Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 43

Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 43
43 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 22.2 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Við vorum kosin til að gera breytingar Við fengum mjög afdrátt- arlaus skilaboð í alþing- iskosningunum. Við vorum kosin til að gera breytingar. Það erum við að gera og munum gera áfram. 24.2 Elín Hirst Niðurstaða Bjarna er rétt Afsal á fullveldi þjóðarinnar sem hún hefur tiltölulega ný- lega endurheimt eftir mörg hundruð ár sem nýlenda, kemur ekki til greina. 25.2 Bjarnheiður Hallsdóttir Hver á að borga? Það er meira að segja sums staðar farið að örla á pirringi og óvild í garð ferðamanna, sérstaklega þeirra erlendu sem eru sagðir vera með ágang og traðka niður náttúruna. 27.2 Jón Sigurðsson Staða aldraðra í öryggisíbúðum Kjarni vandans virðist vera sá að aldrað fólk greiddi Eir stórfé fyrir öryggisíbúðir, en fékk ekki tryggingarbréf eða þinglýst veð í tiltekinni eign á móti. 28.2 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntadagur atvinnulífsins Þýðing menntunar, hvort sem hún á sér stað innan vinnustaðar eða skóla, er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, hvort sem litið er til at- vinnulífsins eða samfélagsins í heild. 1.3 Skúli Mogenson Viljum við einokun? Það eru miklir þjóðfélagslegir hagsmunir í því fólgnir að eðlileg og heilbrigð sam- keppni komist á í ferðaþjón- ustunni. 4.3 Þorsteinn Arnalds Svartstakkarnir hennar Þorgerðar Ef það eru svik að fara ekki eftir öllu því sem sagt er í sjónvarpsþáttum, þá eru það enn meiri svik að fylgja ekki eindregnum samþykktum landsfundar. 5.3 Hjörleifur Guttormsson Leikhús fáránleikans í boði Alþingis og Ríkisútvarpsins Af máli beggja verður m.a. dregin sú ályktun að það sé stjórnmálaflokkanna að móta stefnu í máli sem þessu og leggja hana undir dóm kjós- enda í alþingiskosningum. 6.3 Jóhann Gunnar Ólason Landsfundarsamþykkt er líka kosningaloforð Þeir telja að ummæli ein- stakra frambjóðenda í sjón- varpskappræðum séu helgir dómar, en skýrar landsfund- arsamþykktir, birtar op- inberlega og víða ræddar, séu bara eitt- hvert píp. En þannig er það ekki. 8.3 Gústaf Adolf Skúlason Er ekkert að marka alþingis- kosningar á Íslandi? Að afturkalla umsóknina um aðild að Evrópusambandinu er hið eina rétta eins og kom- ið er. Þá er hringferð blekk- ingarferlisins lokið og Alþingi tekur mikilvægt skref í endurnýjun virð- ingar og tengsla við þjóðina. 10.3 Finnur Magnússon Íslensk réttarframkvæmd og rétturinn til að fella ekki á sig sök Þótt einstaklingi sé tryggður þessi réttur við rannsókn mála fyrir lögreglu, þá getur verið jafnmikil þörf á því að tryggja vernd réttarins þegar mál eru rannsökuð hjá öðrum stjórnvöld- um. 11.3 Sigríður Ásthildur Andersen Minnihlutinn krefst uppgjafar meirihlutans Hví spurðu þeir ekki þáver- andi þingmeirihluta að þessu fyrir fjórum árum? Þá höfðu hvorki ESB-sinnar né frétta- menn mikinn áhuga á sátt- um. 12.3 Marta Guðjónsdóttir Fjárfestum í framtíð barnanna okkar Það er alls ekki dýrt fyrir Reykjavíkurborg að veita 8. bekkingum sumarstörf hjá Vinnuskólanum enda launa- kostnaðurinn ekki mikill. 13.3 Ragnhildur Kolka Ef greind er normið þá fyrst verður heimskan áhugaverð Þótt við höfum margt til Evr- ópu að sækja þá efast ég um að sérþarfaþjóðin sem byggir Ísland sætti sig við til lengdar að láta ókjörna embætt- ismenn í Brussel skipa hér málum. 15.3 Sigurður Ingi Jóhannsson Vísindalegar forsendur - ábyrgar veiðar Afstaða Íslands í viðræðum um nýtingu makrílstofnsins hefur í meginatriðum verið að standa vörð um hagsmuni Íslands og að makrílstofninn sé nýttur á ábyrgan hátt. 17.3 Haukur Örn Birgisson Voru tryggingar stjórnenda Glitnis einskis virði? Eftir stendur þá spurningin: Leiddu aðgerðir slitastjórnar Glitnis til þess að kröfuhafar í þrotabúi bankans geta ekki sótt bætur til Trygginga- miðstöðvarinnar vegna tjóns sem kom ekki í ljós fyrr en eftir bankahrun? 18.3 Helgi Seljan Bakþankar vegna bjórdagsins Okkur bindindismönnum er oft legið á hálsi fyrir þröng- sýni eða einsýni og vel þekkj- um við ofstækisstimpilinn. 20.3 Óskar Bergsson Sundabraut aftur á dagskrá Látum Sundabraut vera eitt af táknum þess að tímabil erfiðleika er liðið og við tekur tímabil framfara, bjartsýni og velgengni. 21.3 Ingibjörg Marmundsdóttir Að vera eða vera ekki í heimabyggð Ég skora á heilbrigð- isráðherra og alla aðra, sem ráða í þessum geira, að setja nú mannúðina númer eitt í úthlutunarreglurnar þannig að í reglunum verði fyrsta spurningin: Hvaða hjúkrunarheimili óskar viðkomandi eftir er laust pláss þar? 22.3 Hjálmar Vilhjálmsson Pútín, Icesave og „ískalt hagsmunamat“ Lyktir Icesave-málsins eru til marks um að í náinni evr- ópskri samvinnu getur hinn smái mætt þeim stóra á jafn- réttisgrundvelli og uppskorið sigur. 24.3 Björn Bjarnason ESB-viðræðunum lauk í mars 2011 ESB-viðræðunum er sjálf- hætt. Formsatriði vefjast þó fyrir ríkisstjórn og alþingi. Deilan snýst um hver eigi að kasta rekunum. Að rifist skuli um hvort öll þjóðin eigi að koma að þeirri ákvörðun er í raun óskiljanlegt. 25.3 Halldór Jónsson Afdalamennska Gera heldur refsilaust að keyra með 1 prómill í blóði ef ekki er valdið slysi. Sé valdið slysi mega viðurlög byrja neðar á skalanum þannig að menn taki helst ekki vín ef þeir eru á bíl. 28.3 Andrey V. Tsyganov Óska Íslendingum friðar og velfarnaðar Okkur hefur tekist að leggja góðan grund- völl að samstarfi í tæknigeiranum og við höfum opnað dyr fyrir nýt- ingu á fjárfestingar- tækifærum sem eru til staðar í íslenska hagkerfinu, með fullri virðingu fyrir hags- munum þjóðanna. 29.3 Björn S. Stefánsson Talningu atkvæða lokið Þrálátir fundir fyrir utan Al- þingishúsið undanfarið eru kynntir í fréttum eins og þeir séu merkilegir. Þá fundi sæk- ir ekki nema brot að tiltölu við þá, sem sóttu kjörfund. 29.3 Hörður Guðmundsson Uppreisn námsins Róttæk einka- og tæknivæð- ing á framhaldsskólastigi myndi skila sér í hagræðingu, betri menntun og væri skref í átt að bjartari og upplýstari framtíð! 31.3 Ragnheiður Davíðsdóttir Hefur þú efni á að veikjast af krabbameini? Það er sárara en tárum taki að ungt krabbameinsveikt fólk þurfi að herða stult- arólina svo mikið vegna rann- sókna, læknis- og lyfjakostn- aðar að öll fjölskyldan líður. 1.4 Ari Trausti Guðmundsson Semja fyrst - hanna nýtt kerfi á eftir Auðvitað átti að hefja um- ræður og viðræður um breyt- ingar framhaldsskólakerf- isins á stjórnmálasviðinu fyrir mörgum mánuðum og í víðtækum vinnuhópum. 2.4 Leifur Magnússon Aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn flugvelli sínum sl. fimm mánuði Hér er um að ræða meirihátt- ar og grófar falsanir stað- reynda, sem annaðhvort benda til þess að umræddir borgarfulltrúar viti ekki eða skilji ekki staðreyndir málsins, eða séu vísvitandi að hafna þeim. 3.4 Helgi Sigurðsson Breivik og bankahrun Í kjölfar falls bankanna var vikið frá réttarskipulagi á Ís- landi með stofnun aðhalds- lausrar rannsóknarnefndar og risavaxins saksóknaremb- ættis, enda lýsti erlendi ráðgjafinn því yfir að á Íslandi störfuðu fleiri við rannsóknir efnahagsbrota en í Frakklandi. 4.4 Gunnar Þórarinsson Prófkjör virt að vettugi Þau undirmál og það ofríki sem hefur grasserað innan nefnda og ráða flokksins síð- ustu vikurnar opinberaðist þar með skýrum hætti. 5.4 Sigríður Hlíðar Hugleiðingar kennara í verkfalli Þegar nemandinn þiggur sæti í einhverjum skóla ber honum skylda til að sinna náminu eftir bestu getu. Það skuldar hann því samfélagi sem býður honum þessi forréttindi. 7.4 Jóhanna María Sigmundsdóttir Ættleiðingar og mannréttindi Og á meðan önnur lönd vinna sig í áttina að því að leyfa ættleiðingar milli landa til samkynhneigðra þá ættum við að vinna áfram það góða starf sem við getum hérlendis til að vera undir það búin þegar stundin kemur. 8.4 Elín Oddný Sigurðardóttir Vegið að þeim sem síst skyldi! Samkvæmt lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga ber sveitarstjórnum að greiða íbúum sem ekki geta séð sér farborða með öðrum hætti, fjárhagsaðstoð. 10.4 Jóhannes Rúnar Jóhannsson Kaupþing og greiðslujafn- aðarvandinn Að því er Kaupþing varðar skiptir því mestu að finna viðunandi lausn á eignar- hlutnum í Arion banka. Takist að selja hann fyrir gjaldeyri og ljúka slitameðferðinni með nauða- samningi hefur það án efa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. 11.4 Kristín Helgadóttir Mannauður í laxeldi Laxeldið býr til störf sem skapa verðmæti fyrir nær- samfélagið. Það skapast um 19 ný störf á hver eitt þúsund tonn af fiski sem alin eru í sjókvíaeldi. 12.4 Fabian Stang Óslóartréð Því hef ég nú þegar skrifað bréf til borgarstjórans, Jóns Gnarrs, með hugleiðingum um hvernig við getum sem best viðhaldið og betr- umbætt þá hefð að Ósló færi Reykjavík jólatré að gjöf. 14.4 Guðmundur Karl Jónsson Forseti borgarstjórnar á villigötum Með flutningi flugvallarins úr Vatnsmýri verður tenging Reykjavíkur við aðra lands- hluta endanlega eyðilögð. 15.4 Lena Valdimarsdóttir Væntingar til laxeldis - eru þær raunhæfar? Það tekur mun lengri tíma að framleiða fisk í sjókvíum við Ísland heldur en í Noregi, fyrst og fremst vegna lægri sjávarhita, en sú staðreynd minnkar hagkvæmni laxeldis í sjó hér við land. 16.4 Hulda Rós Sigurðardóttir Að slíta aðildarviðræðum Ísland ætti að geta átt gott samstarf við Evrópusam- bandsríkin þó að við slítum viðræðunum og hvergi finn- ast þær upplýsingar um að við myndum ekki geta sótt um að nýju ef aðstæður breytast. 17.4 Sigurður Árni Þórðarson Hallgrímur í lit Ímynd Hallgríms Péturssonar er of dimm. Sjónum hefur um of verið beint að hörmu- legum þáttum í lífi hans. Vissulega lenti hann í klandri. 19.4 Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Sjálfræði aldraðra á hjúkrunar- heimilum - hvenær kemur það? Það má færa sterk rök fyrir því að með því fyrirkomulagi sem gildir í dag um greiðslu- fyrirkomulag á hjúkrunar- heimilum sé verið að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga. Morgunblaðið/Þórður Flugvallarmálið var ofarlega á baugi á árinu, og afhentu flugvallarvinir Einari K. Guðfinnssyni tæp- lega 70.000 undir- skriftir í maímánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.