Morgunblaðið - 31.12.2014, Síða 31

Morgunblaðið - 31.12.2014, Síða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Umboðsaðili: Celsus Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Nettó. Eygló Ósk Gústafsdóttir Íþróttakona Reykjavíkur 2014 VIRKAR fyrir mig Íþróttakona Reykjavíkur 2014 Ólympíuleikar 2012, 20. sæti 10. sæti á HM-25 2014 7. og 8. sæti á EM-25 2013 44 Íslandsmet í einstaklingsgreinum 65 Íslandsmeistaratitlar Lífræn fæða Ég stefni ótrauð á Ólympíuleikana 2016. Lifestream vörurnar henta mér best vegna þess að þær eru hrein lífræn fæðunæring. Næringarríkt fæði er mikilvægt. Með Lifestream fæðunæringu hef ég betra úthald og hreysti til að takast á við erfiðar æfingar og áskoranir. Yfirvöld í Indónesíu staðfestu í gær að brak sem fannst í Jövuhafi, suð- vestan við eyjuna Borneó, væri úr farþegaþotu AirAsia sem hvarf á sunnudaginn var. Alls höfðu 40 lík fundist í sjónum síðdegis í gær þegar hlé var gert á leitinni vegna óveðurs. Farþegaþot- an, sem var af gerðinni Airbus A320- 200, var á leiðinni frá Surabaya, næststærstu borg Indónesíu, til Singapúr þegar hún hvarf. Alls voru 162 menn í þotunni, þar af 155 frá Indónesíu. Ættingjar farþega í vél- inni grétu og föðmuðust á flugvell- inum í Surabaya þegar myndir af líkum voru sýndar í sjónvarpi. Áður en farþegaþotan fór á loft hafði flugstjórinn óskað eftir leyfi flugumferðarstjóra til að fljúga hærra en gert var ráð fyrir í flug- áætlun til að sneiða hjá óveðri sem var á þessum slóðum. Beiðninni var synjað vegna mikillar flugumferðar á svæðinu. Eftir að þotan var komin á loft bað flugstjórinn um að fá að hækka flug- ið og breyta flugstefnunni vegna óveðursins. Þotan fékk að breyta stefnunni en beiðni um að hækka flugið úr 32.000 fetum í 38.000 fet var ekki samþykkt vegna hættu á árekstri við aðrar flugvélar. Tveim- ur eða þremur mínútum síðar hugð- ist flugumferðarstjóri heimila þot- unni að hækka flugið í 34.000 fet en þá hafði sambandið við þotuna rofn- að, að sögn flugumferðarstjórnar Indónesíu. Brak úr þotunni fannst  Tugir líka fundust þar sem þota AirAsia hrapaði  Þotan hafði ekki fengið leyfi til að hækka flugið vegna óveðurs AFP Á bæn Ættingjar farþega í þotu AirAsia fara með bæn saman á flugvell- inum í Surabaya þegar þeir biðu eftir fréttum af leitinni að þotunni. París. AFP. | Margt furðulegt bar til tíðinda á árinu sem er að ljúka:  Í janúar fullyrti japanskur undirfataframleiðandi að hann hefði sett á markað mjög svo undarlegan brjóstahaldara. Hann væri þeim eiginleikum gæddur að ekki væri hægt að opna krækj- urnar nema sá sem haldaranum klæddist væri ástfanginn. Brjósta- haldarinn var kallaður „True Love Tester“.  Í febrúar datt par í Kaliforníu heldur betur í lukkupottinn er það var úti að ganga með hundinn sinn. Parið fann grafinn fjársjóð gullpeninga, um 10 milljóna doll- ara virði. Þetta er einn dýrmæt- asti fjársjóður sem fundist hefur í Bandaríkjunum.  Í mars sagðist danskt ferða- þjónustufyrirtæki ætla að rífa upp fæðingartíðni í Danmörku með því að senda fleiri Dani til róman- tískra borga á borð við París. Í auglýsingunni sagði: Gerðu það fyrir Danmörku!  Í júní strauk 89 ára gamall fyrr- verandi hermaður, sem barðist í síðari heimsstyrjöldinni, frá hjúkr- unarheimili sínu á Englandi til að vera viðstaddur minningarathöfn í norðurhluta Frakklands. Hann var með medalíurnar sínar faldar und- ir frakka sínum.  Í júlí héldu suðurkóreskir búdd- istar bænasamkeppni í Seoul. Þar komu m.a. fram rappandi nunnur og syngjandi munkar. Tilgangur- inn var að laða yngra fólk að sam- tökum þeirra.  Í september gekkst gullfiskur- inn Georg undir mjög áhættusama heilaskurðaðgerð í Melbourne í Ástralíu. Eigandi fisksins vildi frekar greiða fyrir aðgerðina en að láta aflífa hann.  Í október var fyrrverandi kjúk- linga- og sveppabóndi kjörinn ungfrú Úganda. Búið er að gera miklar breytingar á keppninni þar í landi og í stað þess að konurnar kæmu fram á sundbolum kepptu þær í að mjólka kýr og sinna geit- um og kindum.  Í nóvember kom 91 árs gömul pólsk kona starfsmönnum líkhúss í opna skjöldu með því að byrja að hreyfa sig á borðinu hjá þeim. Þá voru liðnar 11 klukkustundir frá því að hún var úrskurðuð látin. „Er við höfðum komið henni heim sagðist henni vera kalt og hún bað um heitt te,“ segir frænka kon- unnar. AFP Sönn ást? Brjóstahaldari sem ekki er hægt að opna án ástar. Gerðu það fyrir Dan- mörku!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.