Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 11

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 11
Morgunblaðið/Kristinn Tannlæknadeild Deildin er sú fámennasta innan sviðsins en áhersla er á samræðu og aukið samstarf milli ólíkra deilda heilbrigðisvísindasviðs. meðferð eða leiðum til að skoða hlutina. Þróun vísinda á sviðinu Auk þeirra 165 erinda sem flutt verða geta ráðstefnugestir gengið á milli og skoðað þau 130 veggspjöld sem sýnd verða. „Þarna verður fjallað um allt frá dýrarannsóknum, hvað er gert er á tilraunastofunni og skoðun á frumum upp í velferðar- kerfið og velferð og vellíðan á ýms- um æviskeiðum,“ segir Inga. Allir þeir sem halda erindi eru útskrifaðir úr grunnnámi og eru fyrirlesarar ýmist akademískir starfsmenn eða í framhaldsnámi. Við skipulagningu ráðstefnunnar var mikil áhersla lögð á að doktorsnemar kæmu og kynntu sín verk því skólinn stendur fyrir menntun og nýliðun vísindamanna jafnhliða þróun vísinda á sviðinu. Gestafyrirlesarar eru nokkrir og má þar til dæmis nefna Hans Tómas Björnssson, lækni við McKu- sick-Nathans-erfðalækningastofn- unina og barnadeild John Hopkins- háskólasjúkrahússins í Baltimore í Bandaríkjunum. Erindi hans er um Kabuki- heilkenni og mögulega meðhöndlanlega ástæðu fyrir þroskaskerðingu. Sigurður Guðmunds- son, smitsjúkdómalæknir og prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands, flytur erindið Ebóla: Vandi Vestur-Afríku eða Vesturlanda? Arna Hauksdóttir, dósent í lýðheilsuvísindum við Há- skóla Íslands, flytur erindi um nátt- úruhamfarir og heilsu á Íslandi og tækifæri til þekkingarsköpunar á al- þjóðavettvangi. Nánari upplýsingar um dag- skrána er að finna á vef heilbrigðisvísindasviðs, www.radstefnurhvs.hi.is. Fjórar málstofur fara fram sam- tímis í sölum sem taka allt að 180 manns í sæti hver og er hver mál- stofa stutt, eða um klukkustund. „Það reynir á málstofustjórana en við erum komin með gott úrval mál- stofustjóra sem passa upp á að allt renni vel þó svo að fólk komi úr ólíkum áttum,“ segir Inga Þórs- dóttir, forseti heilbrigðisvís- indasviðs. Ekkert kostar inn á ráðstefn- una en brýnt er að fólk skrái sig. Skráningu lýkur í dag og fer hún fram á vefsíðunni: www.radstefnurhvs.hi.is. „Áhersla er lögð á þver- fræðilegt samstarf“ Morgunblaðið/Kristinn Lyfjafræði Vaxandi áhugi er á lyfjafræði eins og sést meðal annars á fjölda nemenda og rannsókna deildarinnar. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki, félagsmönnum, viðskiptavinum svo og landsmönnum öllum velfarnaðar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Kaupfélag Skagfirðinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.