Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 1. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  305. tölublað  102. árgangur  REYNUM AÐ VERA JAFNVOND- AR VIÐ ALLA AÐ MÖRGU ER AÐ HUGA Á TÍMAMÓTUM FYRSTI ÍSLEND- INGURINN SEM HEITIR BAMBI 80 SÍÐNA AUKABLAÐ MIKILL DISNEY-MAÐUR 2ÁRAMÓTASKAUPIÐ 62 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðilegt nýtt ár Karl Blöndal kbl@mbl.is Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, kveðst búast við því að innan fimm til tíu ára verði komið á markað lyf við Alzheimer-sjúk- dómnum. Í við- tali í blaðinu Tímamót, sem fylgir Morgun- blaðinu í dag, kveðst hann eiga von á því að slíkt lyf muni ekki að- eins nýtast gegn Alzheimer-sjúkdómnum, heldur gæti það dregið úr eðlilegri hrörn- un heilans vegna aldurs og því orð- ið „lykillinn að því að breyta lífi mjög stórs hundraðshluta fólks á næstu 20 til 30 árum“. Í rannsóknum Íslenskrar erfða- greiningar fannst stökkbreyting, sem kemur í veg fyrir það ferli, sem leiðir til Alzheimer-sjúkdóms- ins. Segir Kári að þetta hafi gefið tilraunum lyfjaiðnaðarins til að hemja efnahvatann, sem leiðir til sjúkdómsins, nýjan vind í seglin. „Þetta er ágætis dæmi um það hvernig hægt er að nota erfða- fræðina til að hjálpa til við lyfjaþróun og ein af ástæðunum fyrir því að við erum nú í eigu Am- gen, sem er stórt lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum,“ segir hann. Að vera maður sjálfur lengur Kári bætir því við að takist að búa til hemil á efnahvatann, sem veldur Alzheimer-sjúkdómnum, sé ekki ólíklegt að hann verði settur út í vatn gamals fólks: „Ég er þó ekki að tala um tilraun til að gera okkur eilíf, heldur tilraun til þess að gefa fólki tækifæri til að lifa eins og það er, því maðurinn er ekkert annað en heilinn,“ segir hann. „Þetta er spurning um að setja saman lyf, sem gerir einstak- lingnum kleift að vera hann sjálfur mun lengur.“ Lyf gegn Alzheim- er innan áratugar  Kári Stefánsson segir lyf sem hamli hrörnun heilans innan seilingar  Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar gáfu lyfjaiðnaði byr í seglin  Ein ástæðan fyrir kaupum Amgen Morgunblaðið/Kristinn Íslensk erfðagreining Stökkbreyt- ingin fannst í rannsóknum ÍE. Kári Stefánsson „Við höfum verið að skoða hug- myndir beggja að- ila og okkur hefur miðað töluvert í viðræðunum í dag. Það eru þó enn nokkur atriði óleyst,“ sagði Magnús Péturs- son ríkissátta- semjari um stöð- una í samningaviðræðum Lækna- félags Íslands og ríkisins í gærkvöldi. Samningafundinum lauk klukkan hálf ellefu í gærkvöldi og hafði hann þá staðið yfir í 12 klukkustundir með hléum. Nýr fundur hefur verið ákveð- inn 2. janúar klukkan eitt. Fundur samninganefndar Skurð- læknafélags Íslands og ríkisins stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Sagði Magnús að þeim við- ræðum miðaði líka vel. Læknar hafa boðað til verkfalls mánudaginn 5. jan- úar og verða þær verkfallsaðgerðir ef til þeirra kemur umfangsmeiri en þær þrjár lotur aðgerða þegar læknar lögðu niður störf í haust. „Okkur miðar töluvert“ Gangur í viðræðum í læknadeilunni.  Nokkur atriði óleyst  Útlit er fyrir að heildarfram- leiðsla á innveg- inni mjólk verði 134-135 milljónir lítra í ár, skv. upplýsingum Samtaka afurða- stöðva í mjólkur- iðnaði (SAM), og eykst hún um nærri 12 millj- ónir lítra milli ára. Framleiðslan er meiri en verið hefur síðustu áratugi. Grundvöllurinn fyrir aukinni mjólkurframleiðslu er mikil sölu- aukning mjólkurafurða, ekki síst þeirra feitari, á árinu 2013. »6 Metframleiðsla á mjólk á þessu ári Sala mjólkurafurða er á uppleið.  Hópur ís- lenskra kvik- myndagerð- armanna stendur að Hollywood- myndinni Z for Zachariah ásamt erlendum að- ilum. Koma þeir bæði að fram- leiðslu myndar- innar sem og handritsgerð. Fram- leiðslukostnaður við myndina var um 1,1 milljarður íslenskra króna. »6 Íslendingar standa að Hollywood-mynd Frá tökustað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.