Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 47

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Morgunblaðið/Golli Lekamálið leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér embætti inn- anríkisráðherra í lok nóvember. Við starfi hennar tók Ólöf Nordal, fyrrver- andi varaformaður og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. 18.11 Jóhann Bogi Guðmundsson Með þróaðri þjóðum heims? Þeir sem reka smábát vita að rekstrarkostnaðurinn er mikill og má reikna með að hann sé helmingur af inn- komu. 19.11 Skírnir Garðarsson Í minningu Steinunnar hús- freyju á Sjöundá Samtími Steinunnar á Sjö- undá var ekki til í að meta já- kvæðu hliðarnar á þessari hæfileikakonu, slúður og öf- und mótuðu því afstöðu fólks til hennar. 20.11 Hörður Harðarsson Svínabændur leggjast gegn hækkun matarskatts Verði frumvarpið samþykkt mun verð á ferskum mat- vælum, sem eru að mestu innlendar landbúnaðar- afurðir, hækka umtalsvert. 21.11 Jóhanna María Sigmundsdóttir Staðgöngumæðrun og samkynhneigð Þá eru álíka ákvæði og við ættleiðingu þegar kemur að því að segja barninu frá fæð- ingu þess með staðgöngu- mæðrun, en það skal gera eigi síðar en fyrir sex ára afmælisdag þess. 22.11 Arthúr Björgvin Bollason Hallgerður fær uppreisn æru Og ógæfan sem elti Hall- gerði á röndum fólst ekki síst í því að hún var lögð í einelti í Rangárþingi. Þar var Bergþóra, eiginkona Njáls, fremst í flokki. 25.11 Sigríður Ásta Olgeirsdóttir Hugleiðingar tónlistarnema Fundir, með löngu millibili þar sem ekkert þokast áfram og stétt tónlistar- kennara er engin virðing sýnd, ganga ekki upp. 26.11 Jón Jónsson Reykjavíkurflugvöllur og raunsæi Ef borgarstjórn teldi sig hafa pólitískt umboð til að bæta Reykjavíkurflugvöll fullum bótum og vildi hreyfa við málinu reynir á takmörk skipulagsvaldsins. 27.11 Böðvar Bjarki Pétursson Útflutningur á menntun Það eru raunveruleg tæki- færi hér á ferð. Risastórir hópar námsmanna eru að verða til bæði í Asíu og Afr- íku sem fara á milli landa í nám. 28.11 Hanna Kristín Ólafsdóttir Er Landspítalinn bara fyrirtæki? Hvers vegna er hægt að ganga út frá því að öryggi sjúklinga sé tryggt á Land- spítalanum ef það hefur ekki verið tryggt annars staðar við sambærilegar aðstæður? 29.11 Kristín Heimisdóttir og Kristrún Heimisdóttir er Hriflu-Jónas genginn aftur? Forsendur til að sækja sér frekari mennt- un eftir fram- haldsskólann felast í því að hafa nægilega margar ein- ingar á stúdentsskírteininu til að geta sótt um háskóla, hérlendis eða erlendis. 3.11 Arna Guðmundsdóttir Læknaverkfall - hvar endar þetta? Ég hef valið að búa á Íslandi. Mig langar til að starfa á Ís- landi. Ég vil hafa öflugan spítala á Íslandi og ég vil ekki þurfa að óttast það að verða gömul á Íslandi. 4.11 Páll Gunnar Pálsson Er erfitt að fara að samkeppnislögum? Fyrirkomulag gámaflutninga milli Íslands og Evrópu kostar árlega nálægt miljarði meira en þyrfti ef skipin yrðu sam- nýtt og samkeppni breytt. 5.11 Ólöf Ýr Atladóttir Gæði og fagmennska lykillinn að framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Gæðaferðaþjónusta verður ekki til nema við vinnum að því sameiginlega markmiði að hér þrífist atvinnugreinin í sátt við fólk, samfélag og náttúru. 6.11 Arnar Eggert Thoroddsen Popp bjargar mannslífum Svo ég ræði um það sem snýr að mínu sérsviði, dæg- urtónlistinni, er ljóst að Sjón- varpið, Rás 1 og Rás 2 vinna öll sérstaklega mikilvægt starf. 7.11 Ari Gísli Bragason Loksins, loksins... Að því leyti er það þó hvergi skýrara hvað sú bók var sannspá á sínum tíma og í raun sannkallað meistaraverk því hvað hefur gerst síðan? 8.11 Þorsteinn Sæmundsson Klukkan og birtan En skammdegi er ekki bund- ið við morgnana. Á kvöldin myndi seinkun klukkunnar hafa gagnstæð áhrif og lengja skammdegið, bæði haust og vor. 10.11 Ögmundur Jónasson Borg og ríki komin út í mýri Þetta samkomulag var ekki hugsað sem konfektkassi til að pikka uppúr mola eftir smekk borgarstjóra eða inn- anríkisráðherra. Það var allt eða ekkert. 11.11 Ragnar Önundarson Snorri Sturluson þekkti forn rit um sálina Við sjáum að Snorri bjó yfir nægri þekkingu á sálarlífinu til að greina þrjár helstu geðraskanir mannsins. Í þessum þremur dæmum notuðum við orðið enga um þá eigind sem við prófuðum að rýra. 12.11 Sigurjón Arnórsson Ríkið, bankar og peningar Á sama tíma er það sér- staklega ánægjulegt að Ís- lendingar eru komnir langt á veg og tala í alvöru um hvernig heppilegast sé að endurreisa efnahagskerfi landsins eftir hrunið. 13.11 Þórunn Guðmundsdóttir Höfuðborg - tónlistarborg? Hvernig sjá borgarfulltrúar tónlistarmenntun fyrir sér í framtíðinni? Vonandi vilja þeir ánægða kennara í öfl- ugum tónlistarskólum þar sem nemendur stunda krefjandi og skap- andi nám. 14.11 Rannveig Gunnarsdóttir Lyfjaeftirlit er meira en heimsóknir! Eftirlit eykur öryggi lyfjanna sjálfra, framleiðslu þeirra og dreifingu til notenda og varnar því að fölsuð eða gölluð lyf komist inn í lögleg- ar dreifingarleiðir lyfja. 15.11 Einar Falur Ingólfsson Enn skal herjað á hálendið Þegar hugsað er um þann hluta hálendisins sem enn er lítt snortinn mega menn ekki voga sér að hugsa í árum, kjörtímabilum eða þeim ára- tugum sem við nú lifum. Tími náttúrunnar er annar en tími mannanna. 17.11 Bogi Ragnarsson Skuldaniðurfelling ríkisstjórn- arinnar á mannamáli Aðrir hafa komið út í gróða en margir þeirra hafa samt fengið milljóna niðurfærslur sem er ekkert annað en gjafagjörningur úr ríkissjóði sem leigjendur, skuldarar námslána og al- menningur í landinu greiða fyrir. 1.12 Guðrún Hafsteinsdóttir Íslenskur iðnaður - óteljandi snertifletir Við eigum að vera stolt af því sem áorkast hefur á síð- ustu áratugum. En við eig- um ekki að hræðast breyt- ingar og það er mikilvægt að nálgast verkefni morgundagsins af áræði og krafti. 2.12 Gunnar Kvaran Máttur tónlistar og mikilvægi í uppeldi barna Aðalmarkmiðið hlýtur að vera að skapa og stuðla að þróun betri einstaklinga, ekki einungis faglega heldur ekki síður manneskjulega. 4.12 Ragnhildur Kolka „Þakka ykkur fyrir að bíða“ Ef málinu hefði lokið þar hefði mátt efast um orð Hönnu Birnu um ljótan póli- tískan leik. En spjótin voru alltaf pólitísk og skotmark þeirra aldrei annað en Hanna Birna. 5.12 Þórhallur Heimisson Með landvættum Íslands í hákirkjum rómverska heimsveldisins Dreki Snorra er í ætt við orm, því honum fylgja ormar og eðlur. Ormur eða dreki Snorra gæti því vel verið hið forna merki Júda. 6.12 Halldór Halldórsson Skuldsetta Reykjavík Svigrúm til skattalækkunar á borgarbúa skapast ekki þegar reksturinn er eins og fjárhagsáætlun ársins 2015 ber með sér. 8.12 Hjálmar Árnason Skólar gærdagsins eða morgundagsins Hlutverk skóla er að kenna nemendum að læra, halda þeim forvitnum og sjálf- bjarga í netheimum. Þannig búum við þá undir morg- undaginn. 9.12 Guðlaugur Þór Þórðarsson Steingrímur J. og Katrín bera vitni Það er alvarlegt þegar fréttastofa Ríkisútvarpsins sem starfar í skjóli sérstakra laga og á kostnað skatt- greiðenda skuli saka þing- mann um blekkingar og jafnvel beinar rangfærslur. 10.12 Baldur Ágústsson ESB og skyld óværa Guð gaf okkur Íslendingum bestu landamæri í heimi. Er ekki kominn tími til að þiggja þau, nýta og jafnvel segja takk? 11.12 Ingvi Hrafn Óskarsson Rökþrot þingmanns? Hlýtur að teljast nokkurt ný- næmi að þingmaður Sjálf- stæðisflokksins leggi slíkt traust á yfirlýsingar og upp- lýsingar frá Steingrími J. 12.12 Guðberg Rúnarsson Laxeldi og úrtölumenn atvinnutækifæra í fiskeldi Staðsetningar fyrir sjókvía- eldi á Íslandi eru langt frá helstu laxveiðiám og farleið- um laxfiska og fiskeldið hér í mun betri stöðu en ná- grannalöndunum. 13.12 Hilmar Gunnlaugsson, Jón Jónsson og Eva Dís Pálmadóttir Lögreglan á Höfn - rakalaus umræða - tilraun til úrbóta Núverandi til- högun styrkir jafnframt lög- regluna á Aust- urlandi í heild sinni. Lögreglan verður skip- uð fleiri lögreglumönnum, sterkari grunnur verður fyrir auknum mannafla í rann- sóknarstörfum og við sak- sókn. 15.12 Björn Rúnar Egilsson „Ég þarf bara að safna hundrað vinum til þess að verða frægur“ Af samtölum okkar við reyk- víska 6. bekkinga að dæma er full ástæða fyrir foreldra til að láta netnotkun barnanna sig varða, vera til staðar og leiðbeina þeim eins og kostur er. 16.12 Sigurður Guðmundsson Verkfallsdagar Ef ungt fólk kemur ekki til að taka við af okkur sem eldri erum eða fer úr landi, er þetta búið hjá okkur, svo einfalt er það. 17.12 Reynir Arngrímsson Hvað gera þingmenn? Sér einhver fyrir sér að ís- lensk flugfélög kæmust upp með að borga flugmönnum sínum í næturflugi að utan 3.000 kr. á tímann eftir að þeir hafa verið í flugi allan daginn á und- an? 18.12 Ásta S. Helgadóttir Vandi þeirra tekjulægstu Það er sláandi hve mikill fjöldi einstaklinga sem leita til umboðsmanns skuldara hefur neikvæða greiðslu- getu. 19.12 Frosti Ólafsson Náttúrupassinn snýst um fleira en peninga Vandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra er fólginn í því að fyrirliggjandi frum- varp um náttúrupassa geng- ur of skammt í því að breyta hegðun fólks. 12.20 Gunnþór Þ. Ingason Hundrað ára Hafnarfjarðarkirkja Kirkjan var bæna- og griða- staður í heimsstríði er beðið var uggandi eftir því að tog- arar og fiskiskip skiluðu sér heim eftir háskaför um ófriðarslóð. 12.23 Einar K. Guðfinnsson Þá var flutningur ríkisstofnunar talinn góður og gildur En nú er allt með öðrum róm. Ætli ástæðan geti verið sú að nú er verið að tala um flutning ríkisstofnana frá höfuðborgarsvæðinu og út á land? 12.27 Auðólfur Gunnarsson Hafa skal heldur það, er sannara reynist Íslendingar, sem fluttust til Vesturheims á þessum tíma, voru ekki aðeins að flýja fá- tækt og erfið lífskjör, heldur einnig misrétti og stétta- skiptingu. 12.29 Jakob Ingi Jakobsson Áhrif verðtryggingar á afborganir heimilanna lögbrot eða ekki lögbrot? Engin leiðrétting né krafa hefur komið fram um að far- ið skuli að lögum við inn- heimtu og útreikning af- borgana þessara verðtryggðu lána. 29.12 Sigurbjörn Þorkelsson Ekki eins og hvert annað ævintýri Sagan sú er reyndar fyrir mér ekki eins og hvert ann- að ævintýri heldur sí-lifandi og -gefandi staðreynd. Því sannarlega getur raunveru- leikinn oft verið hið mesta og besta æv- intýri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.