Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN 49 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181www.innlit.is Þekking • Þjónusta Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ár Hvern ætlar þú að gleðja í dag? Augnáverkar um áramót Á Íslandi eru augnslys ein aðal- orsök varanlegrar blindu hjá börnum. Að meðaltali hafa verið um tvö augns- lys um hver áramót og geta áverkarnir verið allt frá smá- vægilegum bruna á augnlokum og yfir- borði augans og yfir í alvarlegustu áverka þar sem augað hreinlega springur. Af og til hafa komið miklar slysa- hrinur þar sem margir ein- staklingar hafa slasast. Slys vegna flugelda verða á tímabilinu frá því strax eftir jól og fram í janúar og því segja tölur frá gamlárskvöldi ekki alla söguna. Undanfarin ár hafa orðið slys langt fram í janúar þar sem börn hafa safnað púð- urleifum og búið til sprengjur. Í þessum tilfellum hafa börnin hlotið misalvarlega áverka á augu, brennst í andliti, á hálsi og á hönd- um. Fórnarlömb augnslysa eru oft- ast drengir eða ungir menn á aldr- inum10-20 ára. Samkvæmt íslenskum, sænskum og bandarísk- um tölum eru hinir slösuðu í yfir 80% tilfella drengir eða ungir menn, enda eru þeir öðrum skot- glaðari eins og flestir vita. Aðrir einstaklingar eru vitaskuld einnig í hættu því nokkur hluti þeirra sem slasast af völdum flugelda eru áhorfendur þeirra. Áður fyrr urðu mörg augnslys af blysum og kraft- litlum flugeldum. Sum þessara slysa voru alvarleg en með aukinni notkun hlífðargleraugna hefur þeim fækkað. Hins vegar sýna töl- ur frá Augndeild Landspítala auk- inn fjölda slysa vegna mjög kröft- ugra flugelda og virðist sem margir átti sig ekki á því hversu öflugir flugeldarnir eru orðnir. Í verstu slysunum vegna mjög kröft- ugra flugelda hafa hlífðargleraugu ekki mikið að segja og telja margir að takmarka beri aðgang almenn- ings að allra kröftugustu flugeld- unum. Víða erlendis gilda mun strangari reglur um meðhöndlun flugelda og eru þá eingöngu fag- menn sem skjóta kröftugum flug- eldum. Í þessum löndum eru flug- eldaslys mun fátíðari. Augnáverkar af völdum flugelda eru fyrst og fremst afleiðingar höggsins sem verður þegar flug- eldur hittir augað auk bruna af völdum blysa. Þvermál flugelda er lítið og því ver augnumgjörðin ekki augað heldur tekur augað sjálft höggið. Eins og áður greindi getur áverkinn verið allt frá væg- um bruna á augnlokum og yfir- borði augans og til þess að augað hreinlega springur. Slíkir alvar- legir augnáverkar krefjast flókinna og jafnvel endurtekinna skurð- aðgerða. Í verstu tilfellum missir fólk augað. Einnig eru síðkomnar afleiðingar, t.d. skýmyndun á augasteini og gláka. Varanleg sjónskerðing vegna þessara slysa er því miður of algeng. Við getum hins vegar gert ýmislegt til að koma í veg fyrir slys- in.  Pössum vel upp á börnin og ung- lingana okkar. Flugeldar eru ekki leikföng. Ábyrgðin er hjá foreldrum. Reynslan sýnir að það er að- allega fólk undir tvítugu sem verður fyrir þessum slysum.  Notum hlífðargleraugu. Allir sem meðhöndla flugelda eða eru áhorfendur ættu að nota hlífðargleraugu. Einnig er mikilvægt að nota hanska til að koma í veg fyrir bruna á höndum.  Lesum leiðbeiningar framleið- enda og fylgjum þeim. Mjög varasamt er að taka flugeld- ana í sundur og safna púðrinu saman. Margir alvarlegir skaðar hafa hlotist af slíku.  Notum trygga undirstöðu fyr- ir flugeldana og hafið hugfast að gler- eða málmstandar sem ætlaðir eru til annarra nota, geta sprungið í tætlur.  Bogrum ekki yfir flugeldum þegar þeim er skotið upp. Hafa ber í huga að hiti sjóð- andi vatns er 100°C en þegar flugeldum er skotið upp gefa þeir frá sér hita á bilinu 800- 1200°C.  Hellið vatni á og hendið flug- eldum sem ekki hafa farið í loftið. Slys verða oft með þeim hætti að bograð er yfir flugeldum eða blysi sem ekki hefur skotist upp eða brunnið.  Áfengisneysla og flugeldar fara illa saman. Augnabliks óvarkárni og óvita- skapur getur breytt lífi fólks ævi- langt. Það er dapurleg upplifun fyrir foreldra að horfa á barnið sitt missa sjón á auga. Ég hvet alla til þess að fylgjast vel með hvað börnin okkar aðhafast þessa dag- ana um leið og ég óska öllum landsmönnum gleðiríkra og slysa- lausra áramóta. Eftir Maríu Soffíu Gottfreðsdóttur María Soffía Gottfreðsdóttir Höfundur er augnskurðlæknir á augndeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss. Slys Aðskotahlutur fjarlægður úr auga.Aðgerð Hér eru augnlæknar að störfum í augnaðgerð. » Þrátt fyrir aukna fræðslu og var- úðarráðstafanir sýna tölur frá Landspítala að um hver áramót verða slys í tengslum við flug- elda. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.