Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 44

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 23.4. Sigríður Björnsdóttir Ávinningur á tíu árum Gerendur þrífast í samfélagi afneitunar og komast upp með athæfi sitt eins lengi og þeir sjá að ekkert er að gert og meðan þeir eru ekki stöðvaðir. 24.4. Bragi Björnsson Gleðilegt landsmótssumar Því vekur það furðu hversu lítil virðing er almennt borin fyrir starfi sjálfboðaliða hér á Íslandi samanborið við mörg önnur lönd. 25.4. Elín Lára Baldursdóttir Ungt fólk er framtíðin Ég hvet öll ungmenni á Ís- landi til þess að finna leiðir til þess að láta rödd sína heyr- ast, ekki bara innanlands heldur einnig út fyrir land- steinana því við erum framtíðin í sam- félaginu! 26.4. Bergþór Ólason Öllu snúið á hvolf Árið 2009 tók það vinstri- stjórnina tvo mánuði að gera Ísland að umsóknarríki. Þá talaði enginn um offors, of- stæki og flýtimeðferð. 29.4. Fjóla Þorvaldsdóttir Markmið bæjarstjórans Við munum því næsta kjör- tímabil tryggja það að kjör á leikskólum í Kópavogi stand- ist allan samanburð við önn- ur sveitarfélög og auka svig- rúm til faglegs undirbúnings og eftirfylgni í leikskólunum. 30.4. Sigurður Steinar Ásgeirsson Íbúahverfi í gíslingu Þegar fyrstu íbúarnir voru að flytja inn í Bryggjuhverfið var þeim tjáð að Björgun myndi yfirgefa hverfið innan tveggja ára. Síðan eru liðin 15 ár og enn virðist ekki vera fararsnið á Björgun. 1.5. Ólafur F. Magnússon Umferðaröryggi í öndvegi Þar talar klúðrið með Borg- artún og Hofsvallagötu sínu máli, þar sem litið er framhjá þeirri staðreynd, að umferð- arteppur beina umferð inn í aðliggjandi hverfi. 2.5. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Skipulagsruglið í Reykjavík, þó sérstaklega Vesturbænum Að setja svo íbúðarbyggð við Suðurgötuna, fyrir framan prófessorsbústaðina svoköll- uðu, er annað ruglið, sem tekur alveg útsýnið frá íbúum þeirra húsa. 5.5. Eiríkur Elís Þorláksson Er stjórnarskráin lifandi? Hugleiðingar um túlkun stjórnarskrárinnar. Rökin fyrir því að beita óbreytilegri skýringu eru í stuttu máli t.d. þau að dóm- stólar eigi ekki að setja lög en það geri þeir í reynd þegar stjórnarskráin er túlkuð með breytilegum hætti eftir því hvernig vindar blása. 6.5. Jóhann Tómasson Vélar og launsvik siðanefndar Læknafélags Íslands Siðanefnd og formaður Læknafélags Íslands gerðu síðan allt til að tefja málið í siðanefnd. Því lauk ekki fyrr en eftir þrjú og hálft ár. 7.5. Dóra Magnúsdóttir Aðförin ógurlega að einkabílnum Sú staðreynd að við fáum í fyrsta sinn svolítið pláss í borginni, pláss sem er ein- göngu ætlað hjólreiðafólki er ekki aðför að einkabílnum né til marks um hatur núverandi meirihluta í borginni á bílum. 9.5. Jóhanna María Sigmundsdóttir Af tilfinningaklámi og dreifbýlistúttum En ég er komin með nóg af því að vera skömmuð ef minnst er á raunverulegt ástand landsbyggðarinnar eða þörf fyrir góða tengingu við flugvöllinn í Reykjavík. 12.5. Finnur Magnússon Um vernd heimildarmanna fjölmiðla Ljóst er að fjölmiðlar gætu illa sinnt sínum skyldum ef ekki mætti treysta því að þeir héldu trúnað gagnvart heim- ildarmönnum sínum. 13.5. Þröstur Ólafsson Umskipti Sjálfstæðisflokksins Bjarni Ben., Ólafur Thors og Gunnar Thoroddsen voru þeir foringjar sem gerðu Sjálfstæðisflokkinn að frjáls- lyndum flokki hægra megin við miðju 14.5. Hrund Ásgeirsdóttir „Upp veslast ónotaðar gáfur“ Ég skora á þig Illugi að beita þér fyrir jafnri aðstöðu allra barna á landinu þegar kemur að kunnáttu í tækni svo upp veslist ekki ónotaðar gáfur eins og Guðmundur frá Lundi orðaði það. 15.5. Kristinn Karl Brynjarsson 150 milljóna króna misskilningur? Stefnan hefur verið mörkuð, en framkvæmd hennar ein- ungis verið frestað fram yfir kosningar, vegna ótta við töpuð atkvæði. Í besta falli gæti orðið um breytingar sem lítil áhrif hafa á heildarmyndina. 16.5. Björn Jón Bragason Umhverfisslys Dags B. Í stóru og strjálbýlu landi er nægt rými fyrir ný hverfi og engin ástæða til að skerða stórkostlega lífsgæði borg- arbúa með þröngri blokk- arbyggð á aðalútivistarsvæði borgarinnar. 17.5. Ólöf Kristín Sigurðardóttir Aðgengi að menningararfi Það er hlutverk safna að varðveita minningar og segja sögur. Í fórum þeirra eru munir sem leggja grunn að sjálfsmynd þjóða og end- urspegla bæði náttúru- og menningararf. 19.5. Janne Sigurðsson Flugsamgöngur eru byggðamál Það er fagnaðarefni að ráð- herra skuli vilja beita sér fyrir lækkun álaga á innanlands- flug enda stendur því ógn af hækkunum sem innleiddar hafa verið. 21.5. Helgi Laxdal „Vélstjóri“ verðmætt fagheiti Í heildina er hér um allt að tíu ára nám að ræða. Af sjálfu leiðir að fagheiti sem grund- vallast á jafn víðtæku og fjöl- breyttu námi og fagheitið vélstjóri er verðmæti rétthafa þess sem þeir einir mega nota. 22.5. Sigrún Edda Jónsdóttir Upplýsingatækni mikilvæg í þróun skólastarfs Margir kennarar eru langt komnir í að nýta sér þá möguleika sem spjald- tölvurnar hafa upp á að bjóða en nauðsynlegt er að styðja þá starfsmenn sem vilja auka færni sína í notkun spjald- tölva. 23.5. Jón Sigurjónsson Aðförin að versluninni Verslun í miðbænum á í vök að verjast, vegna þrenginga, lokana, hækkunar bílastæða- gjalda, fækkunar bílastæða og ýmissa fleiri þátta sem borgaryfirvöld bera einkum ábyrgð á. 24.5. Ásgerður Halldórsdóttir Seltjarnarnes - bæjarfélag í fremstu röð Rekstur bæjarfélagins er traustur og afkoman með því allra besta sem þekkist á landsvísu. Seltjarnarnesbær er með eitt allra lægsta skuldahlutfall allra sveitarfélaga landsins, þó að skattar á íbúa séu óvíða lægri. 26.5. Guðjón Tómasson Vinstristjórnavandinn Hjá öllum hreinum vinstri- stjórnum virðist aldrei hugað að því að eiga fyrir út- gjöldum, heldur að ráðstafa fjármunum sem ekki eru til. 27.5. Sóley Tómasdóttir Burtu með fátækt Það eina sem þarf til að inn- leiða gjaldfrjálsa leikskóla, skólamáltíðir og frístunda- heimili er pólitískur kjarkur og ábyrg fjármálastjórn þar sem forgangsraðað er í þágu barna. Vinstri græn eru reiðubúin til þess. 28.5. Auður Hallgrímsdóttir Vaknið Garðbæingar! Björt og heiðarleg framtíð Margir eldri Garðbæingar hafa sömu sögu að segja, enda hafa yfirvöld í bæj- arfélaginu ekki sett í forgang aðbúnað við aldraða. 30.5. Björk Vilhelmsdóttir Virkni og öryggi á efri árum Eldri borgarar vilja eiga þess kost að búa sem lengst á eig- in heimili og til þess þarf að tryggja næga heimaþjónustu og heimahjúkrun. 2.6. Björgvin Guðmundsson Eldri borgarar vilja lægra lyfjaverð Nauðsynlegt er að gerðar verði betri ráðstafanir til þess að koma til móts við lágtekjufólk meðal aldraðra og annarra í þessu nýja greiðsluþátttökukerfi. 3.6. Jón Gerald Sullenberger Þöggun? - Opið bréf til Gests Jónssonar Jón Ásgeir harðneitaði eið- svarinn fyrir dómi að stjórna Fjárfari ehf. og að eiga nokk- uð í því nema örfá prósent. 4.6. Lára G. Sigurðardóttir Maðurinn sem situr Að hreyfa sig á að vera jafn- lífsnauðsynlegt og að sofa, borða og drekka. Við eigum ekki að láta hreyfingu mæta afgangi. 5.6. Jenna Jensdóttir Reiði Hún safnar úr undirvitund- inni öllum ljótum orðum og vondum og býr til úr þeim hárbeitt vopn sem skal særa og skera í nafni réttlátrar hefndar. 6.6. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Kúgun karla? Karlar eru ekki aðeins skammlífari en konur og líf þeirra þungbærara, eins og tíðni sjálfsvíga sýnir, heldur er líf karlanna miklu hættu- legra. 7.6. Axel Kristjánsson Siðferði Samfylkingar Allt var þetta gert til að Sam- fylkingin yrði ekki af vináttu og stuðningi fjárglæfra- mannsins, sem þá réð ríkjum í 365 miðlum og a.m.k. ein- um af bönkum landsins. 10.6. Stefán Már Gunnlaugsson Ímynd stangaveiðinnar Varasamt er að fordæma og alhæfa um heila tóm- stundaiðju eins og stanga- veiðin hefur oft mátt þola og bar við í umræðunni um þátt- töku ráðamanna þjóðarinnar í opnun Norðurár sem voru að sinna embætt- isskyldum sínum og gerðu af myndarbrag. 11.6. Óli Björn Kárason Þegar stjórnmál hætta að snúast um hugsjónir Með því að tala skorinort og setja stefnumálin fram með afdráttarlausum hætti geta sjálfstæðismenn breytt ís- lenskum stjórnmálum. 12.6. Hanna Birna Kristjánsdóttir Tímamót í málefnum hælisleitenda Við eigum að líta á það sem tækifæri þegar erlendir rík- isborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa. 13.6. Guðni Ágústsson Ég ákæri ritstjóra DV og Fréttablaðsins Ég virði rétt annarra til að stunda sína trú fari þeir að lögum og mannréttindum, sem við höfum á mörgum sviðum verið öðrum þjóðum fremri og fyrr að setja. 16.6. Ásmundur Stefánsson Farsæld, hagvöxtur og jöfnuður Þegar flest bendir til þess að jöfnuður hamli ekki hagvexti, frekar auki hann, og vitað er að félagsleg og heilsufarsleg vellíðan eykst með auknum jöfnuði, ættum við að geta orðið sammála um að standa vörð um jöfnuðinn. 19.6. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 100 ár að ári Það er tímabært nú að félög kvenna, félög jafnréttissinna og allra þeirra sem vilja minna á og heiðra þá sem að réttindabaráttunni komu, undirbúi hátíð eða viðburði árið 2015. 24.6. Hrefna Sigurjónsdóttir Hver vill styttri vinnuviku? Á Íslandi vinna flestir for- eldrar fulla dagvinnu og margir talsverða yfirvinnu. Foreldrar eru oft í kapphlaupi við tímann og sumir í stríði við samviskuna. 25.6. Guðjón Sigurðsson Hugleiðingar um „sjálfstætt líf“ 2014 Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira, sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur fara allir sem geta að leggja sitt af mörk- um. 26.6. Heiðar Guðjónsson Umboðsmaður Alþingis sinnir ekki störfum sínum Á sama tíma og hann átelur stjórnvöld fyrir drátt á máls- meðferð og brot á máls- hraðareglum stjórnsýslulaga, dregur hann mikilsverð mál svo árum skiptir. Það getur vart talist trú- verðugt. 27.6. Tryggvi Gunnarsson Umboðsmaður Alþingis svarar Ég ítreka að því miður hefur afgreiðsla umboðsmanns Al- þingis á kvörtun Ursusar ehf. tekið lengri tíma en ég hefði kosið og hef miðað við í starfi mínu. 28.6. Össur Skarphéðinsson Kínasamningurinn skapar einstök tækifæri Þetta viðhorf hins miðstýrða stórveldis þurfum við að not- færa okkur rækilega meðan við komum okkur fyrir á kín- verskum mörkuðum. Við þurfum að vinna hratt og nýta forskotið meðan það varir. 30.6. Jakob Falur Garðarsson Við þurfum skýra stefnu í heilbrigðismálum Ísland er því miður að drag- ast aftur úr þegar kemur að meðferðarúrræðum og það er alvarlegt mál sem þarfnast umræðu í samfélaginu með þverfaglegri aðkomu vísindasamfélagsins, stjórnmálamanna og almennings. Leiðréttingin var eitt stærsta mál ríkis- stjórnarinnar, og forráðamenn ríkisstjórn- arinnar, þeir Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kynntu niðurstöður hennar í byrjun nóvember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.