Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 24

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Traust og góð þjónusta í 18 ár HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14 Er ekki kominn tími á að fá sér góð les-, tölvu- eða fjærgleraugu Verð frá 19.900,- umgjörð og gler Munið okk ar vinsælu GJAFABRÉ F fi p y j g p C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam Villibráðar-paté prikmeð pa Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ - salat skufer ðbo arðameð Miðj kjRisa-ræ með peppadew iluS ajónmeð japönsku m het Hörpuskeljar má, 3 s Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta. Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Í Kjarnalundi eru hátt í fimmtíu herbergi, flest þeirra eru vel búin og standast þær kröfur sem gerðar eru til heilsuhótels, auk þess sem húsið er vel byggt. Við ætlum að opna heilsuhótel í Kjarnalundi næsta vor og þessa dagana er verið að skipta um gler í húsinu og eftir áramót verður settur aukinn kraftur í ýmsar nauðsynlegar lagfæringar,“ segir Magnús Guðjónsson, eigandi bygg- ingarfélagsins Fjölnis á Akureyri. Eignarhaldsfélagið Kjarnalundur hefur keypt fasteignina Kjarnalund af Landsbankanum, en í húsinu var síðast rekin öldrunarþjónusta á veg- um Akureyrarbæjar. Náttúrulækn- ingafélag Akureyrar byggði Kjarna- lund í því skyni að reka þar heilsu- hæli, en húsið stendur á rúmlega 20 þúsund fermetra lóð í austanverðum Kjarnaskógi við Akureyri. Magnús segir að sundlaug sé í Kjarnalundi og önnur nauðsynleg aðstaða til að reka heilsuhótel. „Á fyrstu hæðinni er gert ráð fyrir heilsueflandi starfsemi og staðsetn- ingin getur vart verið betri. Lóðin er fullfrágengin og ræktuð með fal- legum trjágróðri, skjólgirðingum, grasflöt, heitum pottum og fleira. Kjarnaskógur er perla Eyjafjarðar og við ætlum að tengja hótelið betur við skóginn með göngustígum. Þannig geta gestirnir með auðveld- um hætti notið náttúruparadísar- innar í Kjarnaskógi enn betur.“ „Okkar markhópur verður fyrst og fremst fólk sem vill koma til Akureyrar og styrkja líkama og sál. Ferðaþjónusta hefur verið að eflast hérna fyrir norðan á undanförnum árum og ég er sannfærður um að slíkt heilsuhótel verður góð viðbót í fjölbreytta flóru ferðaþjónustunnar. Akureyri er auk þess einn fjölsótt- asti ferðarmannabær landsins og öll þjónusta í bænum er til staðar. Heilsuþjónusta er í vexti Heilsutengd ferðaþjónusta hefur verið að sækja í sig veðrið á undan- förnum árum hér á landi og við sem stöndum að þessu verkefni viljum taka þátt í enn frekari vexti grein- arinnar. Þau viðbrögð sem við höf- um fengið til þessa lofa góðu, þannig að ég get ekki annað en verið nokk- uð bjartsýnn á reksturinn,“ segir Magnús Guðjónsson. Morgunblaðið/Karl Eskil Pálsson Kjarnalundur Náttúrulækningafélag Akureyrar byggði Kjarnalund og var húsið tekið í notkun árið 1993. Í húsinu er meðal annars sundlaug og önnur aðstaða til að reka heilsutengda starfsemi. Stefnt er að opnun næsta vor. Kjarnalundi verður breytt í heilsuhótel  „Kjarnaskógur er perla Eyjafjarðar,“ segja nýir eigendur Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Alls búa 12,2% barna á Íslandi á heimilum undir lágtekjumörkum og 8,3% barna búa við skort á efnis- legum gæðum. Þetta kemur fram í Félagsvísum sem Eygló Harðar- dóttir, félags- og húsnæðismála- ráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórn- arinnar í gærmorgun. Í umfjöllun um Félagsvísa á vef- síðu velferðarráðuneytisins segir að þessar tölur séu með þeim lægstu sem þekkist og að það sama gildi um tölu þeirra Íslendinga sem hafa tekjur undir lágtekjumörkum en það munu vera 9,3% þjóðarinnar. Tekjur 27% einstæðra foreldra eru undir lágtekjumörkum sé miðað við upplýsingar í Félagsvísum. Þá eru tekjur 23% einhleypra karla undir lágtekjumörkum samanborið við 9% einhleypra kvenna. „Alls telja 26% landsmanna hús- næðiskostnað vera þunga byrði, sama hlutfall hjá einstæðum foreldrum er 43%. Helmingur allra heimila á erfitt með að ná endum saman og á það við um 77% heimila einstæðra foreldra (tafla 20). Þegar staða á húsnæðis- markaði er skoðuð í ljósi kostnaðar, segja 17,9% leigjenda á almennum markaði að húsnæðiskostnaður sé verulega íþyngjandi, samanborið við 6,8% eigenda með fasteignalán, en í þeim hópi nefnir lægst hlutfall hús- næðiskostnað sem verulega íþyngj- andi [...],“ segir í umfjölluninni. 8,3% barna sögð búa við skort  Helmingur allra heimila á erfitt með að ná endum saman Lyfjakostnaður lækkar um ára- mót vegna skattalækkana og breytinga á hámarkshlutfalli sjúklinga. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá velferð- arráðuneytinu. Segir þar að hlutur sjúkra- tryggðra í lyfjakostnaði muni lækka 1. janúar nk. skv. reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur gef- ið út. „Þak á árlegum hámarks- kostnaði lyfjanotenda lækkar um 10%; fer hjá almennum notendum úr 69.416 kr. í 62.000 og hjá börn- um og lífeyrisþegum og ungmenn- um yngri en 22 ára úr 46.277 kr. í 41.000 kr,“ segir þar m.a. Að auki lækka fjárhæðir afsláttarþrepa í lyfjagreiðslukerf- inu, ásamt því sem virðisauka- skattur á lyf lækkar um áramót, fer úr 25,5% í 24%. Lyfjakostnaður lækkar um áramótin Lyf lækka í verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.