Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 6

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunar S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innvegin mjólk eykst um nærri 12 milljónir lítra í ár, miðað við síðasta ár. Útlit er fyrir að heildar- framleiðslan verði 134-135 milljónir lítra, samkvæmt upplýsingum Sam- taka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM), og er meiri en verið hefur síðustu áratugi. „Bændur hafa brugðist vel við ákalli um að auka framleiðsluna og við höfum haft úr talsvert meiri mjólk að moða en áður,“ segir Krist- ín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri, um mjólkurfram- leiðsluárið. Söluaukning heldur áfram Grundvöllurinn fyrir aukinni mjólkurframleiðslu er mikil sölu- aukning mjólkurafurða, ekki síst þeirra feitari, á árinu 2013. Aukn- ingin hefur haldið áfram í ár þó hún sé ekki jafn mikil. Afurðastöðvar hafa hvatt bændur til að auka fram- leiðsluna til að anna eftirspurn á markaðnum og til að byggja aftur upp birgðir. Bændur setja nánast allar kvígur á í þeim tilgangi að fjölga mjólkur- kúm. Hins vegar tekur langan tíma að ala upp mjólkurkýr en bændur hafa aukið framleiðsluna með bættri fóðrun og með því að draga að slátra kúm sem farnar eru að gefa eftir. Metið fallið Mjólkurframleiðslan náði hámarki á árinu 2008, miðað við tölur frá 1980, en þá tóku mjólkursamlögin við 126,1 milljón lítra. Síðan hefur framleiðslan sveiflast nokkuð, eins og sést á meðfylgjandi súluriti. Þó tekið sé við mjólk fram eftir degi í dag og nokkra daga vanti inn í töl- urnar er ljóst orðið að framleiðslan í ár slær öll met og eykst um 9,5% frá síðasta ári. Kristín telur líklegt að mjólkur- framleiðslan aukist áfram á nýju ári. Kýrnar mjólka tólf milljónum lítra meira  Bændur svöruðu vel ákalli mjólkuriðnaðarins Innvegin mjólk* *milljónir lítra **áætlun Heimild: SAM 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 12 6. 1 12 5. 6 12 3. 2 12 4. 8 12 5. 1 12 2. 9 13 4. 5* * SVIÐSLJÓS Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Íslendingar halda áfram að láta að sér kveða í kvikmyndagerð vestan- hafs en hópur Íslendinga kemur að gerð Hollywood-kvikmyndarinnar Z for Zachariah sem kostaði níu millj- ónir bandaríkjadala í framleiðslu eða 1,1 milljarð ís- lenskra króna. Myndin hefur verið valin á Sundance- kvikmyndahátíð- ina, þar sem hún keppir í flokknum „U.S. Dramatic Competition“ sem er eins konar flaggskip hátíð- arinnar, og verður myndin jafnframt frumsýnd á hátíðinni sem fer fram hinn 24. janúar næstkomandi. Allir leikarar kvikmyndarinnar verða við- staddir frumsýningu myndarinnar ásamt íslenskum aðstandendum hennar, Páli Grímssyni kvikmynda- gerðarmanni sem keypti kvik- myndaréttinn að skáldsögunni og skrifaði handritið að myndinni ásamt Nissar Modi, breskum hand- ritshöfundi, og framleiðendunum Þóri Snæ Sigurjónssyni og Skúla Fr. Malmquist, hjá Zik Zak-kvikmynd- um, og Sigurjóni Sighvatssyni, hjá Sighvatsson Films. Páll er einnig meðframleiðandi myndarinnar. Íslendingarnir koma að fram- leiðslu myndarinnar ásamt erlend- um aðilum, m.a. Tobey Maguire sem þekktastur er fyrir leik sinn sem kóngulóarmaðurinn í samnefndri kvikmynd. Þrír stórleikarar í myndinni Leikarar Z for Zachariah eru þrír talsins og allir mjög kunnugir kvik- myndaáhugamönnum. Það eru þau Margot Robbie, sem lék ofurskvís- una Naomi Lapaglia í The Wolf of Wall Street, Chris Pine, sem lék Kirk kaptein í Star Trek-myndunum og Chiwetel Ejiofor, sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í átakanlegu kvikmyndinni 12 Years a Slave. Tökurnar fóru fram á Nýja-Sjálandi í janúar sl. Aðdragandinn að kvikmyndinni var langur en ferlið hófst árið 2004 þegar þeir Páll og Nissar keyptu réttinn að skáldsögunni. Tveimur árum eftir að þeir hófu að vinna að verkefninu komu Zik Zak- kvikmyndir inn í ferlið en það stóð lengi til að myndin yrði íslensk. „Ég skrifaði meðal annars íslenska út- gáfu af handritinu og fékk til þess styrk frá Kvikmyndasjóði ásamt Zik Zak-kvikmyndum,“ segir Páll. Handritið á lista yfir bestu handritin í Hollywood 2009 Þá kynnti Zik Zak verkefnið lengi sem íslenskt kvikmyndaverkefni en ekki tókst að fjármagna gerð mynd- arinnar hérlendis þar sem aðstæður voru erfiðar í kjölfar efnahagshruns- ins árið 2008. Á hverju ári er gefinn út listi yfir bestu handritin í Holly- wood að mati ýmissa aðila sem eru í kvikmyndabransanum í Hollywood, svokallaður „Blacklist“. Árið 2009 komst handrit myndarinnar í 26. sæti listans og segir Páll áhugann á verkefninu hafa aukist eftir það. Sama ár var handrit kvikmyndar Baltasars Kormáks, 2 Guns, á listan- um og hafnaði það í 51. sæti listans. Þá voru handrit kvikmyndanna The Social Network og Prisoners ofar- lega á listanum en báðar myndirnar náðu miklum vinsældum. Skúli segir aðstæður hafa breyst mikið eftir að handritið birtist á listanum. „Þá fóru menn að hringja í okkur,“ segir hann. Leikstjóri The Hunger Games átti að leikstýra kvikmyndinni „Eftir að handritið okkar lenti á þessum lista fóru fleiri að taka eftir því. Gary Ross, sem leikstýrði m.a. The Hunger Games, var að leita að einhverjum til að skrifa svipað hand- rit á þeim tíma. Hann las handritið, varð mjög hrifinn og stóð það lengi vel til að hann myndi leikstýra þess- ari mynd,“ segir Páll. Skúli minnist þessa einnig og rifj- ar upp þegar hann heyrði af því að Ross kæmi til greina sem leikstjóri kvikmyndar sem gera átti eftir ung- lingabók. „Við hugsuðum með okkur að það væri nú aldrei jafn merkileg mynd og okkar. Það kom svo í ljós að það væri The Hunger Games,“ segir Skúli og hlær. Finna þurfti því nýjan leikstjóra. „Bæði þurfti leikstjóra sem var heitur og leikara sem gætu forselt myndina fyrir mikið fé. Það var mik- ill darraðardans að koma því öllu saman. Þetta þurfti allt að smella á sama tímapunkti en endaði allt mjög vel,“ segir Skúli en málinu lyktaði með því að Craig Zobel var fenginn til að leikstýra kvikmyndinni eftir að hafa slegið í gegn á Sundance- kvikmyndahátíðinni árið 2012. Settu pakkann saman Hlutverk Íslendinganna við fram- leiðslu myndarinnar var að „setja saman pakkann“ að sögn Skúla og segir hann Sigurjón Sighvatsson þar hafa komið mjög sterkan inn með alla sína reynslu úr Hollywood. Ís- lendingarnir „settu pakkann saman“ ásamt framleiðslufyrirtæki Tobey Maguire, Material Pictures og í framhaldi af því tókst Zik Zak- kvikmyndum að fá þróunarfjármagn fyrir frá fyrirtækinu Lucky Hat. Íslendingar með Hollywood-mynd  Hópur Íslendinga kemur að kvikmyndinni Z for Zachariah  Um tíma stóð til að myndin yrði ís- lensk en ekki tókst að fjármagna hana hérlendis  Frumsýnd á Sundance í janúar árið 2015 Bókin Z for Zachariah eftir rit- höfundinn Robert C. O’Brien kom fyrst út árið 1974 og vann bókin til verðlaunanna Jane Addams Children’s Book Award og The Edgar Award. Páll, hand- ritshöfundur myndarinnar, segir marga Bandaríkjamenn þekkja söguna vel þar sem hún er kennd í skólum þarlendis. Myndin er vísindatryllir sem gerist eftir að „það“ gerist. Fjallar hún um stúlku og eldri vísindamann sem lifa saman hamingjusöm þangað til að þriðji aðilinn kemur inn í mynd- ina. Í skáldsögunni eru persón- urnar tvær en þær eru þrjár í kvikmyndinni sem að sögn Páls er það sem greinir handritið helst frá skáldsögunni. Fjallar um unga stelpu AÐALPERSÓNU BÆTT VIÐ Ljósmynd/Skúli Fr. Malmquist Framleiðendur Skúli Fr. Malmquist, Sigurjón Sighvatsson, Steve Banna- tyne, eigandi Lucky Hat og Þórir Snær Sigurjónsson á Nýja-Sjálandi. Stórleikarar Þau Margot Robbie, sem lék í The Wolf of Wall Street, Chris Pine, sem lék Kirk kaptein í Star Trek- myndunum og Chiwetel Ejiofor, sem lék í myndinni 12 Years a Slave, fara með hlutverk í myndinni Z for Zachariah. Páll Grímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.