Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Auglýsing um breytingu á sýslumannsembættum Frá og með 1. janúar 2015 verða breytingar á umdæmamörkum sýslumanna. Heiti embættanna, starfsstöðvar og símanúmar verða sem hér segir: Vakin er athygli á að hin nýju embætti munu taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en föstudaginn 2. janúar verða embættin lokuð vegna umfangsmikilla tölvukerfisbreytinga. Sérstök athygli er vakin á því að ekki verður hægt að fá afhent vegabréf hjá sýslumönnum á tímabilinu frá hádegi á gamlársdag 31. desember 2014 til kl. 8:30 að morgni mánudagsins 5. janúar 2015. Hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, skrifstofunni á Dalvegi 18 í Kópavogi verður þó föstudaginn 2. janúar kl. 12:00- 16:00 hægt að fá afhent tilbúin vegabréf sem pöntuð voru hjá sýslumanninum í Kópavogi og sýslumanninum í Hafnarfirði. Þjónusta sýslumanna verður áfram óbreytt hjá embættunum nema að á höfuðborgarsvæðinu mun tollstjóri annast innheimtu skatta og gjalda frá og með 1. janúar 2015. Þeir sem eiga lögheimili í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði geta frá þeim degi ekki greitt skatta og gjöld hjá skrif- stofum sýslumanns í Kópavogi og Hafnarfirði heldur flyst öll innheimta og þjón- usta vegna innheimtunnar til tollstjóra að Tryggvagötu 19, í Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemi sýslumannsembætta er að finna á vef sýslumanna www.syslumenn.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - sími 458 2000 Starfsstöðvar: Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík Dalvegur 18, 201 Kópavogur Bæjarhrauni 18, 220 Hafnarfjörður Sýslumaðurinn á Vesturlandi - sími 458 2300 Starfsstöðvar: Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmur Bjarnarbraut 2, 310 Borgarnes Stillholti 16-18, 300 Akranes Miðbraut 11, 370 Búðardalur Bankastræti 1a, 355 Ólafsvík Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - sími 458 2400 Starfsstöðvar: Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður Aðalstræti 92, 450 Patreksfjörður Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra - sími 458 2500 Starfsstöðvar: Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós Suðurgötu 1, 550 Sauðárkrókur Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - sími 458 2600 Starfsstöðvar: Útgarði 1, 640 Húsavík Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Gránugötu 6, 580 Siglufjörður Gunnarsbraut 6, 620 Dalvík Sýslumaðurinn á Austurlandi - sími 458 2700 Starfsstöðvar: Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfjörður Strandgötu 52, 735 Eskifjörður Lyngási 15, 700 Egilsstaðir Lónabraut 2, 690 Vopnafjörður Sýslumaðurinn á Suðurlandi - sími 458 2800 Starfsstöðvar: Hörðuvöllum 1, 800 Selfossi Austurvegi 6, 860 Hvolsvöllur Ránarbraut , 870 Vík Hafnarbraut 36, 780 Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum - sími 458 2900 Starfsstöð: Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjar Sýslumaðurinn á Suðurnesjum - sími 458 2200 Starfsstöðvar: Vatnsnesvegi 33, 230 Reykjanesbæ Víkurbraut 25, 240 Grindavík FRÉTTASKÝRING Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Tvö félög skera sig úr þegar skoðuð er þróun á gengi bréfa í félögum á aðalmarkaði Kauphallarinnar yfir árið. Þannig hækkuðu bréf í HB Granda um 62,4% yfir árið og bréf í Össuri um 60,7%, en fyrrnefnda fé- lagið var skráð á First North- markaðstorgið framan af ári. Fjar- skipti hækkuðu einnig umtalsvert eða um 24,9%. Þá lækkuðu bréf í TM um 13,8% og bréf Regins um 13,7%. Tvö ný félög voru skráð á aðal- markað Kauphallarinnar á árinu, annars vegar Sjóvá og hins vegar HB Grandi sem áður var á First North-markaðstorginu eins og fyrr segir. Bréf í Sjóvá hafa hækkað um 12,7% síðan þau voru tekin til við- skipta í apríl. Mest velta með Icelandair Heildarvelta með skráð hlutabréf í Kauphöllinni var liðlega 291 millj- arður króna í ár, en til samanburðar var hún 250 milljarðar í fyrra. Árið þar áður var veltan 89 milljarðar króna. Langmest velta í ár var með bréf í Icelandair eða 71,7 milljarðar króna. Velta með bréf Nýherja nam hins vegar einungis 86 milljónum króna. Dagsvelta var tæpir 1,2 milljarðar að meðaltali í ár en var í fyrra 985 milljónir og aðeins 340 milljónir árið 2012. Veltumesti dagurinn í ár var 23. apríl þegar veltan var 14,4 millj- arðar. Sá veltuminnsti var 26. júní þegar veltan nam 76 milljónum. Úrvalsvísitalan upp um 3,6% Í lok síðasta árs stóð Úrvalsvísitalan í 1.259,6 stigum en hún stóð í 1.304,81 stigi í upphafi viðskiptadags í gær og hafði þannig hækkað um 3,59%. Aðalvísitalan var hins vegar 864,93 í lok síðasta árs en var komin í 956,97 stig í upphafi viðskiptadags í gær og hafði þannig hækkað um 10,64%. Meiri hækkun Aðalvísitölu skýrist að mestu af hækkun bréfa í Össuri, sem ekki er í Úrvalsvísitöl- unni. Félögum í Úrvalsvísitölunni fjölg- aði úr sex í átta þann 1. júlí síðastlið- inn. Þannig komu HB Grandi, N1 og Sjóvá inn í vísitöluna en Eimskip datt út. Heildarmarkaðsverðmæti allra skráðra félaga við upphaf við- skiptadags í gær var tæplega 680 milljarðar króna en sú tala stóð í 486 milljörðum í árslok 2013. Verðmæt- asta félagið er Össur, en markaðs- virði þess er 165,6 milljarðar. Þar á eftir koma Icelandair Group að verðmæti 106,3 milljarðar og Marel með 101,1 milljarðs markaðs- verðmæti. Fjöldi nýskráninga ekki allt Að mati Kristjáns Markúsar Braga- sonar hjá greiningu Íslandsbanka stóð tvennt upp úr á hlutabréfa- markaðnum á árinu. Annars vegar nýskráningar HB Granda og Sjóvár á Aðalmarkað Kauphallarinnar og hins vegar þungur róður hlutabréfa- markaðarins framan af árinu. Hann telur betra að líta til virðis skráðra félaga í hlutfalli af vergri landsfram- leiðslu en fjölda nýskráninga. Þann- ig sé virði skráðra hlutabréfa í árs- lok 2014 rúmlega 32% af væntri landsframleiðslu ársins 2014, sem sé talsverð hækkun frá árinu 2013 þeg- ar hlutfallið var 25%. ,,Í því ljósi var þróun markaðarins hófstilltari en gert var ráð fyrir. Allt bendir til frekar hóflegs fjölda nýskráninga á næsta ári.“ Hann bendir á að flest félög hafi lækkað í verði fram á haustmánuði, sveifla innan ársins 2014 verið mjög mikil og arðsemi hlutabréfamark- aðarins ófullnægjandi miðað við eðli- lega ávöxtunarkröfu til hlutabréfa. Stefán Broddi Guðjónsson, hjá greiningardeild Arion banka, telur árið prýðilegt fyrir hlutabréfamark- aðinn. Þó hafi ávöxtun að jafnaði ekki verið sérstök og nýskráningar færri en hann átti von á. „Gæði markaða eru hins vegar ekki aðeins mæld í ávöxtun eða fjölda félaga. Ekki síður er mikilvægt að markaðir endurspegli afkomu og horfur í rekstri félaganna. Þá er og jákvætt að félögin greiði eigendum sínum reglulega arð þegar afkoma er góð og fjárhagsstaða sterk. Af þeim sök- um vænti ég þess að félög í Kaup- höllinni haldi áfram að greiða eig- endum sínum ágætan arð á næsta ári líkt og á árinu sem nú er að líða.“ Hófstillt þróun í Kauphöllinni í ár Gengi bréfa á aðalmarkaði Kauphallarinnar árið 2014 VÍS 11.3% Icelandair 21,25% Nýherji 14,9% N1 17,8% Marel 0,3% HB Grandi 62,4% Hagar 5,95% Fjarskipti 24,9% Össur 60,7% TM 13,8% Sjóva 12,7%* Eimskip 10,11% Reginn 13,7% Heimild: Kauphöllin* Viðskipti höfust 11. aprílTölurnar eru leiðréttar fyrir fyrirtækjaaðgerðum  Heildarvelta með skráð bréf liðlega 290 milljarðar á árinu  Mesta veltan með bréf Icelandair  Bréf í HB Granda hækkuðu um 62,4% og bréf í Össuri um 60,7%  Össur verðmætasta félagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.