Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 52

Morgunblaðið - 31.12.2014, Page 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Íslensk hönnun og framleiðsla www.facebook.com/solohusgogn Kæru landsmenn! Óskum ykkur gleðilegra hátíðar og farsældar á komandi ári Á þessum síðasta degi ársins 2014 liggur fyrir sú staðreynd að ekki hafa orðið eins fá banaslys í umferð- inni frá því skráning þeirra hófst ár- ið 1966. Á árinu 2014 létust samtals fjórir einstaklingar í þremur bana- slysum í umferðinni en það er tölvu- vert minna en á síðustu tíu árum, en þá létust að jafnaði sextán manns á ári. Ástæður þessarar fækkunar eru margar en án efa hafa aðgreiningar á umferð til og frá höfuðborginni þar mest að segja en enginn hefur t.d. látist á tvöfaldri Reykjanesbraut í rúm 10 ár en þar sáum við því miður töluna fjóra til fimm árlega tíu árin þar á undan. Fyrir átta árum, í framhaldi af fækkun banaslysa á Reykjanes- braut í ekkert tvö ár í röð, skrifaði undirritaður fyrst grein um mögu- leika þess að Ísland yrði fyrsta land- ið í heiminum án banaslysa í umferð- inni á heilu ári. Þessu var fylgt eftir með nokkrum greinum og síðan árið 2008 með metnaðarfullu línuriti (mynd 1) sem við hjá Félagi íslenskra bif- reiðaeiganda birtum op- inberlega með núllsýn að markmiði sem myndi nást þegar fyrir árið 2015. Og því markmiði eigum við ennþá mögu- leika á að ná, vissulega með smá heppni, en með sama hugarfari og á árinu sem er nú að líða. Við höfum á þessum tímamótum ástæðu til að fagna árangri en við höfum aldrei verið nær þessu markmiði núllsýnar en akkúrat núna. Á þessu ári hafa fjórir einstaklingar látist, eins og áð- ur var sagt, en þeir voru 32 árið 2004, svo dæmi sé tekið um stöðuna fyrir tíu árum. Þennan einstaka ár- angur getum við þakkað okkur sjálf- um sem og þeim fjölmörgu sem tóku undir þessa sýn FÍB ekki bara í orði heldur í verki. Má þar nefna verk- efni okkar með Euro Rap sem og öflugt starf samgönguyfirvalda, Samgöngustofu, Vegagerðarinnar, lögreglu, heilbrigðisstarfsmanna og hinna ýmsu bæjarfélaga svo ein- hverjir séu nefndir. Fyrir næstu tíu ár viljum við því kynna nýja mynd fyrir Ísland og hugtak sem ég vil kalla „núllstill- ingu“ eða „Zero Tuning“ á ensku. Við getum ekki á raunhæfan hátt gert kröfu um að umferðarslys séu ekki lengur hluti af okkar samfélagi þó að einstök ár gætum við náð þess- um mikla árangri. En við eigum engu að síður að stefna að núllstill- ingu um leið og slys gerist. Þannig náum við ekki aðeins einu ári án banaslysa held- ur getum við einnig haldið áfram þessu markmiði til fram- tíðar þar sem bana- slys í umferðinni eiga ekki að vera viður- kennd sem órjúfan- legur hluti af sam- félagi okkar. Rétt er að taka fram að þegar töl- urnar lækka þarf ekki mikið til að breyta myndinni og örfá slys geta breytt fjölda látinna um tugi pró- senta til hækkunar eða lækkunar. En aðalatriðið er að banaslysum og alvarlegum slysum er vissulega að fækka hér á landi og hvert einasta líf sem okkur tekst að bjarga er þess virði. Við skulum því aldrei aftur líta á banaslys í umferðinni sem eðlileg- an fórnarkostnað – sá tími er löngu liðinn. Gleðilegt nýtt umferðarár. Eftir Steinþór Jónsson » Á árinu 2014 létust samtals fjórir ein- staklingar í þremur banaslysum í umferð- inni en það er tölvuvert minna en á síðustu tíu árum. Steinþór Jónsson Höfundur er formaður FÍB. Látnir í umferðarslysum 2000-2014 Áætlun 2012-2015 20 00 20 08 20 04 20 12 20 02 20 10 20 06 20 14 20 15 20 01 20 09 20 05 20 13 20 03 20 11 20 07 35 30 25 20 15 10 5 0 Núllsýn 2015 – verðugt markmið Morgunblaðið/Skapti Fýlukall Að virða hámarkshraða er liður í að fækka umferðarslysum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.