leika. „Ég kom fyrst fram með
Tjarnarkvartettinum, var ein af
fjórum í þeim kvartett sem starfaði
í fjöldamörg ár. Árið 2000 hóf ég
sólóferil og gaf út fyrsta diskinn
minn, Þvílík er ástin, sem er ball-
öðudiskur. Árið 2005 gerði ég líka
disk, Í húminu heitir hann og 2011
kom ég svo með tangódisk, Tangó
fyrir lífið, og núna er kominn út
jóladiskur,“ segir Kristjana, beðin
um að rekja í stuttu máli feril sinn.
Ætlaði að senda titillagið
í jólalagakeppni Rásar 2
– Hvers vegna ákvaðstu að gefa
út jóladisk?
„Ég held það hafi bara verið
pressa frá vinum og kunningjum að
fara að gera þetta, kominn tími til.
Ég gerði jólalag sem ég ætlaði að
senda í jólalagakeppni Rásar 2 en
var svolítið sein og ekki alveg tilbú-
in með það. Þá hugsaði ég með
mér: Ja, ég geri bara disk og þetta
verður titillagið,“ segir Kristjana
kímin.
Spurð hvers konar jóladiskur
Stjarnanna fjöld sé segir Kristjana
að hann sé hátíðlegur með klass-
ískum útsetningum, m.a. leikið á
horn og strengja- og ásláttar-
hljóðfæri. „Örn Eldjárn, sonur
minn og gítarleikari, útsetur öll
lögin. Þetta eru klassísk jólalög, ís-
lensk og erlend og eitt frumsamið,“
segir Kristjana. „Hann er hátíðleg-
ur, ég held að þessi diskur muni
lifa,“ segir Kristjana kímin og bæt-
ir við að dóttir hennar, Ösp Eld-
járn, syngi með henni í nokkrum
lögum en Ösp er í hljómsveitinni
Brother Grass. „Ég er heppin að
eiga þessi börn, ég er rík,“ segir
Kristjana um Örn og Ösp.
Malt, appelsín og negulnaglar
Fyrri tökur á diskinum fóru
fram í Dalvíkurkirkju í júlí sl. og
segir Kristjana að það hafi verið
dálítið erfitt að komast í jólaskap
um hásumar. „Við keyptum bara
malt og appelsín og negulnagla,
tróðum þeim í appelsínurnar og
upp gaus þessi jólailmur,“ segir
hún og hlær. Þannig hafi allir kom-
ist í jólaskap. Seinni tökur á disk-
inum fóru svo fram í haust og
stýrði Þráinn Óskarsson upptökum
en hann er vinur Arnar, sonar
Kristjönu.
Auk Arnar leika á diskinum Ella
Vala Ármannsdóttir á horn, Lára
Sóley Jóhannsdóttir á fiðlu, Daníel
Þorsteinsson á harmonikku og org-
el, Petrea Óskarsdóttir á flautu,
Ásdís Arnardóttir á selló, Jón
Rafnsson á kontrabassa, Páll
Barna Szabo á fagott og slagverks-
leikararnir Frank Aarnink og
Magnús Trygvason Eliassen.
Jólailmur í júlí
Kristjana Arngrímsdóttir söngkona fagnar útgáfu jóla-
plötu sinnar, Stjarnanna fjöld, með tvennum tónleikum
Jólatónleikar Kristjana Arngrímsdóttir flytur ellefu jólalög á nýútkomnum
jóladiski sínum og heldur útgáfutónleika í kvöld og á föstudaginn, 19. des.
Samband danskra myndlistarmanna
hefur sent íslenskum alþingis-
mönnum áskorun þess efnis að hætt
verði við frekari niðurskurð á mynd-
listarsjóði og framlög ríkisins þess í
stað tvöfölduð. „Samkvæmt fyr-
irliggjandi fjárlagafrumvarpi er að-
eins gert ráð fyrir að myndlist-
arsjóður fái 25 milljónir, sem er 20
milljónum lægra framlag en á árinu
2013,“ segir m.s. í yfirlýsingu sam-
bandsins sem send hefur verið fjöl-
miðlum.
Tekið er fram að málsmetandi
fólk innan íslenska myndlistargeir-
ans hafi bent á að fyrri niðurskurður
á framlögum til sjóðsins hafi þegar
haft neikvæð áhrif á erfitt starfsum-
hverfi sjónlistar hérlendis. Bent er á
að þrátt fyrir fögur fyrirheit yf-
irvalda um skilning á erfiðri stöðu
sjónlistar og ráðamenn viðurkenni
að myndlistin hafi farið vert út en
aðrar listgreinar úr niðurskurði
standi til að skera enn meira niður.
„Við skorum því á alþingismenn
að breyta stefnunni og hækka fram-
lagið til myndlistarsjóðsins. Til að
bæta fyrir niðurskurðinn árið 2013
þyrfti framlagið á árinu 2015 að
hækka um 25 milljónir og nema alls
50 milljónum.“
Danskir myndlistarmenn
skora á íslenska þingmenn
undurinn sem vill lýsa en ekki endi-
lega skilja skín í gegn í þeirri
hugmyndaævisögu því hann hefur
jafnan meiri áhuga á heimspek-
ingnum sjálfum, lífi hans og örlög-
um, en því sem hann lagði til fræð-
anna.
Gott dæmi um þetta er það er
röðin kemur að Karli Marx, sem
kemur Pétri óneitanlega nokkuð á
óvart eftir kaldastríðsuppeldi á Ís-
landi: „Ég ætlaði ekki að trúa eigin
augum: að Karl Marx gæti komið
fyrir í skólabók!“ Hann kann greini-
lega vel að meta Marx á þeim tíma
og kannski enn, nefnir þau kynni
sem eitt af því sem hvað mest áhrif
hafi haft á hann; skipar með bíó,
hestum, kynhvöt, Halldóri Laxness,
Bítlunum og ástinni. Hann hrífst þó
ekki bara af greiningu Marx á auð-
magni og kenningum um firringu
vinnunnar, heldur verður ævi Marx
fyrir honum eins konar
heilagramannasaga: „Eins og venju-
lega var það sagan á bak við sem
fangaði mig,“ – saga af manni sem
lagður var í lágan stall, en brýst þó
áfram á hugsjón sinni og sannfær-
ingu og verður einn mesti örlaga-
valdur síðustu aldar, þó ekki yrði
hann lausnarinn heimsins.
Sumarið 1971 ákveða þau Hrafn-
hildur að snúa ekki heim til Íslands í
sumarfríinu, heldur eyða sumar-
fríinu í puttaferðalag með tjald um
Suður-Evrópu: „Við ætluðum að
finna rólegan reit sunnan við sólu og
austan við mána, tjalda og lesa,“
segir Pétur og leiðin lá yfir til Ítalíu
og þaðan til Grikklands þar til þau
staðnæmast í þorpinu Agios
Georgios Nileias í hlíðum Pelion-
fjalls og láta þar fyrirberast um
hríð. Frásögnin af lífinu þar er
skemmtileg lesning, svipmynd frá
heimi sem er vísast horfinn, en hún
byggist á gömlum bréfum hans til
fjölskyldunnar heima á Íslandi sem
hann birtir brot úr.
Smám saman missir Pétur áhuga
á heimspekinni, finnst sem það hafi
skollið á svo þykk þoka í fræðunum
að stinga hefði mátt í hana staf, eins
og hann orðar það. Ég nefndi áðan
þá helstu áhrifavalda í lífi Péturs
sem hann telur upp í bókinni og
þakkar umpólanir sínar, „[þ]essar
umpólanir sem marka skil og breyta
manni“. Í lokin má bæta við einni
slíkri umpólun er hann kemst í
þekktustu skáldsögu töfraraunsæis-
ins: „Það var eins og að sogast inn í
ljóshol. Úr þokum heilaspunans inn
í ljós frásagnarinnar.“
Morgunblaðið/Golli
Hugmyndaævisaga Í Veraldarsögu
sinni segir Pétur Gunnarsson m.a.
frá námsárum sínum í Frakklandi.
Árin segja sitt1979-2014
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sýnum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.
)553 1620
Verið velkominn
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Lau 3/1 kl. 13:00 Lau 24/1 kl. 13:00
Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00
Fös 26/12 kl. 13:00 Lau 10/1 kl. 13:00 Lau 31/1 kl. 13:00
Fös 26/12 kl. 16:00 Sun 11/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00
Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 17/1 kl. 13:00
Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 18/1 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Þri 30/12 kl. 20:00 Frums. Sun 4/1 kl. 20:00 4.k. Sun 11/1 kl. 20:00 7.k.
Fös 2/1 kl. 20:00 2.k Mið 7/1 kl. 20:00 5.k. Fim 15/1 kl. 20:00 8.k.
Lau 3/1 kl. 20:00 3.k. Fim 8/1 kl. 20:00 6.k.
Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 27/12 kl. 20:00 Lau 10/1 kl. 20:00 Lau 17/1 kl. 20:00
Fös 9/1 kl. 20:00 Fös 16/1 kl. 20:00
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 19/12 kl. 20:00 aukas. Lau 20/12 kl. 20:00 aukas. Lau 27/12 kl. 20:00 aukas.
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Bláskjár (Litla sviðið)
Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00
Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi
Jesús litli (Litla sviðið)
Sun 28/12 kl. 18:00 aukas. Sun 28/12 kl. 20:00 Mán 29/12 kl. 20:00
Fimm stjörnu mannbætandi leikhúsupplifun!
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 13:00 Fös 26/12 kl. 14:00
Lau 20/12 kl. 15:00 aukas. Sun 21/12 kl. 15:00 aukas.
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.