Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland Taktu mynd 1500,- Sendum í póstkröfu. S: 528 8200 Áramótaskaupið hefur verið sýnt í Ríkissjónvarpinu frá því sjónvarps- útsendingar hófust þar árið 1966. Þátturinn tók við af áramótaþætti Ríkisútvarpsins sem hafði verið sendur út árlega á gamlársdag frá árinu 1948. Í Áramótaskaupinu er iðulega gert grín að því sem stóð hvað helst upp úr á liðnu ári og fá stjórnmálamenn, listamenn og aðr- ir þjóðþekktir einstaklingar oft að kenna á því. Áhorf þáttarins er eitt það mesta sem gerist í íslensku sjónvarpi. Kannanir sýndu meðal annars fram á að árið 2006 hefðu 93,3% þjóðar- innar sest fyrir framan sjónvarpið á gamlárskvöld og fylgst með þætt- inum. Metið var þó sett árið 2002 en þá horfðu 95,5% þjóðarinnar á þátt- inn. Auglýsingatími í kringum Ára- mótaskaupið er jafnframt með dýr- ustu auglýsingatímum ársins en fyrirtæki borga þá oft fúlgu fjár til að fanga athygli áhorfenda. Grínhópur Umsjónarmenn Áramótaskaupsins 1985. Í aftari röð f.v. Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson og Egill Eðvarðsson og í fremri röð Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Þórhallur Sigurðsson/Laddi. Sjónvarpað frá 1966 Bandaríski djassklarinettu- leikarinn Buddy DeFranco er lát- inn, 91 árs að aldri. DeFranco lést á aðfanga- dag á heimili sínu í Flórída. Hann var með þekktustu djasstónlistar- mönnum Bandaríkjanna og lék á ferli sínum m.a. með Frank Sin- atra og Billie Holiday og var sæmdur heiðurstitlinum Jazz Master af National Endowment for the Arts. DeFranco stýrði Glenn Miller Orchestra á árunum 1966-1974 og lék með helstu djasstónlistar- mönnum Bandaríkjanna, m.a. Art Tatum, Dizzy Gillespie og Charlie Parker. Ferill hans spannaði 75 ár og gaf hann út fjölda hljómplatna á árunum 1952 til 2006. DeFranco látinn Buddy DeFranco Stjörnukokkur- inn Jamie Oliver hefur upplýst að hann hafi af- þakkað hlutverk sem hobbiti í Hringadróttins- sögu Peters Jackson. BBC greinir frá mál- inu, en þar kem- ur fram að Oliver hafi sagt frá þessu í upptökum á nýrri sjónvarps- þáttaseríu sem hefur göngu sína 2. janúar nk. á Channel 4 í Bretlandi. „Mig langaði til að vera með og hefði smellpassað, en ég var fastur í vinnu og gat ekki fengið mig laus- an,“ segir Oliver. Haft er eftir hon- um að leikstjóri myndarinnar, Pet- er Jackson, hafi boðið honum hlutverkið gegn því að hann skryppi til Nýja-Sjálands árið 2001 og eldaði afmælismáltíð Jacksons þegar hann fagnaði 50 ára afmæli sínu. Hefði getað orðið hobbiti Jamie Oliver Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við reynum bara að vera jafnvondar við alla,“ segir Silja Hauksdóttir, handritshöfundur og leikstjóri, en hún stýrir áramótaskaupi RÚV þetta árið en slíkt hið sama gerði hún árið 2008. Þetta er því í annað sinn sem hún tekur verkefnið að sér en hún hefur auk þess leikstýrt þáttaröðum á borð við Ástríði, Stelpurnar og Rík- ið. „Þetta verður með áþekku sniði og oft áður. Við reynum að tæpa á mörgu og höfum það hugfast að hafa efnið fyrir ólíka aldurshópa. Í heild- ina er þetta bara hressleiki auk þess sem það verður brostið í söng. Svo verður einhver kjaftur,“ segir hún sposk en hún þakkaði á dögunum stjórnmálamönnum og velunnurum þeirra fyrir að hafa verið iðnir við að veita handritshöfundum áramóta- skaupsins innblástur. Kvenkyns handritshöfundar „Við tökum það fyrir sem okkur þykir hafa borið hæst úr pólitíkinni, þar hefur verið talsvert drama á árinu sem mér þykir mjög fyndið. Ég veit þó ekki hvort það sé einhver sér- stakur sem fær að kenna á því í ár umfram aðra,“ segir Silja. Þess má geta að allir handritshöfundar skaupsins í ár eru kvenkyns og er það aðeins í annað sinn sem það gerist en það gerðist fyrst árið 1984. „Hugmyndin kemur upphaflega frá RÚV að hafa þennan fókus. Á endanum er það þó bara þannig að maður hefur maður í höndum bestu grínhandritshöfunda sem völ er á hér á landi að okkur finnst. Það vill bara svo skemmtilega til að það eru kon- ur,“ segir hún en þær sem koma að því að skrifa verkið í ár eru Edda Björgvinsdóttir, Anna Svava Knúts- dóttir, Gagga Jónsdóttir, Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir, Signý Hauks- dóttir og María Reyndal. Silja segir þær búa yfir mikilli grínreynslu. „Maður er að vinna með atburði liðins árs þannig að þetta er skálduð útgáfa af einhverskonar raunveru- leika. Þetta er náttúrlega unnið fyrir líðandi stund og er gert augnabliks- ins vegna,“ segir hún um galdurinn á bak við vinnuna en hún segir jafn- framt að tíminn einn verði að leiða það í ljós hvort grínið þetta árið muni standast tímans tönn. Náðu ekki að taka á öllu „Það voru ótal hlutir sem við kom- umst ekki yfir að þessu sinni. Við settumst niður í upphafi skrifferlisins í haust með um tvö hundruð atriði á lista. Eftir því sem á árið hefur liðið þá hefur sá listi breyst svolítið. Það hefur komið inn aukið drama á ýms- um sviðum sem við nýtum okkur. Maður er pínu leiður yfir því að hafa ekki náð þessu eða hinu,“ segir hún en bætir við að vissulega sé skaupið ekki annáll. Silja kveðst ekki tilbúin til að segja frá því hver sér um tón- listaratriðið í ár né leik en kveður þó skaupsformúluna vera stutta sketsa í bland við tónlist. „Maður setur sig í öðruvísi gír þeg- ar maður nálgast þetta,“ segir hún, spurð að því hvort vinnuferlið sé ólíkt því að leikstýra öðrum þáttum. „Maður leiðir hugann meira að því að markhópurinn er stærri og maður þarf að skemmta ólíkum aðilum. Markhópurinn er náttúrlega bara eiginlega allir þeir sem eru vakandi,“ segir hún kímin. Leikstjóri Silja er reynd en hún hefur til að mynda leikstýrt þáttaröðum á borð við Ástríði, Stelpurnar og Ríkið. „Jafnvondar við alla“  Silja Hauksdóttir, leikstjóri áramótaskaups RÚV 2014, segir úr mörgu að velja  Hún segir jafnframt að dramað í pólítikinni á liðnu ári hafi verið mjög fyndið Hundur? Stefnt er að því að hafa skaupið fyrir sem stærstan markhóp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.