Morgunblaðið - 17.12.2014, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
Desembertilboð
– á völdum postulínsborðbúnaði,
glösum og hnífapörum
Komdu
í verslu
n RV
og sjáð
u glæsil
egt
úrval af
borðbún
aði
RV
2014/11
Verslun RV er opin virka daga kl 8-18 og laugardaga kl 10 -16
12
16
16
-EMPIREJÓLAMYNDIN 2014
POWERSÝNING
KL. 10
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
L
L
L
EXODUS 3D Sýnd kl. 7 - 10 (P)
MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 7 - 10
BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 4:30
BIG HERO 6 3D Sýnd kl. 4:30
MÖRGÆSIRNAR 2D Sýnd kl. 4:30
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Félagarnir Guðmundur Óskar Guð-
mundsson og Högni Egilsson, úr
Hljómsveitinni Hjaltalín, semja tón-
list og hljóðmynd jólasýningar
Þjóðleikhússins, Sjálfstæðs fólks
eftir Halldór Laxness, sem verður
frumsýnd á annan í jólum. Þorleif-
ur Örn Arnarsson leikstýrir verk-
inu og Atli Rafn Sigurðarson leikur
Bjart í Sumarhúsum.
Samstarf Högni semur tónlist Sjálf-
stæðs fólks með Guðmundi Óskari.
Semja tónlist
Sjálfstæðs fólks
Jean-Christophe Salaün hlaut um
helgina Pierre-François Caillé-
þýðingaverðlaunin fyrir franska
þýðingu sína á Konunni við 1000°
eftir Hallgrím Helgason. Alþjóðleg
samtök þýðenda í Frakklandi (So-
ciétè française des traducteurs,
SFT) velja árlega best þýddu skáld-
söguna þar í landi og féllu verð-
launin að þessu sinni Salaün í skaut,
en Konan við 1000° er fyrsta skáld-
sagan sem hann þýðir.
Í umsögn dómnefndar kemur
fram að vel hafi tekist að miðla
flóknum og fjörugum texta Hall-
gríms, sem sé uppfullur af orða-
leikjum, yfir á franska tungu.
Salaün bjó á Íslandi á árunum
2006 til 2012 og lærði íslensku við
Háskóla Íslands. Hann hefur þegar
þýtt þrjár aðrar íslenskar bækur
yfir á íslensku, þ.e. Hlustað eftir
Jón Óttar Ólafsson, Ósjálfrátt eftir
Auði Jónsdóttur sem kemur út á
frönsku í september á næsta ári og
10 ráð til að hætta að drepa fólk og
byrja að vaska upp eftir Hallgrím
Helgason. Um þessar mundir vinn-
ur hann að því að þýða þriðju bók-
ina eftir Hallgrím, þ.e. Herra Al-
heim.
Þýðandinn Jean-Christophe Salaün.
Konan við 1000°
best þýdda bókin
Ísland er ekki alvont fyr-irbrigði,“ segir sögupersónanstrákurinn við konuna sembýsnast yfir því, þegar langt
er liðið á nýja skáldsögu Guðbergs
Bergssonar, Þrír sneru aftur, að ekki
sé hægt að reiða sig á ferðafólk frem-
ur en annað í þessu landi óstöðugleik-
ans. En henni finnst allt óstöðugt:
„veðurfarið, gengi gjaldmiðilsins,
verðlagið, samgöngur og yfirvofandi
fellir í fjármálastjórn ríkisins“. Fisk-
gengd á miðin færi eftir duttlungum
strauma, fjöll
tækju upp á að
gjósa og kolrugl-
uð trén ættu það
til að bruma í
skyndilegum hlý-
indum á miðjum
vetri. „Konan fór
að formæla nátt-
úrunni, allt væri
orðið nútímalegt
nema hún, hér væri til allt af öllu, allt
stæðist samanburð við aðrar þjóðir,
framfarir væru hvarvetna, en lofts-
lagið og náttúran eins og aftan úr
rassgati.“ (206)
Guðbergur Bergsson er hér í
miklu stuði. Í sögunni birtist ærið
írónísk sýn á þróun mannlífs og
sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga, sem
grípa hvaðeina sem getur nýst þeim.
„Það heyrðist á syninum að hann
var hreykinn yfir að heimsstyrjöldin
skyldi vera háð næstum við bæj-
ardyrnar án þess að valda búinu
skaða, þvert á móti færði hún ekki
bara því heldur þjóðinni auð, þannig
að margir sem höfðu aldrei áður haft
neitt handanna á milli höfðu nú fullar
hendur fjár,“ (104) segir um það þeg-
ar feðgarnir á bænum við suður-
ströndina, sem sagan hverfist um,
gleðjast yfir hrágúmmíböllum sem
rekur af skipum sem sökkt er í seinni
heimsstyrjöldinni.
Sagan hefst á einöngruðum stað
þar sem ungum stúlkum hefur verið
komið fyrir hjá afa sínum og ömmu
sem hokra þar á afskekktu koti á
kreppuárunum. Stelpurnar eru
systradætur en þegar mæður þeirra
voru ungar höfðu þær orðið leiðar á
einangruninni, drifu sig að heiman
um tvítugt og réðu sig ásamt þriðju
systurinni í vist í Vestmannaeyjum.
„Um vorið komu allar heim barnshaf-
andi og niðurbrotnar eftir að hafa
reynt að bera faðernið upp á marga
karlmenn,“ (12) sem allir neituðu.
Elsta systirin lét sig hverfa en hinar
eignuðust dætur og skildu þær síðan
eftir hjá gömlu hjónunum þegar þær
fóru aftur að freista gæfunnar.
Gömlu hjónin ganga stúlkunum í
foreldra stað, konan fær að kenna
þeim fram að fermingu en maðurinn
liggur venjulega hlandblautur og
stynjandi á dívan, og er bletturinn á
buxunum misstór í bókinni. Það kem-
ur þó fyrir að maðurinn taki á sig
rögg ef mikið liggur við.
Á heimilinu er líka sonur hjónanna
og liggur venjulega á greni; ef hann
er ekki að skjóta tófur og láta stelp-
urnar drekkja yrðlingum, þá slugsast
hann heima við og heimfærir þar sem
sagt er og gert upp á tófuveiðar.
Enn ein aðalpersóna er strákurinn,
frændi sem á heima í þorpinu en þeg-
ar móðirin er komin á sjúkrahús er
honum einnig komið fyrir á bænum,
enda faðir hans upptekinn við að
sinna kömrum og klóaki erlendra
hermanna.
Kotbýlið og íbúar þess verða að
einskonar táknmynd fyrir sögu Ís-
lands á tuttugustu öld og hin svoköll-
uðu framfaraspor sem tekin eru,
drauma og væntingar, gróðabrall og
hagsmunapot. Og höfundurinn hlífir
engu og engum; þetta er æði kald-
hæðin lýsing á lífi og brasi fólks, sam-
bandi þeirra og sambandsleysi, og af-
ar skemmtileg aflestrar.
Hinn stóri heimur birtist á sögu-
sviðinu í líki tveggja breskra ferða-
manna sem hafa lagt á sig að læra ís-
lensku. Þeir koma með ný og
ókunnug gildi í heim kotbýlinganna
og eftir nokkur tilbreytingarlaus ár
til birtist Þjóðverji sem fær að koma
sér fyrir í nálægum helli; heimsstyrj-
öld er að ná til landsins og Bretarnir
birtast aftur, en tala nú með skipandi
rómi.
Hraði frásagnarinnar eykst og
vegur er lagður heim að bænum, son-
urinn kaupir traktor og segir að jafn-
vel faðirinn gæti tekið þátt í ævintýri
Bretavinnunnar, „risið hlandblautur
upp úr eymdarham, hætt búskap og
orðið gervismiður við að reisa her-
skála og útikamra fyrir herinn“. (75)
Á sama tíma og Íslendingarnir eru
á fullu við að bjarga sér, í nýfundnum
auðæfum, fer sonurinn að lesa á
kvöldin fyrir strákinn bók sem nefn-
ist Þrír sneru aftur, rétt eins og
skáldsagan sem við lesum, og fjallar
um skipverja sem bjargast á fleka.
Strákurinn þráir að vita hvernig hún
endar, hverjir ná að snúa aftur, en
sonurinn er tregur til að láta hann
vita sögulokin. Sagan sem við lesum
þýtur hins vegar áfram til móts við
okkar samtíma, þar sem sumar per-
sónanna lifa enn, kotbýli er breytt í
hótel, eins og öðru hverju húsi á land-
inu, og nokkrar sögupersónanna
snúa aftur með fortíðina í farteskinu.
Þrír sneru aftur er ein besta skáld-
saga Guðbergs, í langan tíma, og vís-
ar oft á bráðskemmtilegan hátt í
elstu sögur hans, Tangabækurnar,
sem og samtímaumræðu og bók-
menntir fyrr og nú. Sögumaður hlífir
engu og engum, samkenndin er ekki
mikil með þessu fólki sem gerir sitt
besta til að komast áfram við óvægn-
ar aðstæður, en það er fátt göfugt eða
upphafið við þessa baráttu. Þvert á
móti er stutt í gróteskuna í þessari
paródíu á heim og fólk sem við verð-
um að viðurkenna að eru þrátt fyrir
allt æði kunnugleg.
Morgunblaðið/Kristinn
Guðbergur Bergsson „Þrír sneru aftur er ein besta skáldsaga Guðbergs, í
langan tíma, og vísar oft á bráðskemmtilegan hátt í elstu sögur hans.“
Ísland ekki
alvont fyrirbrigði
Skáldsaga
Þrír sneru aftur bbbbn
Eftir Guðberg Bergsson.
JPV útgáfa, 2014. 214 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR