Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og bæjar-fulltrúi á Akureyri, hefur lengi látið sig atvinnumál og sér-staklega samgöngumál varða. „Undirstaðan er góðar sam- göngur, hvort sem er í lofti, láði eða á legi. Ég er t.a.m. annar af formönnum Hjartans í Vatnsmýrinni en þau samtök berjast fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Staðan í þeim málum hefur ekki þróast vel undanfarið en við erum ekkert hætt að berjast fyrir flugvellinum.“ Eiginkona Njáls er Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsuvernd, en þau eiga 15 ára brúð- kaupsafmæli í dag. Synir þeirra eru Stefán Trausti 18 ára og Patrekur Atli 13 ára. Njáll Trausti ólst upp á Seltjarnarnesi og var nemandi í Mýrar- húsaskóla, Valhúsaskóla og varð síðan stúdent frá MR. Fyrir áratug útskrifaðist hann sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Njáll Trausti hefur lengi haft gaman af því að ferðast og hefur farið víða, m.a. til Kína, Hong Kong, Egyptalands, Dubaí og margoft til Bandaríkjanna. „Ég var skiptinemi í Bandaríkjunum og þá hafði lengi blundaði í mér að líta í kringum mig og læra af öðrum. Ég ferðast líka mikið innanlands, er m.a. ættaður af Vestfjörðum og fór í góða ferð þangað síðasta sumar og býst við að fara þangað aftur næsta sumar. Með því að ferðast mikið um heiminn þá kann maður betur að meta Ísland.“ Njáll hefur tekið þátt í alþjóðlegu samtökunum Round Table í 20 ár en þau eru félagsskapur ungra karlmanna, og hann var m.a. for- seti Round Table á Íslandi. „En nú þarf ég að hætta í þeim því efri aldursmörkin eru við 45 ára aldur.“ Njáll Trausti Friðbertsson er 45 ára í dag Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Flugumferðarstjórinn Njáll Trausti fyrir framan flugstöðina á Akureyri síðastliðið vor með Súlutinda í baksýn. Lætur sig góðar samgöngur varða Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hjónin Magnúsína Ágústsdóttir og Kristján Gunnar Ólafsson, Höfða- vegi 33 í Vestmannaeyjum, fagna 50 ára brúðkaupsafmæli sínu í dag. Þau munu verja deginum í faðmi fjöl- skyldunnar. Árnað heilla Gullbrúðkaup Elsa J. Elíasdóttir varð 70 ára 25. desember síðastliðinn. Hún er gift Guðmundi Tómassyni. Þau hjónin áttu Hótel Mælifell á Sauðárkróki um árabil. Hún á fjóra syni og ellefu barnabörn og von er á fyrsta langömmubarninu. Þau hjónin eru búsett á Sauðárkróki. Elsa er stödd á Kanaríeyjum. Árnað heilla 70 ára I ngibjörg Sólrún fæddist í Reykjavík 31.12. 1954 og ólst þar upp. Hún lauk stúd- entsprófi frá MT 1974, BA- prófi í sagnfræði og bók- menntum frá HÍ 1979, var gestanemi í sagnfræði við Kaupmannahafn- arháskóla 1979-81 og stundaði cand- .mag. nám í sagnfræði við HÍ 1981- 83. Ingibjörg Sólrún stundaði ýmis al- menn störf með námi frá 1974 og var m.a. starfsmaður dönsku póstþjón- ustunnar 1979-81. Hún var ritstjóri tímaritsins Veru 1988-90 og sinnti ýmsum ritstörfum og blaðamennsku 1990-91. Í eldlínu stjórnmálanna Ingibjörg Sólrún var einn af stofn- endum Kvennaframboðs árið 1982 og var borgarfulltrúi Kvennaframboðs í Reykjavík 1982-86, Kvennalistans í Reykjavík 1986-88, sat í borgarráði 1987-88, var borgarfulltrúi 1994-2005 og formaður borgarráðs og borgar- stjóri 1994-2003. Hún var alþingis- maður fyrir Samtök um kvennalista í Reykjavík 1991-94, varaþingmaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík 2003, 2004 og 2005, alþingismaður Reykjavíkur norður fyrir Samfylk- inguna 2005-2007 og í Reykjavík suð- ur 2007-2009 og utanríkisráðherra 2007-2009. Hún var varaformaður Samfylkingarinnar 2003-2005 og for- maður 2005-2009. Ingibjörg Sólrún var formaður Stúdentaráðs HÍ 1977-78, sat í skipu- lagsnefnd og félagsmálaráði Reykja- víkurborgar, var formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykja- víkur, sat í stjórn Landsvirkjunar, var formaður miðborgarstjórnar, formaður stjórnar Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins, í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, formaður dómnefndar um skipulags- samkeppni vegna Tónlistar- og ráð- stefnuhúss 2001, formaður Aflvaka frá 2002 og formaður hverfisráðs miðborgar frá 2002. Hún sat á Alls- herjarþingi Sþ. 1987, sat í þing- mannanefnd EFTA/EES, sat í stjórnarskrárnefnd, í utanríkis- málanefnd Alþingis, félagsmála- nefnd, heilbrigðis- og trygginga- nefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA og sat í bankaráði Seðlabanka Íslands um skeið frá 2003. Ingibjörg Sólrún skrifaði bókina Þegar sálin fer á kreik, minningar Sigurveigar Guðmundsdóttur kenn- ara, útg. 1991. Sviptingar og nýr vettvangur Það urðu óneitanlega mikil þátta- skil á þínum starfsferli í kjölfar hrunsins veturinn 2008-2009. Urðu þau þáttaskil til góðs eða ills? „Þegar á allt er litið urðu þau til góðs fyrir mig þó að það hafi sann- arlega ekki litið þannig út um tíma. Bankahrunið var vissulega mikill rússíbani fyrir okkur sem sátum í ríkisstjórn á þeim tíma og í ofanálag veiktist ég alvarlega. Allt leiddi þetta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svæðisstjóri UN WOMEN – 60 ára Í afar mikilvægum verk- efnum á framandi slóðum Náttúrufegurð í stríðshrjáðu landi Ingibjörg Sólrún og Hjörleifur við Kargavatn í Kabul, höfuðborg Afganistan. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Desembertilboð – á völdum postulínsborðbúnaði, glösum og hnífapörum Komdu í verslu n RV og sjáð u glæsil egt úrval af borðbún aði RV 2014/11 Verslun RV er opin virka daga kl 8-18 og laugardaga kl 10 -16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.