Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Elsku Gwenný okkar. Langt úr fjarlægð, elsku dóttir mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Þín, mamma og pabbi. Elsku, hjartans Bryndís. Það er óendanlega sárt að kveðja þig. Ung, falleg, dásamleg stúlka í blóma lífsins. Við þekkt- umst ekki persónulega en við mamma þín erum vinkonur. Því- líkur harmur og sorgin er yf- irþyrmandi. Þú varst yndisleg móðir, dóttir, systir og svo stór og mikill karaketer. Þú áttir alla framtíðina fyrir þér, en í dag fylgjum við þér til grafar og til- gangsleysið og sorgin yfirþyrm- andi. Eftir sitja foreldrar þínir, bróðir, litli sonur þinn, sem þú elskaðir svo mikið, og aðstand- Bryndís Gwenhwyfar Bond ✝ Bryndís Gwen-hwyfar Bond fæddist í Salisbury, Wiltshire, Eng- landi, 12. mars 1984. Hún lést á heimili sínu 23. des- ember 2014. Bryndís var jarð- sungin frá Foss- vogskirkju 30. des- ember 2014. endur allir lamaðir af sorg. Við mamma þín hitt- umst alltaf einu sinni í viku á kaffi- húsi, drekkum diet- kók með klökum og spjöllum um lífið og tilveruna. Nokkrum dögum fyrir andlát þitt áttum við mamma þín langt spjall um börnin okkar. Við töluðum mikið um þig og litla son þinn sem þú elskaðir af öllu hjarta og vildir allt fyrir gera. Ég skynjaði það svo sterkt hvað þú og mamma þín voruð lánsamar að eiga hvor aðra. Ást ykkar var stór og sterk og þið voruð eitt, heimsins bestu vinkonur og mæðgur. Stundum var stormasamt eins og hjá þeim sem elska af heitu hjarta en oftast var sambandið sterkt og stöðugt. Það glampaði og glitraði í augum mömmu þinnar þegar við töluðum um þig og litla son þinn Grétar. Mamma þín var svo stolt af þér og elskaði þig óendanlega mikið og allir sem þekktu þig elskuðu þig líka. Þú varst stóri, fallegi gullmolinn hennar mömmu þinn- ar og stóra verkefnið hennar í lífinu, ef þú varst hamingjusöm þá var mamma þín það líka. Öll þráum við að vera elskuð skil- yrðislaust, elskuð fyrir það sem við erum án þess að þurfa að vera eða gera eitthvað sérstakt til að eiga það skilið. Að vera elskaður án þess að þurfa að fela eitthvað, skammast sín eða biðjast afsökunar á sjálfum sér. Þú gast verið þú sjálf og mamma þín skildi þig fullkom- lega, hún dæmdi þig ekki heldur hlustaði og gaf góð ráð þegar það átti við. Það er mikil lífsins gjöf að hafa átt mömmu sem huggar, styður, hughreystir, dæmir ekki og er alltaf 100 pró- sent til staðar. Nú hefur Guð gefið þér nýtt verkefni, elsku Bryndís, á himnum og mamma þín fengið stærsta verkefni lífs- ins að varðveita minningu þína og halda um hönd sonar þíns, halda um hans sorgmædda hjarta, gefa honum styrk til að þroskast og dafna og verða að ungum, sterkum manni. Mamma þín, pabbi, bróðir þinn, vinir, og fjölskyldan öll mun standa vörð um litla gullmolann þinn. Guð blessi þig og varðveiti þig að ei- lífu. Minning þín mun alltaf lifa. Við fjölskyldan vottum ykkur okkar dýpstu samúð vegna frá- falls elskulegrar dóttur ykkar, mömmu, systur. Við biðjum Guð í bænum okkar að blessa ykkur og gefa ykkur styrk til að sjá ljósið í myrkrinu. Megi minn- ingin um elskulega, fallega dótt- ur, móður og systur lifa áfram. Guð blessi ykkur öll á þessum erfiðu stundum og alltaf. Berglind Ólafsdóttir og fjölskylda, Kvistalandi. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Nokkur orð um fallegu stúlkuna Gwenný, sem við vorum svo lán- söm að kynnast fyrir 10 árum síðan þegar hún kom til að dvelja hjá okkur sem au-pair í Rotterdam í Hollandi. Gwenný aðlagaðist lífinu í Hollandi vel, var félagslynd og fljót að eignast vini. Þótt hennar helsta verkefni væri að passa Kolbjörn son okk- ar sem þá var 8 ára, þá lét hún ekki sitt eftir liggja þegar kom að öðrum verkefnum. Fljótlega eftir að hún kom fluttum við í stærra húsnæði. Við hjónin vor- um mjög upptekin við vinnu og nám á þessum tíma og þá kom sér vel að hafa Gwenný innan handar. Hún sá ein um að bera inn í hús 150 fermetra af parketi og aðstoðaði okkur við að mála og gera það sem þurfti að gera, en á fyrstu myndunum af henni í dvölinni hjá okkur var hún með málningarsletturnar á nefinu og með sparslspaðann í hendinni. Við kynntumst ýmsu nýju í gegnum Gwenný, hún eldaði ný- stárlega rétti frá framandi lönd- um, bakaði dýrindis múffur sem við höfðum mikið dálæti á og var endalaus uppspretta af nýjum hugmyndum. Gwenný var sjálf- stæð og kraftmikil í þeim verk- efnum sem hún tók sér fyrir hendur, alltaf tilbúin að leggja sitt af mörkum. Við lærðum öll heilmikið hvert af öðru þetta ár sem Gwenný bjó hjá okkur. Henni fylgdu ferskir og ævintýralegir straumar sem báru vott um frjálslegan og skapandi huga hennar. Hún var einstaklega stolt af tattúi sem mamma henn- ar hafði gert og henni var mjög í mun um að viðhalda flottum hárklippingum, en þar var hún í nokkrum vanda þar sem henni tókst ekki að finna hárgreiðslu- stofu við hæfi þann tíma sem hún dvaldi í Rotterdam. Einnig standa upp úr líflegar sögur af fjölskyldunni sem greinilega var skemmtileg og frumleg eins og hún sjálf. Það var ljóst að hún átti samhenta og sterka fjöl- skyldu sem studdi við bakið á henni. Eftir að við fluttum aftur til Íslands héldum við áfram sam- bandi. Við höfðum trú á því að erfiðustu tímarnir hjá þessari hæfileikaríku stúlku væru að baki en lífið tekur oft óvænta stefnu. Seinustu samskiptin okk- ar við Gwenný voru tæpri viku áður en hún kvaddi þennan ör- lagaríka morgun á Þorláks- messu. Hún lofaði að þau Grétar Anton sonur hennar myndu kíkja í heimsókn til okkar milli jóla og nýjárs. Hún skrifaði okk- ur að henni þætti vænt um okk- ur fjölskylduna og langaði að vera í meira sambandi. Við mun- um geyma þessi fallegu orð og minninguna um Gwenný í hjört- um okkar. Innilegar samúðarkveðjur til nánustu fjölskyldu, hugur okkar er hjá ykkur. Eiríkur Magnús Jensson og Kolbrún Hrafnkelsdóttir. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til Grétars Antons, foreldra og bræðra. Aníta, Nikkíta og Pjetur Hamar. Nú er afi Jón kominn til ömmu Eyglóar sem hann sakn- aði svo mjög eftir andlát henn- ar fyrir níu árum. Þau voru ekki einu sinni orðin 70 ára þegar amma féll frá og var það afa mikið áfall enda höfðu þau verið saman frá unglingsárum og öll elliárin framundan. Þau fóru reglulega til útlanda í ferðalög, keyrðu um Þýskaland, og á seinni árunum farin að fara frekar til sólarlanda þar sem því var tekið rólega á sundlaugarbakkanum eða geng- ið um bæina. Ég var alltaf mjög mikið hjá afa og ömmu þegar ég var lítill og var alltaf sér- staklega gaman þegar þau komu til baka úr ferðalögunum með flottar gjafir handa okkur barnabörnunum. Sérstaklega Jón Auðunn Viggósson ✝ Jón AuðunnViggósson fæddist í Reykja- vík 4. september 1938. Hann and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 3. desember 2014. Útför Jóns Auð- uns var gerð frá Langholtskirkju 16. desember 2014. eru minnisstæðir tímarnir í Hauks- hólunum þar sem þau bjuggu mest- alla barnæsku mína. Heimili þeirra var alltaf mikil félagsmiðstöð þar sem ávallt var tekið vel á móti fólki. Ósjaldan þeg- ar ég kom þangað var afi kominn á nýjan bíl, enda mikill bíla- áhugamaður og erfitt að hafa tölu á öllum þeim bílum sem hann átti. Við fórum svo reglu- lega í bíltúr og algengir við- komustaðir í þeim ferðum voru ísbúðir bæjarins og Reykjavík- urhöfn þar sem skipin voru skoðuð og kveikt var í eins og einni sígarettu. Auk þess var Hveragerði vinsæll áfangastað- ur þar sem við fengum okkur pönnukökur og heitt súkkulaði í Eden. Sem unglingur fékk ég eitt sinn sumarvinnu hjá afa ásamt Jóni Auðuni frænda, þar sem okkur voru kennd öll grundvall- aratriði í málningarvinnunni sem hafa nýst frábærlega. Það var gaman að vinna með afa og voru ýmis fríðindi sem fylgdu, eins og peningar fyrir kók og súkkulaði í kaffitímum, hádeg- isverður hjá ömmu Eygló ásamt því að oftar en ekki gisti ég á neðri hæðinni í Haukshól- unum þannig að stutt var í vinnuna á morgnana. Ég er þess fullviss að mikil gleði ríkir nú á himnum þar sem afi hefur sameinast ömmu á ný. Þau vaka nú yfir okkur saman og mæta í heimsóknir til ættingja og vina og kíkja á öll litlu barnabarnabörnin sem komin eru í heiminn. Hákon. Elsku afi. Mikið var það sárt að missa þig svona snöggt, ég var í hreinskilni sagt ekki alveg tilbúin að láta þig frá okkur al- veg strax. En eins og vitað er þá er þetta því miður gangur lífsins og það sem huggar mig í sorginni er að trúa því að nú sért þú með ömmu, á staðnum sem þú í raun vildir allaf vera á eftir að hún kvaddi okkur fyrir níu árum. Á svona tímum streyma minningarnar fram, minningar um góða og skemmtilega tíma með afa. Ég man þegar ég var svo heppin að fá að gista í ömmu- og afahúsi þegar ég var lítil. Við afi vorum dugleg að horfa á myndir á kvöldin og oft- ar en ekki urðu hryllings- eða spennumyndir fyrir valinu. Það var alltaf svo gaman að fylgjast með afa því hann náði með engu móti að sitja kyrr í stóln- um þegar eitthvað spennandi átti sér stað, hann faldi sig á bak við stólinn og aðrar mublur í stofunni á meðan ég bara hló. Afi átti það einnig til að skrökva að okkur krökkunum sér til skemmtunar, enda algjör húmoristi með dökkan húmor. Merkilegast fannst mér þegar hann benti á barkakýlið sitt og sagði: „Sjáðu þetta, þegar ég var í stríðinu í gamla daga þurfti ég að gleypa hníf,“ ég starði á hann með aðdáun í augunum og trúði því lengi vel að afi minn hefði verið hetja í stríðinu og að hnífurinn sem hann þurfti að gleypa og skag- aði út úr hálsinum á honum væri vitni um það. Auðvitað sagði ég öllum þessa sögu, mjög hreykin af. Mér finnst dýrmætt að eiga vídeó og myndir af ferðum sem við fórum saman í, ferðin til Spánar árið ’98, fyrsta sólar- landaferðin ykkar ömmu þar sem brosið fór ekki af ykkur í heilar tvær vikur. Það get ég alltaf horft á til að minnast ykkar ömmu. Afi var ljúfmenni, kurteis og mjög þakklátur fyrir allt sem hann fékk, það voru eiginleikar sem ég fékk mest að sjá á hans síðustu árum í Sóltúni. Ég mun sakna þín mikið og það verður erfitt að kveðja þig afi minn, takk fyrir allt og allt. Ég bið að heilsa elsku ömmu Eygló og öllum vinunum uppi á himnum. Koss á kinn, þín afa- prinsessa, Guðrún Matthildur. Davíð Ósvaldsson útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur Friðþjófsson útfararstjóri Móðir okkar tengdamóðir og amma, SOFFÍA ZOPHONÍASDÓTTIR leikskólakennari, Sigtúni 37, Reykjavík, lést miðvikudaginn 17. desember. Útför fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 13.00. . Karl Friðjón Arnarson, Snjólaug G. Kjartansdóttir, Örn Þór Karlsson, Atli Björn Karlsson, Úlfar Snær Arnarson, Gréta V. Guðmundsdóttir, Saga Úlfarsdóttir, Guðmundur Karl Úlfarsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BERGSDÓTTIR, Vestur-Hnappavöllum, sem lést föstudaginn 26. desember verður jarðsungin frá Hofskirkju, laugardaginn 3. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. . Ingibjörg Ingimundardóttir, Gunnar Páll Bjarnason, Guðjón Ingimundarson, Sigurður Ingimundarson, Einar Páll Ingimundarson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG INDRIÐADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hátúni 8, Reykjavík, lést föstudaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. janúar klukkan 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, . Bergljót Bjarnadóttir, Jónas Samúelsson, Bryndís Bjarnadóttir, Ágúst Jónsson, Bjarni Bjarnason, Alma Harðardóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Eyjabakka 28, Reykjavík, lést á heimili sínu annan dag jóla. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju, föstudaginn 2. janúar kl. 13.00. . Sigurður Ferdinandsson, Guðrún Matthíasdóttir, Reynir Jóhannsson, Inga Rún Garðarsdóttir, Óskar B. Hauksson, Inga Jóna Friðgeirsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, EINAR ÁSGEIR PÉTURSSON heildsali, Hvannhólma 20 / Lækjarbrún 16, lést þriðjudaginn 23. desember 2014. Útför fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 15.00. . Stefán Örn Einarsson, Hafdís Huld Reinaldsdóttir, Steindór Einarsson, Dóra M. Gylfadóttir, Jón þór Einarsson, Fjóla Þórdís Friðriksdóttir, Einar Gunnar Einarsson, Steindór Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.