Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 30

Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 30
Heimild: syriza.org *ESB, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Evrópski seðlabankinn Stofnað árið 2004 þegar flokkur fyrrverandi kommúnista og fleiri vinstriflokkar sameinuðust Bandalag róttækra vinstriflokka Fylgi í könnunum Kapa-rannsóknir Syriza Nýtt lýðræði Alko Alexis Tsipras Aldur: 40 ára. Á tvö börn2009 2012 2014 Fékk 5,04% atkvæða í þingkosningum. Tsipras kjörinn á þing Syriza í sókn í Grikklandi Leiðtogi flokksins Helstu markmiðFékk 26,9% fylgi og flokkurinn Nýtt lýðræði 29,7% í þingkosningum Maí: Fékk 26,57% atkvæða í kosningum til Evrópuþingsins. Spáð sigri í kosningum sem verða haldnar 25. janúar Varaformaður Flokks evrópskra vinstrimanna Er andvígur sparnaðaraðgerðum sem lánardrottnar knúðu fram* 27,2% 24,7% 28,3% 25% Vill að erlendar skuldir Grikklands verði afskrifaðar að hluta Antonis Samaras, forsætisráðherra stjórnar mið- og hægriflokka í Grikklandi, sagði í gær að þingkosn- ingar sem verða haldnar 25. janúar réðu úrslitum um hvort landið héldi evrunni. Boða þurfti til kosninganna eftir að þinginu tókst ekki að kjósa næsta forseta í stað Karolos Papou- las, en fimm ára kjörtímabili hans lýkur í mars. Þetta er í annað skipti á tæpum tveimur árum sem efnt er til þing- kosninga í Grikklandi. Skoðana- kannanir benda til þess að flokkur- inn Syriza, Bandalag róttækra vinstriflokka, fái ívið meira fylgi en mið- og hægriflokkurinn Nýtt lýð- ræði. Talið er þó að hvorugur flokk- anna fái nógu mikið fylgi til að geta myndað nýja ríkisstjórn og óttast er því að boða þurfi aftur til kosninga eftir að nýtt þing kemur saman til að kjósa forseta, að sögn Kathimerini, frjálslynds dagblaðs í Grikklandi. Syriza-flokkurinn er andvígur sparnaðaraðgerðum sem stjórn Grikklands samþykkti til að fá að- stoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Evr- ópusambandsins og Evrópska seðla- bankans vegna efnahagskreppunnar í landinu. Flokkurinn vill að skil- málum aðstoðarinnar verði breytt. „Forgangsverkefni okkar er að bjarga landinu innan evrusvæðisins, ekki að bjarga evrunni í Grikklandi með því að eyðileggja samfélagið,“ segir leiðtogi flokksins, Alexis Tsip- ras. Vill auka ríkisútgjöld Flokkurinn hefur lofað að hækka laun og ellilífeyri, binda enda á upp- sagnir opinberra starfsmanna og stöðva einkavæðingu ríkisfyrir- tækja. ESB og AGS höfðu sett þess- ar sparnaðaraðgerðir og einkavæð- inguna sem skilyrði fyrir aðstoðinni vegna mikils fjárlagahalla og skulda- vanda Grikklands. Holger Schmieding, aðalhagfræð- ingur Berenberg Bank, segir að Sy- riza hafi mildað málflutning sinn að undanförnu en telur „um 30% líkur á nýrri kreppu“ sem gæti orðið til þess að Grikkland segði skilið við evruna. bogi@mbl.is Ræður úrslitum um evruna í Grikklandi 30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Alexej Navalní, hvatti til fjöldamótmæla gegn Vladímír Pútín forseta í gær eftir að dómstóll í Moskvu dæmdi hann í þriggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi. Bróðir Navalnís, Oleg, var einnig dæmdur í þriggja og hálfs árs fang- elsi en dómurinn yfir honum var ekki skilorðsbundinn. Ráðamenn í Kreml hafa lengi haft horn í síðu Alexej Navalnís sem er álitinn hættulegasti pólitíski and- stæðingur Pútíns og raunar sá eini sem talinn er geta velgt forsetanum undir uggum. Andstæðingar Pútíns segja að saksóknin á hendur Navalní sé af pólitískum rótum runnin og með því að láta dæma bróður hans í fangelsi hafi ráðamennirnir í Kreml tekið hann í gíslingu til að reyna að þagga niður í stjórnarandstöðuleið- toganum. Navalní hafði boðað fram- boð gegn Pútín í næstu forsetakosn- ingum sem eiga að fara fram árið 2018. „Þessir ráðamenn reyna ekki að- eins að tortíma pólitískum andstæð- ingum sínum … Núna ráðast þeir á nána ættingja þeirra, pynta og kvelja þá,“ sagði Navalní eftir að fangelsisdómarnir voru kveðnir upp yfir bræðrunum. „Það verður að kollvarpa þessari stjórn.“ Hefur gagnrýnt spillingu Navalní er 38 ára og þykir gæddur sérstökum hæfileika til að hrífa fólk með sér og hefur vakið mikla athygli á netinu með hvassri og hnyttinni gagnrýni á spillingu meðal ráða- manna í Kreml og bandamanna þeirra sem stjórna ríkisfyrirtækjun- um. Hann lýsti til að mynda stjórnarflokknum Sameinuðu Rúss- landi sem „flokki lævísra svikalóma og þjófa“ og sú nafngift festist strax við hann. Hann þykir einnig snjall í því að krydda gagnrýni sína með orðaleikjum sem hitta í mark. Navalní hóf baráttu sína gegn spillingu árið 2007 þegar hann keypti hlutabréf í fyrirtækjum í meirihluta- eigu ríksins og mætti á ársfundi þeirra til að rekja garnirnar úr stjórnendum þeirra. Hann hóf einnig bloggskrif um spillinguna og stór- felld fjársvik rússneskra risafyrir- tækja á vefsetrinu Rospil.info sem hefur notið mikilla vinsælda meðal þeirra sem vilja fylgjast með þjóð- félagsumræðunni í Rússlandi. Navalní varð einn af þekktustu leiðtogum stjórnarandstöðunnar í mótmælum í Rússlandi veturinn 2011-2012 áður en Pútín var kjörinn forseti í þriðja skipti. Það voru fjöl- mennustu götumótmæli í Rússlandi frá því að Pútín komst til valda. Rússnesk yfirvöld hófu þá sak- sókn á hendur Navalní og hann var dæmdur í fimm ára fangelsi í júlí á síðasta ári fyrir fjársvik. Hann var þó leystur úr haldi þegar dómnum var áfrýjað og Navalní bauð sig fram í borgarstjórakosningum sem fóru fram í Moskvu 8. september 2013. Hann fékk þá 27,2% atkvæðanna. Navalní-bræðurnir voru í gær dæmdir fyrir hafa svikið fé út úr rússnesku dótturfélagi franska snyrtivörufyrirtækisins Yves Roch- er þótt fyrirtækið segist ekki hafa orðið fyrir tjóni af viðskiptum við bræðurna. Kveða átti upp dóminn í málinu 15. janúar og þúsundir manna höfðu lof- að að taka þátt í mótmælafundi sem halda átti þann dag. Dómsuppkvaðn- ingunni var hins vegar flýtt í fyrra- dag, að því er virðist til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans gætu fengið leyfi frá lögreglunni til að halda mótmælafund í Moskvu. Mótmæli voru boðuð í borginni síð- degis í gær en lögreglan gerði ráð- stafanir til að koma í veg fyrir þau, lokaði meðal annars torgi þar sem stjórnarandstæðingar hugðust koma saman. Reynt að þagga niður í erkifjanda Pútíns  Öflugasti pólitíski andstæðingur Pútíns forseta fékk skil- orðsbundinn dóm en bróðir hans var dæmdur í fangelsi AFP Dæmdir Erkifjandi Pútíns, Alexej Navalní (fyrir miðju), og bróðir hans, Oleg (t.h.), fyrir rétti í Moskvu í gær þegar þeir voru dæmdir fyrir fjársvik. Hæstiréttur Grikklands fyrirskip- aði í gær rannsókn á því hvað olli eldsvoða í bílaferjunni Norman Atl- antic í Jónahafi á sunnudaginn var. A.m.k. ellefu manns fórust í elds- voðanum og tveir albanskir sjó- menn biðu einnig bana þegar strengur á milli togbáts þeirra og ferjunnar slitnaði. 437 komust lífs af en ekki er vitað um örlög 38 sem voru á skrá yfir farþegana. Hugs- anlegt er að einhverjum þeirra hafi verið bjargað eða að skráningin hafi verið röng. Margir farþeganna segja að viðbrögðum áhafnarinnar hafi verið ábótavant, hún hafi t.a.m. ekki varað farþega við eldinum. Kona, sem lifði af eldsvoðann, faðmar hér börn sín sem tóku á móti henni á flugvelli í Aþenu. Rannsókn á orsökum eldsins fyrirskipuð AFP Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.