Morgunblaðið - 31.12.2014, Síða 9

Morgunblaðið - 31.12.2014, Síða 9
Jólahappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var 24. desember 2014 1. Nissan Leaf Nordic rafbifreið frá BL ehf. að verðmæti kr. 4.490.000,- 8680 2. - 21. iPhone 6 plus 128GB snjallsímar, hver að verðmæti kr. 164.990,- 343 1286 2669 3295 5168 10641 14222 17081 22273 22293 23625 25400 25501 25982 27243 27436 29178 29350 29563 29649 22. - 41. Eldsneytiskort frá Orkunni, hvert að verðmæti kr. 150.000,- 1001 2120 2800 2983 3245 12915 13539 14781 15215 18065 18185 18540 19782 21987 24215 25155 25466 26956 27687 29943 42. - 61. Gjafakort, hvert að verðmæti kr. 150.000,- 2185 2989 3828 4387 7591 9897 16555 17335 20328 21735 22134 23147 24212 24280 24710 26993 28097 29037 29590 29781 Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra að Hátúni 12, Reykjavík, sími 5500360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 12. janúar 2015. Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu samtakanna sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. (b irt án áb yr gð ar ) Vinningar og vinningsnúmer Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Lögreglustjórinn á höfuðborgar- svæðinu birti í gær bráðabirgðatöl- ur um fjölda helstu brota á árinu sem er að líða. Þar kemur fram að umferðaróhöppum þar sem öku- maður var grunaður um akstur und- ir áhrifum ávana og fíkniefna fjölg- aði mjög á árinu, eða um 80 prósent. Flest brotin áttu sér stað á fyrri hluta ársins en fækkaði með hækk- andi sól. Brotum vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði um 23 prósent á milli ára. Á sama tíma fækkaði brotum vegna ölvunar við akstur um sjö prósent en í fyrsta sinn eru brot vegna akst- ur undir áhrifum ávana- og fíkni- efna fleiri en ölvunarakstursbrot. Alls lögðu lögregla og tollgæsla hald á mesta magn maríhúana sem tekið hefur verið hér á landi frá því að skráningar hófust eða 55 kíló. Hins vegar var lagt hald á töluvert minna magn af amfetamíni og al- sælu miðað við fyrri ár. Málum sem tengjast innflutningi á fíkniefnum fjölgaði um 40 prósent. Ofbeldið eykst enn Ofbeldisbrotum hefur fjölgað töluvert síðastliðin ár og voru um átta prósent fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Um 40 pró- sent allra ofbeldisbrota áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur. Minni- háttar líkamsárásum fjölgaði um átta prósent og meiriháttar líkams- árásum fjölgaði um sjö prósent milli ára. Rúmlega helmingur allra ofbeld- isbrota átti sér stað að kvöld- eða næturlagi um helgar. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði hegningarlagabrotum um fjögur prósent samanborið við árið 2013. Að meðaltali var tilkynnt um tæp- lega 21 hegningarlagabrot á dag. Kynferðisbrotum fækkar hlut- fallslega mest, eða um 40 prósent en fjallað er nánar um ástæðu þess hér til hliðar. Þjófnuðum fækkaði um sex prósent en tilkynningum um þjófnaði hefur stöðugt verið að fækka síðan árið 2009. Þannig virð- ist sem farsímaþjófar séu á und- anhaldi því farsímaþjófnuðum fækk- aði um 25 prósent. Innbrotum fjölgaði hins vegar um fjögur prósent á milli ára og fjölgaði innbrotum í ökutæki þar mest eða um 43 prósent. Að meðaltali bárust lögreglunni tæplega 20 tilkynningar um heim- ilisofbeldi á mánuði á árinu. Til- kynningum um heimilisofbeldi fjölg- aði um 11 prósent á milli ára. Fíkniefnaneysla eykst í umferðinni  Ökutækjatjónum sem rekja má til fíkniefna fjölgaði um 80% Morgunblaðið/Júlíus Stoppað Umferðaróhöppum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna fjölgaði um 80 prósent á árinu. Í fyrsta sinn eru brot vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna fleiri en ölvunarakstursbrot. FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Kjarnafæði-ekki Norðlenska Erla Magna Alexandersdóttir skrif- aði í Velvakanda í gær að hamborg- arhryggur sem hún keypti og snæddi hefði verið frá Norðlenska. Það er ekki rétt, hann var frá Kjarnafæði. Hún biður þá hjá Norð- lenska afsökunar á mistökunum. LEIÐRÉTT Útsölur í öllum helstu verslunum eru nú handan við hornið en venja er að þær hefjist í byrjun janúar. Í Kringlunni og Smáralind hefjast herlegheitin 2. janúar og verður opið lengur af því tilefni eða til kl. 21. Útsölurnar standa svo út jan- úarmánuð. Sumar verslanirnar hafa þó tekið forskot á sæluna og þegar hafið útsölur, kaupglöðum landsmönnum til mikillar ánægju. Janúarútsölurnar á sínum stað Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á Facebook Útsalan hefst 2. janúar opið í dag kl. 10–12 GLEÐILEGT ÁR GLEÐILEGT NÝTT ÁR ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA ÚTSALAN HEFST 2. JANÚAR kl. 13 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ritstjóraskipti urðu á DV í gær þegar Hallgrímur Thorsteinsson stóð upp úr ritstjórastólnum eftir aðeins 39 daga í starfinu og þau Eggert Skúlason og Kolbrún Berg- þórsdóttir voru ráðin í hans stað. Þá var Hörður Ægisson ráðinn við- skiptaritstjóri blaðsins. Þrír blaða- menn á DV misstu vinnuna í kjölfar breytinganna. Þeir starfsmenn DV sem Morg- unblaðið ræddi við í gær eru mjög ósáttir við nýjasta útspil stjórnar blaðsins að ráða Eggert sem rit- stjóra. Ekki er langt síðan Eggert vann skýrslu fyrir stjórnina þar sem hann gaf blaðinu sem hann ritstýrir nú falleinkunn. Allir starfsmenn DV skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum þar sem skýrslan var kölluð hrákasmíð. Sömu starfsmenn eiga erfitt með að hugsa sér að starfa undir nýjum ritstjóra og sögðust búast við flótta starfsmanna. „Hann hefur þegar sagt hvaða álit hann hefur á okkur,“ sagði einn blaðamaður DV og spurði um leið um vinnu á Morgunblaðinu. Hallgrímur leiðir útvarpssvið Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamenn á DV sem unnu blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir um- fjöllun um lekamálið, gagnrýndu ráðningu Eggerts Skúlasonar harð- lega í viðtali við Kastljós í gær- kvöldi. Sögðust þeir meðal annars hafa grínast með að Eggert yrði ráðinn ritstjóri því það væri svo frá- leitt. Uppsagnir blaðamanna DV eru hluti af skipulagsbreytingum sem ráðist var í vegna samruna DV og Pressunnar. Sá samruni kemur í kjölfar kaupa Pressunnar, sem er í meirihlutaeigu Björns Inga Hrafns- sonar, sem á um 70 prósent í DV ehf. Björn Ingi og Hallgrímur fund- Hallgrímur Thorsteinsson Eggert Skúlason Kolbrún Bergþórsdóttir  Breytingar gerðar á yfirstjórn DV Ólga meðal starfsmanna Hörður Ægisson uðu í gærmorgun um fyrirhugaðar breytingar en hurfu svo af vettvangi og létu Stein Kára Ragnarsson framkvæmdastjóra sjá um tilkynn- inguna til starfsmanna sem og upp- sagnirnar. Hallgrímur mun starfa áfram á vegum Pressunnar og leiða stefnu- mótun á sviði talmálsútvarps. Breytinga að vænta DV sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem sagt er að breytingar verði gerðar á aðkeyptu efni í hag- ræðingarskyni. Er það í samræmi við markmið nýrrar stjórnar DV að félagið verði rekið með hagnaði á nýju ári. Næsti útgáfudagur DV er föstu- dagurinn 9. janúar næstkomandi. Í byrjun nýs árs mun DV kynna margvíslegar breytingar sem ætlað er að fjölga áskrifendum og auka lausasölu blaðsins. Jafnframt verður ráðist í ýmsar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem dagblaðið Vísir árið 1910. mbl.is Tilkynntum kynferðisbrotum fækkaði töluvert á milli ára, eða um 40 pró- sent. Hlutfallslega fækkaði vændismálum mest, um heil 96 prósent. Fóru úr 55 málum í aðeins tvö. Skýringin felst aðallega í niðurskurði en þrír lögregluþjónar störfuðu við þennan málaflokk á árinu 2012 og 2013. En fjárveitingin var aðeins til tveggja ára og því voru stöðugildin felld niður. Enginn lögreglumaður er sérstaklega að vinna í málaflokknum enda segir lögreglan í tilkynningunni að þessi brot séu að mestu tilkomin vegna frumkvæðisvinnu lögreglu. Mjög mikil fjölgun varð á skráðum brotum um kaup á vændi, árið 2013. Þá komu 175 mál á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Suður- nesjum það ár. Að meðaltali voru tilkynnt þrjú kynferðisbrot á viku á árinu. Enginn vinnur við vændið AÐEINS TVÖ VÆNDISMÁL KOMU Á BORÐ LÖGREGLUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.