Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 29

Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Auglýsing um breytingu á sýslumannsembættum Frá og með 1. janúar 2015 verða breytingar á umdæmamörkum sýslumanna. Heiti embættanna, starfsstöðvar og símanúmar verða sem hér segir: Vakin er athygli á að hin nýju embætti munu taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en föstudaginn 2. janúar verða embættin lokuð vegna umfangsmikilla tölvukerfisbreytinga. Sérstök athygli er vakin á því að ekki verður hægt að fá afhent vegabréf hjá sýslumönnum á tímabilinu frá hádegi á gamlársdag 31. desember 2014 til kl. 8:30 að morgni mánudagsins 5. janúar 2015. Hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, skrifstofunni á Dalvegi 18 í Kópavogi verður þó föstudaginn 2. janúar kl. 12:00- 16:00 hægt að fá afhent tilbúin vegabréf sem pöntuð voru hjá sýslumanninum í Kópavogi og sýslumanninum í Hafnarfirði. Þjónusta sýslumanna verður áfram óbreytt hjá embættunum nema að á höfuðborgarsvæðinu mun tollstjóri annast innheimtu skatta og gjalda frá og með 1. janúar 2015. Þeir sem eiga lögheimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði geta frá þeim degi ekki greitt skatta og gjöld hjá skrif- stofum sýslumanns í Kópavogi og Hafnarfirði heldur flyst öll innheimta og þjón- usta vegna innheimtunnar til tollstjóra að Tryggvagötu 19, í Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemi sýslumannsembætta er að finna á vef sýslumanna www.syslumenn.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - sími 458 2000 Starfsstöðvar: Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík Dalvegur 18, 201 Kópavogur Bæjarhrauni 18, 220 Hafnarfjörður Sýslumaðurinn á Vesturlandi - sími 458 2300 Starfsstöðvar: Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmur Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes Stillholti 16-18, 300 Akranes Miðbraut 11, 370 Búðardalur Bankastræti 1a, 355 Ólafsvík Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - sími 458 2400 Starfsstöðvar: Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður Aðalstræti 92, 450 Patreksfjörður Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - sími 458 2500 Starfsstöðvar: Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós Suðurgötu 1, 550 Sauðárkrókur Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - sími 458 2600 Starfsstöðvar: Útgarði 1, 640 Húsavík Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Gránugötu 6, 580 Siglufjörður Gunnarsbraut 6, 620 Dalvík Sýslumaðurinn á Austurlandi - sími 458 2700 Starfsstöðvar: Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfjörður Strandgötu 52, 735 Eskifjörður Lyngási 15, 700 Egilsstaðir Lónabraut 2, 690 Vopnafjörður Sýslumaðurinn á Suðurlandi - sími 458 2800 Starfsstöðvar: Hörðuvöllum 1, 800 Selfossi Austurvegi 6, 860 Hvolsvöllur Ránarbraut , 870 Vík Hafnarbraut 36, 780 Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum - sími 458 2900 Starfsstöð: Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjar Sýslumaðurinn á Suðurnesjum - sími 458 2200 Starfsstöðvar: Vatnsnesvegi 33, 230 Reykjanesbæ Víkurbraut 25, 240 Grindavík FRÉTTASKÝRING Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Tvö félög skera sig úr þegar skoðuð er þróun á gengi bréfa í félögum á aðalmarkaði Kauphallarinnar yfir árið. Þannig hækkuðu bréf í HB Granda um 62,4% yfir árið og bréf í Össuri um 60,7%, en fyrrnefnda fé- lagið var skráð á First North- markaðstorgið framan af ári. Fjar- skipti hækkuðu einnig umtalsvert eða um 24,9%. Þá lækkuðu bréf í TM um 13,8% og bréf Regins um 13,7%. Tvö ný félög voru skráð á aðal- markað Kauphallarinnar á árinu, annars vegar Sjóvá og hins vegar HB Grandi sem áður var á First North-markaðstorginu eins og fyrr segir. Bréf í Sjóvá hafa hækkað um 12,7% síðan þau voru tekin til við- skipta í apríl. Mest velta með Icelandair Heildarvelta með skráð hlutabréf í Kauphöllinni var liðlega 291 millj- arður króna í ár, en til samanburðar var hún 250 milljarðar í fyrra. Árið þar áður var veltan 89 milljarðar króna. Langmest velta í ár var með bréf í Icelandair eða 71,7 milljarðar króna. Velta með bréf Nýherja nam hins vegar einungis 86 milljónum króna. Dagsvelta var tæpir 1,2 milljarðar að meðaltali í ár en var í fyrra 985 milljónir og aðeins 340 milljónir árið 2012. Veltumesti dagurinn í ár var 23. apríl þegar veltan var 14,4 millj- arðar. Sá veltuminnsti var 26. júní þegar veltan nam 76 milljónum. Úrvalsvísitalan upp um 3,6% Í lok síðasta árs stóð Úrvalsvísitalan í 1.259,6 stigum en hún stóð í 1.304,81 stigi í upphafi viðskiptadags í gær og hafði þannig hækkað um 3,59%. Aðalvísitalan var hins vegar 864,93 í lok síðasta árs en var komin í 956,97 stig í upphafi viðskiptadags í gær og hafði þannig hækkað um 10,64%. Meiri hækkun Aðalvísitölu skýrist að mestu af hækkun bréfa í Össuri, sem ekki er í Úrvalsvísitöl- unni. Félögum í Úrvalsvísitölunni fjölg- aði úr sex í átta þann 1. júlí síðastlið- inn. Þannig komu HB Grandi, N1 og Sjóvá inn í vísitöluna en Eimskip datt út. Heildarmarkaðsverðmæti allra skráðra félaga við upphaf við- skiptadags í gær var tæplega 680 milljarðar króna en sú tala stóð í 486 milljörðum í árslok 2013. Verðmæt- asta félagið er Össur, en markaðs- virði þess er 165,6 milljarðar. Þar á eftir koma Icelandair Group að verðmæti 106,3 milljarðar og Marel með 101,1 milljarðs markaðs- verðmæti. Fjöldi nýskráninga ekki allt Að mati Kristjáns Markúsar Braga- sonar hjá greiningu Íslandsbanka stóð tvennt upp úr á hlutabréfa- markaðnum á árinu. Annars vegar nýskráningar HB Granda og Sjóvár á Aðalmarkað Kauphallarinnar og hins vegar þungur róður hlutabréfa- markaðarins framan af árinu. Hann telur betra að líta til virðis skráðra félaga í hlutfalli af vergri landsfram- leiðslu en fjölda nýskráninga. Þann- ig sé virði skráðra hlutabréfa í árs- lok 2014 rúmlega 32% af væntri landsframleiðslu ársins 2014, sem sé talsverð hækkun frá árinu 2013 þeg- ar hlutfallið var 25%. ,,Í því ljósi var þróun markaðarins hófstilltari en gert var ráð fyrir. Allt bendir til frekar hóflegs fjölda nýskráninga á næsta ári.“ Hann bendir á að flest félög hafi lækkað í verði fram á haustmánuði, sveifla innan ársins 2014 verið mjög mikil og arðsemi hlutabréfamark- aðarins ófullnægjandi miðað við eðli- lega ávöxtunarkröfu til hlutabréfa. Stefán Broddi Guðjónsson, hjá greiningardeild Arion banka, telur árið prýðilegt fyrir hlutabréfamark- aðinn. Þó hafi ávöxtun að jafnaði ekki verið sérstök og nýskráningar færri en hann átti von á. „Gæði markaða eru hins vegar ekki aðeins mæld í ávöxtun eða fjölda félaga. Ekki síður er mikilvægt að markaðir endurspegli afkomu og horfur í rekstri félaganna. Þá er og jákvætt að félögin greiði eigendum sínum reglulega arð þegar afkoma er góð og fjárhagsstaða sterk. Af þeim sök- um vænti ég þess að félög í Kaup- höllinni haldi áfram að greiða eig- endum sínum ágætan arð á næsta ári líkt og á árinu sem nú er að líða.“ Hófstillt þróun í Kauphöllinni í ár Gengi bréfa á aðalmarkaði Kauphallarinnar árið 2014 VÍS 11.3% Icelandair 21,25% Nýherji 14,9% N1 17,8% Marel 0,3% HB Grandi 62,4% Hagar 5,95% Fjarskipti 24,9% Össur 60,7% TM 13,8% Sjóva 12,7%* Eimskip 10,11% Reginn 13,7% Heimild: Kauphöllin* Viðskipti höfust 11. aprílTölurnar eru leiðréttar fyrir fyrirtækjaaðgerðum  Heildarvelta með skráð bréf liðlega 290 milljarðar á árinu  Mesta veltan með bréf Icelandair  Bréf í HB Granda hækkuðu um 62,4% og bréf í Össuri um 60,7%  Össur verðmætasta félagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.