Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 2

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 2
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bambi Guðjónsson, 28 ára gamall Reykvíkingur, valdi eiginnafnið sitt sjálfur. Hann hét áður Guðmundur Andrés. Það kemur enn fyrir að hans nánustu kalli hann Gumma en kunningjar hans og vinir í net- heimum hafa lengi þekkt hann undir nafninu Bambi. „Það eru 10-14 ár síðan ég fór að hugsa um að skipta um nafn. Ég byrjaði að nota nafnið Bambi á netinu þegar ég var í kringum 14 ára aldurinn,“ sagði Bambi. „Ég hét áður svo venjulegu nafni að ef einhver kallaði nafnið mitt í hópi þá sneru svona tuttugu hausar sér við. Það var svolítið pirrandi.“ Bambi er fyrsti Íslendingurinn og sá eini sem ber eiginnafnið Bambi. „Ég valdi nafnið aðallega vegna þess að ég er mikill Disney- maður og aðdáandi Disneys,“ sagði Bambi. „Ég kallaði mig Bamba í tölvuleikjum, á spjallrásum og svo- leiðis. Svo þegar ég fór að keppa í LAN-i og maður hitti fólkið vissi enginn hvað maður hét í alvöru og allir notuðu bara „nikkið“. Þegar einhver sagði Bambi var ég sá eini sem sneri sér við. Mér fannst það mun þægilegra.“ Guðmundur Andrés fór á skrif- stofu Þjóðskrár 2004 og lagði inn umsókn um að taka upp eigin- nafnið Bambi. Starfsmaður þar sagði honum að vera ekki of bjart- sýnn á að umsóknin yrði sam- þykkt. Mannanafnanefnd ákvað engu að síður sama ár að beiðnin um eiginnafnið Bambi skyldi tekin til greina og var nafnið fært á mannanafnaskrá. Guðmundur Andrés fékk bréf um að beiðnin hefði verið samþykkt. Starfsmaður Þjóðskrár hafði Hvernig Gummi varð Bambi  Bambi Guðjónsson á enga nafna hér Morgunblaðið/Golli Nýtt nafn Bambi Guðjónsson ákvað að taka upp nýtt eiginnafn. Hann valdi nafnið aðallega vegna þess að hann segist vera mikill aðdáandi Disneys. varað hann við því að það fylgdi því heilmikill kostnaður og fyrir- höfn að skipta um nafn. Ekki að- eins kostaði að leggja inn beiðni til mannanafnanefndar, það kostar nú 3.000 kr., heldur þyrfti einnig að útvega ný skilríki, t.d. vegabréf, ökuskírteini, bankakort og margt fleira. Þá varaði starfsmaðurinn hann við því að hann þyrfti að nafnbreyta bílaláninu sínu. „Þetta hræddi mig smá og ég ákvað að bíða með að skipta um nafn þangað til ég yrði betur stæð- ur fjárhagslega. Þegar ég skipti svo um nafn fyrir rúmu ári þá kostaði það ekkert svo mikið,“ sagði Bambi Guðjónsson. Hann er enn með sömu kenni- tölu og áður og segir að nafnbreyt- ingin hafi gengið greiðlega fyrir sig þegar hann ákvað að skipta um nafn. Þjóðskrá getur leyft breytingu á eiginnafni, millinafni og/eða kenni- nafni við aðstæður sem nefndar eru í sjötta kafla mannanafnalag- anna. Þannig breytingar skulu þó aðeins leyfðar einu sinni, nema sérstaklega standi á. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigrún Magnúsdóttir verður um- hverfis- og auðlindaráðherra um áramótin og verður við það tíundi ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hún verður jafnframt fimmti ráðherra Framsóknarflokksins. Skipun hennar verður staðfest á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Sigrún hefur verið þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, setið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og verið formaður Þingvallanefndar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að loknum þingflokksfundi hjá Framsóknar- flokknum síðdegis í gær, þar sem valið á Sigrúnu var samþykkt, að ekkert hefði verið ákveðið um eftir- menn Sigrúnar í þessum embættum. Hitt biði þess að þingflokkurinn kæmi aftur saman eftir jólahlé. Spurður hvort Vigdís Hauksdóttir kæmi til greina sem þingflokksfor- maður kvaðst Sigmundur Davíð „ekki ætla að vera með neinar vangaveltur um hvað kæmi til greina í því efni“. Áður en Sigmundur Davíð gaf Morgunblaðinu kost á viðtali var hins vegar haft eftir honum á mbl.is að hann hefði rætt við Vigdísi í að- draganda valsins á ráðherra og hún að fyrra bragði mælt með Sigrúnu. Reynsla og skipulagshæfni Sigmundur Davíð segir aðspurður að Sigrún sé afar reynslumikil. „Sigrún hefur mjög mikla kosti sem munu nýtast í þessu ráðuneyti og styrkja ríkisstjórnina. Hún er einn reynslumesti stjórnmálamaður- inn okkar, var borgarfulltrúi í sextán ár og sinnti þar mörgum stórum verkefnum. Þannig að hún er vön að halda utan um stór verkefni. Ég nefni sem dæmi einsetningu grunn- skólans. Hún hefur líka skipulags- og stjórnunarhæfileika sem munu nýtast við að halda utan um mál í ráðuneytinu. Hún er mikill náttúru- unnandi og náttúrubarn, held ég að megi segja. Þannig að málaflokkur- inn er henni kær.“ – Það varð umdeilt þegar Jón Gunnarsson, formaður atvinnuvega- nefndar, kom í haust með breytinga- tillögu varðandi rammaáætlun. Munu umhverfismál verða átakamál, að þínu mati, á fyrri hluta nýs árs? „Umhverfismálin eiga ekki að þurfa að verða átakamál. Við hér á Íslandi stöndum mjög vel að vígi í samanburði við aðrar þjóðir í um- hverfismálum … Það þýðir að svig- rúmið til þess að leysa úr málum hlýtur að vera töluvert. Hvað varðar hugsanlegar virkjanir ætla ég nú ekki að fara að kveða upp úr um það í tengslum við þessar breytingar á ríkisstjórninni. En ég tel að það eigi að vera hægt að ná allgóðri samstöðu um virkjanakosti sem skerða ekki náttúrugæði verulega.“ Segir valið á Sigrúnu styrkja ríkisstjórnina  Forsætisráðherra segir nýjan ráðherra hafa mikla reynslu Morgunblaðið/Eggert Nýjum áfanga fagnað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óskar Sigrúnu Magnúsdóttur til hamingju eftir þingflokks- fundinn í gær. Aðstoðarmaður hans, Jóhannes Þór Skúlason, og bílstjóri hans, Sigurður Egilsson, fylgjast með. Nú í lok ársins eru 28 Íslend- ingar á lífi fæddir árið 1915. Aðeins einu sinni hafa verið fleiri 99 ára. Athygli vekur að karl- arnir eru tólf, sem er met. Ár- gangarnir 1916-1920 eru mjög sterkir og má því búast við að á næstu árum fari fjöldi hundrað ára og eldri yfir fimmtíu í fyrsta sinn, að sögn Jónasar Ragnars- sonar, sem er umsjónarmaður síðunnar Langlífis á Facebook. Samkvæmt samantekt Jónasar eru nú 33 Íslendingar hundrað ára og eldri, 26 konur og 7 karl- ar. „Þetta er svipaður fjöldi og fyrir einu ári en fimm árin þar á undan voru heldur fleiri á lífi. Flestir voru þeir 46 í árslok 2011. Guðríður Guðbrandsdóttir í Reykjavík er elst núlifandi Ís- lendinga, en hún er 108 ára síðan í maí. Aðeins þrjár íslenskar kon- ur hafa orðið eldri. Georg Ólafs- son í Stykkishólmi er elstur karla, 105 ára síðan í mars. Tveir hafa orðið eldri,“ skrifar Jónas. gudni@mbl.is Aldrei verið fleiri 99 ára karlar Jónas Ragnarsson  33 Íslendingar eru 100 ára og eldri Trausti Jónsson veðurfræðingur hef- ur tekið saman yfirlit yfir veðrið á árinu sem er að líða. Kemur þar fram að árið var óvenjuhlýtt á landinu öllu. Við norðurströndina og víða aust- anlands er árið það hlýjasta frá upp- hafi mælinga, þar á meðal bæði í Grímsey og á Teigarhorni þar sem mælt hefur verið samfellt að kalla frá 1874 og 1872. Í flestum öðrum lands- hlutum var árið það næsthlýjasta eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga. Sumarið var óvenjuhlýtt, sér- staklega á landinu norðaustanverðu þar sem það var sums staðar það hlýjasta frá upphafi mælinga. Þrátt fyrir hlýindin þótti tíðarfar nokkuð blendið. Skiptist á skin og skúrir Sumarið var hlýtt norðanlands og austan en lengst af votviðrasamt og sólarlítið syðra. Árið endaði með um- hleypingasömum og fremur köldum desember. Hæsti hiti ársins mældist 23,3 stig á Húsavík hinn 23. júlí. Hámarkshiti ársins á landinu öllu hefur ekki verið jafnlágur síðan 2001. Lægsti hiti ársins mældist -28,9 stig í Svartárkoti hinn 19. febrúar. Þá mældust sólskinsstundir færri en verið hefur undanfarin ár, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Voru sól- skinsstundirnar um 100 færri en í meðallagi og rúmlega 200 færri en að meðaltali síðustu 10 árin. Í Reykjavík hafa sólskinsstundirnar ekki mælst jafnfáar síðan 1993. Á Akureyri var sólarleysið það mesta í 12 ár eða síðan 2002. benedikt@mbl.is Úrkomusamt og hlýtt en sólin lét lítið sjá sig í ár Morgunblaðið/Þorkell Sú gula Árið var óvenjuhlýtt á land- inu öllu en fáar sólskinsstundir.  Það hlýjasta frá upphafi við norður- ströndina og víða austanlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.