Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 56

Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Atvinnuauglýsingar Hertex á Íslandi Verkefnisstjóri Second hand búðir Hertex óskar eftir verkefnisstjóra í afleys- ingar í eitt ár frá 1. mars 2015. Við leitum að einstaklingi sem: - hefur brennandi áhuga á umhverfismálum og endurnýtingu hluta og fatnaðar. - er kraftmikill og skapandi, - hefur gott auga fyrir útstillingum og vöruvali - hefur góða samstarfseiginleika Umsóknum með ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað til dorthea@herinn.is fyrir 15. janúar 2015. Öllum umsækjendum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Dorthea Høygaard Dam í síma 8938858 eða á dorthea@herinn.is Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi skipi verður háð á skrif- stofu sýslumannsins á Ísafirði að Hafnarstræti 1, Ísafirði: Hamóna ÍS-36, sknr. 1695, þingl. eig. Hjalti Proppé Antonsson og Harðfiskverkun Antons Proppé ehf., gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 6. janúar 2015 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 30. desember 2014. Una Þóra Magnúsdóttir, ftr. sýslumanns Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Sámsstaðaland, fnr. 211-7051, Dalabyggð, þingl. eig. Jófríður Anna Eyjólfsdóttir og Guðmundur Ellertsson, gerðarbeiðendur Dalabyggð, N1 hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 7. janúar 2015 kl. 10:45. Sýslumaðurinn í Búðardal, 30. desember 2014 Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri fullnustudeildar. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Áskot, fnr. 165263, ehl. gþ., Ásahreppur, þingl. eig. Jakob Sigurjón Þórarinsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 6. janúar 2015 kl. 14.00. Fossalda 4, fnr. 219-5890, Rangárþing ytra, þingl. eig. Ingibjörg Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Rangárþing ytra og Vátrygginga- félag Íslands hf., þriðjudaginn 6. janúar 2015 kl. 13.15. Þrúðvangur 34, fnr. 219-6244 (2246106), Rangárþing ytra, þingl. eig. Amstur ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Rangárþing ytra og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 6. janúar 2015 kl. 13.00. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 30. desember 2014. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Aðalgata 38, Suðureyri, fnr. 212-6736, þingl. eig. Leifur Blöndal, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 6. janúar 2015 kl. 11:30. Hlíðarvegur 12, Suðureyri. fnr. 212-6803 , þingl. eig. Rúnar Karvel Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 6. janúar 2015 kl. 11:45. Túngata 13, Ísafirði, fnr. 212-0759, þingl. eig. Guðmundur Heiðar Svanbergsson, gerðarbeiðandi Ísafjarðarbær, þriðjudaginn 6. janúar 2015 kl. 10:30. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 30. desember 2014. Una Þóra Magnúsdóttir, ftr. sýslumanns Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Finnastaðir 152594, jörð - jörð í byggð - Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Ketill Helgason, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 7. janúar 2015 kl. 14:00. Furulundur 11B, íbúð 02-0101, (214-6398), Akureyri, þingl. eig. Birna Jóna Hannesdóttir og Baldur Brjánsson, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður starfsmanna rík., miðvikudaginn 7. janúar 2015 kl. 10:15. Höfðahlíð 2, einbýli 01-0101, (214-7990), Akureyri, þingl. eig. Erlingur Örlygsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 7. janúar 2015 kl. 10:00. Litlu-Hámundarstaðir 152168 jörð, - jörð í byggð - Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Valdimar Þór Jónsson, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Sýslumaðurinn á Akureyri, fimmtudaginn 8. janúar 2015 kl. 11:00. Stapasíða 21B, íb. 02-0101 (215-0789) Akureyri, þingl. eig. Grétar Þór Eyþórsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 7. janúar 2015 kl. 10:30. Steinahlíð 9, Viðarholt 01-0101, bílsk. 02-0101 (215-1134) Akureyri, þingl. eig. Freydís Dana Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 7. janúar 2015 kl. 10:45. Sýslumaðurinn á Akureyri, 30. desember 2014. Halla Einarsdóttir, fulltrúi Félagsstarf eldri borgara Vesturgata 7 Föstudaginn 2. janúar kl. 13.30 söngstund með Gylfa Gunnarssyni, kl. 14.30-16 dönsum út jólin við lagaval Halldóru, Veislukaffi að hætti Brynju. Allir eru vel- komnir. Starfsfólk Félagsmiðstöðvarinnar á Vesturgötu 7 óskar gestum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með kærri þökk fyrir árið sem er að líða. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund nýársdag kl. 14.00. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Ódýr blekhylki og tónerar Verslun í Hagkaup, Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði Blekhylki.is, sími 517 0150 Vestfjarðabækurnar standa fyrir sínu! Þegar þú skilar glæpasögunum, eða öðrum bókum, fáðu þér þá endilega Vestfjarðabækur í staðinn. Vestfirskir sjómenn og stjórnmála- menn í blíðu og stríðu eru góð blanda. Svo má nefna Hornstranda- bækurnar þrjár, Frá Bjargtöngum að Djúpi og Ýmislegt frá fyrri tímum eftir Lýð Björnsson sagnfræðing. Ótrúlega margt í þeirri bók. Vestfirska forlagið Bílar Ný Ford Transit rúta. Hækkar um milljón um áramótin við breytingu vsk laga. Ekki borga meira en þú þarft ! Drífa sig niður í Sparibíl og klára málið ! Núna er verðið 5.990.000,- án vsk. www.sparibill.is Fiskislóð 16 – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ ✝ Louise GuðrúnPhillips fæddist í San Francisco 26. ágúst 1925. Hún lést 21. ágúst 2014 á heimili dóttur sinnar í San Franc- isco-borg í Kali- forníu. Faðir Lovísu, eins og hún var jafnan kölluð af Ís- lendingum, var Fil- ippus Filippusson frá Gufunesi, en móðir Helga Agnes Sigur- jónsdóttir, fædd á Lágafelli í Kjós en ættuð úr Land- sveit í Rangár- þingi. Eiginmaður Lovísu var Robert Otto Weiss. Börn þeirra eru Helen, Philip og James, öll búsett í Banda- ríkjunum. Útför Lovísu fór fram 26. ágúst 2014 í Banda- ríkjunum. Bandarísk merkiskona af ís- lenskum ættum, Louise Guðrún Phillips, lést úr krabbameini hinn 21. ágúst sl. á heimili dóttur sinnar, Helen Diane Weiss, skammt fyrir utan San Francisco-borg í Kali- forníu. Lovísa fæddist í San Francisco 26. ágúst 1925, og átti því fjóra daga í 89 ár þegar hún lést. For- eldrar hennar kynntust í þeirri borg, en þá bjuggu þar allmargir Íslendingar sem flust höfðu beint þangað frá Íslandi eða fært sig um set frá öðrum byggðum í Vestur- heimi. Hún lærði hjúkrun og starf- aði á ýmsum sjúkrahúsum þar ytra, ekki síst við að hlúa að her- mönnum sem komu heim af víg- vellinum eftir síðari heimsstyrjöld- ina, margir hverjir farnir að andlegri heilsu og líkamlegri. Þar vann hún þarft og óeigingjarnt starf, og ef til vill hefur þessi reynsla mótað hana, en hún var kona ósérhlífin, einörð í skoðunum og lét ekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. Hún fylgdist vel með stjórnmálum í heimalandi sínu og var mikil fylgismaður demókrata. Hún var kona skarpgreind, víðsýn, hreinlynd, og eins og afkomendur hennar, talsmaður mannréttinda til handa öllum þegnum samfélags- ins. Það var eitur í hennar beinum þegar hún sá einhvern órétti beitt- an. Hún var orðhög og hafði, eins og reyndar börn hennar, gaman af orðaleikjum og alls kyns gáfug- lensi. Árið 1955 gekk hún að eiga Ro- bert Otto Weiss. Hann var þýskur gyðingur af efnuðu atgervisfólki kominn en hrökklaðist frá Berlín undan morðæði nasista á fjórða áratug síðustu aldar. Robert nam germönsk fræði og kenndi við ýmsa háskóla í Bandaríkjunum og fylgdust þau hjón jafnan að ásamt börnum sínum, þeim Helen, Philip og James, sem nú eru öll uppkomin og fjölskyldufólk en nokkuð dreifð um Bandaríkin eins og verða vill í því víðfeðma landi. Þótt örlögin hafi hagað því þann- ig til að Lovísa kom ekki til Íslands fyrr en hartnær sjötíu og fimm ára að aldri og þá til að halda upp á af- mælið sitt ásamt börnunum þrem- ur, þá var hún mikill Íslendingur í sér. Það leyndi sér ekki að hún var stolt af ætterni sínu, enda hélt hún til haga ýmsu sem minnti á „gamla landið“, gömlum bókum, bréfum og öðru lauslegu sem henni áskotnað- ist frá foreldrunum. Þá mundi hún vel nokkrar íslenskar vísur sem hún hafði lært í æsku, og skildi furðu margt sem við hana var sagt á móðurmálinu, þótt ekki hefði hún heyrt það lengi. Og ekki hafði hún gleymt pönnukökum og kleinum, en í samfélagi Íslendinganna í San Francisco voru íslenskir matarsiðir lengi í hávegum hafðir. Lovísa var á leið til Íslands ásamt börnum sínum og barna- börnum þegar sá illvígi fjandi, krabbameinið, lagði hana að velli. Hún hafði undirbúið þá ferð lengi og vel. Við vitum að afkomendur hennar hafa fullan hug á því að koma til Íslands með hækkandi sól 2015. Lovísa væri sæl að vita að ekki slitnar sá strengur sem batt hana við uppruna sinn og varð henni æ mikilvægari með árunum. Guðbrandur Gíslason. Louise Guðrún Phillips

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.