Morgunblaðið - 31.12.2014, Síða 39

Morgunblaðið - 31.12.2014, Síða 39
STJÓRNMÁL 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 H ún er rík þessi tilhneiging í mannssálinni, eins og heimspekingurinn Ludwig Wittgenstein benti á: Að hugsa framtíðina eins og beina línu. Sem- sagt, ef hlutir ganga vel, þá muni hlutir halda áfram að ganga vel. Ef hlutir ganga illa, þá muni þeir halda áfram að ganga illa, alltaf. Þegar kreppan gekk yfir voru þeir ekki vinsælir sem töluðu af mikilli bjart- sýni. Bölið var allsráðandi. Að sama skapi, þegar tvö þúsund og sjö gekk yfir skoruðu þeir ekki stig sem boðuðu mikil skakkaföll. Þá var partí. Svona er þetta. Í stjórnmálum, og helst víðar, verður fólk að reyna að vinna gegn þessari sammannlegu tilhneigingu og reyna að hefja sig upp fyrir tíðarandann og sjá örlítið lengra fram á veg. Það getur verið krefjandi. Betri tíð Núna er Ísland líklega að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma. Í miðju bölinu, inni á milli brennandi jólatrjáa, var slíkur efna- hagslegur bati býsna fjarlægur. En í raun var hann fyrirsjáan- legur. Eftir djúpa lægð kemur uppgangur. Það er nánast lög- mál. Og margt var líka gert til þess að koma í veg fyrir að kreppan yrði of afdrifarík. Til alls konar aðgerða var gripið. Það hafði úrslitaþýðingu að framleiðslan í hagkerfinu stoppaði ekki. Fiskur veiddist, ferðamenn komu. Tekjur skiluðu sér. Núna er landslagið öllu betra en það var. Skuldir fólks al- mennt eru farnar niður og orðnar skaplegri, þótt enn sitji eftir hópar í miklum fjárhagsvandræðum. Því fólki þarf að hjálpa. En það breytir ekki því að heimilin, í allri sinni fjölbreytni, eiga samanlagt um 4.000 þúsund milljarða og eignir fara vax- andi. Skuldir þeirra eru um 45% af eigunum og fer hlutfallið lækkandi. Skiljanleg reiði yfir miklum skuldum og stökk- breyttum lánum hefur einkennt samfélagið frá hruni, en farið minnkandi með betri tíð. Stærstu tíðindin af vettvangi stjórnmálanna undanfarið eru hins vegar þessi: Ráðandi öflum mistókst hið krefjandi verk- efni, að hefja sig upp yfir tíðarandann, og horfa af skynsemi og fyrirhyggju fram á veg, og hafa núna ákveðið að verja ríflega hundrað milljörðum af fé almennings, hið minnsta, til þess að borga niður skuldir fólks, vegna þessarar miklu reiði sem var. Þetta er svona: Ný ríkisstjórn hélt að skuldavandinn sem var, yrði alltaf. Framtíðin var bein lína. Hún gleymdi að gera ráð fyrir batanum. Niðurstaðan er stórbrotinn fjáraustur úr ríkis- sjóði að óþörfu. Þeir peningar verða ekki notaðir í annað. Alls konar heimili Heimilin í allri sinni fjölbreytni, segi ég. Á sumum eru borð- aðar rjúpur á jólunum. Öðrum hangikjöt. Sum hafa gervi- jólatré, önnur ekta. Sum engin. Hvað er heimili? Mörg börn eiga tvö. Aðrir eiga ekkert. Á sumum eru maður og kona, öðr- um maður og maður. Sumum kona og kona. Eða bara kona. Bara maður. Fá börn. Fullt af börnum. Afi og amma. Heimilin eru alls konar. Í öllu falli: Það er algerlega fráleitt að skil- greina heimili eingöngu sem stað þar sem fólk býr sem skuld- ar verðtryggð lán. Að gera eitthvað fyrir heimilin, eins og það heitir á populísku tungutaki samtímastjórnmálanna, getur ekki bara snúist um það að ríkið borgi verðtryggðar skuldir sumra. Heimilin þurfa atvinnumöguleika, þau þurfa heilbrigðiskerfi, skóla, vegi, fjarskipti, frelsi, listir, menningu og afþreyingu. Þau þurfi öryggi og einhverja vissu um að allt þetta verði til staðar um ókomna tíð en drabbist ekki niður. Þau þurfa stöðugt efnahagslíf, svo þau geti gert áætlanir. Fal- lega, óspjallaða náttúru og heilbrigt umhverfi. Að gera eitt- hvað fyrir heimilin, að mínu viti, er að gera eitthvað fyrir skólana, heilsugæsluna og spítalana. Að gera vegina betri. Að gera eitthvað í gjaldmiðlinum. Að borga niður skuldir ríkis- sjóðs, sem kosta okkur öll um 80 milljarða á ári í vexti, það er líka að gera eitthvað fyrir heimilin. Þá skapast svigrúm í rekstrinum um langa framtíð. Hver tugur í greiðslu skulda ríkissjóðs sparar um 600 milljónir á ári, lauslega áætlað. Það munar um það. Það er ýmislegt hægt Ísland hefur dregist aftur úr þegar kemur að grunnþjón- ustu. Í nýlegum pistli forstjóra Landspítalans er rakinn samanburður við nágrannaþjóðir okkar þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Til þess að standast samanburð við Dani þyrftu Íslendingar að leggja tugi milljarða af nýju fé inn í heilbrigðiskerfið á ári hverju. Þá yrði það jafngott. Mikið væri líka gaman að geta hlúð almennilega að skólunum okkar, leik- skólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum, þannig að Ísland yrði í fararbroddi hvað varðar nýjungar í skólastarfi og gæði menntunar. Ekki væri heldur leiðinlegt að geta státað af miklu fjölbreyttara atvinnulífi og tækifærum heldur en nú bjóðast hér á landi. Í því er hægt að vinna, með því að byggja upp samkeppnissjóði og styrktarkerfi fyrir skapandi greinar, hugverkaiðnað, grænan iðnað, nýsköpun og þróun. Það væri líka akkur í því fyrir þjóðfélagið allt, ef upptaka á stöðugri gjaldmiðli sem biði upp á viðskiptafrelsi, fengist í það minnsta einhvern tímann rædd af einhverri dýpt. Búum í haginn Við í Bjartri framtíð segjum já, gerum eitthvað fyrir heim- ilin. Nefnilega þetta: Byggjum upp og búum í haginn. Vegna þess að framtíðin er ekki bein lína, þá dugar ekkert kæruleysi. Þótt það sé bati núna, þá veit enginn hvað gerist næst. Pen- ingar sem okkur geta áskotnast til skiptanna eiga að okkar viti að fara í nauðsynlegar fjárfestingar í grunnstoðum og niður- greiðslu opinberra skulda. Það er siðlaust að velta þeim skyld- um á komandi kynslóðir, börnin okkar. Ríkulegar auðlindir þjóðarinnar eiga líka að skila meiru í opinbera sjóði – án þess að sliga framtakssemi einstaklinganna – svo þjónustan við al- menning, við heimilin, geti orðið betri, og jafnvel álögur minni. Skynsamleg plön hafa verið gerð, hér og þar, af fyrirtækjum, Landsvirkjun, innan vébanda atvinnulífsins, í sveitarstjórnum, af akademíunni, af listafólki og hugsuðum, á samráðsvettvangi stjórnmála og atvinnulífsins. Nú þarf að framkvæma. Orku- auðlindirnar, án þess að gengið sé meira á náttúruna en sátt er um, geta skilað mun meiru. Ferðamannastraumurinn einnig. Og sjávarauðlindin líka. Eignir hins opinbera í fjármálakerfinu skila líka arði. Þá peninga þarf að nota skynsamlega. Skyn- samleg sala á fjármálafyrirtækjum á réttum tímapunkti getur bætt hag okkar allra þegar fram í sækir. Þetta getur allt sam- an orðið giska gott. Ef við vöndum okkur. Fjársjóður fjölbreytninnar Björt framtíð er afl sem er laust við áhrif sérhagsmuna ým- iss konar og getur leyft sér að einblína á breiðan hag þjóð- félagsins alls, til langs tíma. Það er okkar styrkur. Við tökum ákvarðanir á grunni bestu mögulegu upplýsinga og raka sem okkur finnast sannfærandi, út frá almannahag. Við erum boð- berar grænna gilda, víðsýni, frelsis og mannréttinda. Við erum stolt af því að hafa náð, að okkar viti, að hafa góð áhrif á stjórnmálaumræðuna. Til þess vorum við öðrum þræði stofn- uð. Við gerum okkur grein fyrir því að það geta ekki öll dýrin í skóginum verið vinir, en það er samt hægt að tala saman. Af virðingu og sanngirni. Það viljum við gera. Fjölbreytileikinn er styrkur. Ólíkar skoðanir eru fjársjóður. Þrettán jólasveinar, allir með mjög mismunandi smekk fyrir matvælum og afþreyingu, hafa í desembermánuði minnt okkur á hversu gaman það er að vera til. Að vera öðruvísi og alls kon- ar. Gleðileg jól, kæru landsmenn, og megi næsta ár verða okkur öllum sem farsælast, bjart og fagurt. Hver sem við erum, og hvaðan sem við erum. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar Morgunblaðið/Eggert Gerum eitthvað fyrir heimilin Núna er Ísland líklega að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma. Í miðju bölinu, inni á milli brennandi jólatrjáa, var slíkur efnahagslegur bati býsna fjarlægur. En í raun var hann fyrirsjáanlegur. Eftir djúpa lægð kemur uppgangur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.