Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Hinn andfélagslegi utan-garðsmaður Louis Blo-om (Jake Gyllenhaal)fellur fyrir starfi kvik- myndatökumanna sem elta uppi slys, morð, rán og annan óskapnað í von um að geta selt upptökurnar til sjónvarpsstöðva. Með siðleysið og kvikmyndatökuvélina að vopni klífur Bloom metorðastiga slíkra næturmaðka. Fyrirlitleg aðalpersóna Sagan sjálf er auðmelt og fram- vinda sögunnar línuleg. Handritið heldur áhorfandanum einnig við efnið þrátt fyrir að kvikmyndin sé ekkert rosalega spennandi. Sam- ræður kvikmyndarinnar eru misvel skrifaðar og á stöku stað eru ein- ræður ósannfærandi og illa fluttar, til að mynda þegar Bloom ræðir við Ninu Romina (Rene Russo) um það hví hann vilji verða einn þess- arra svokölluðu næturmaðka. Per- sóna Gyllenhaal er ekki sér- staklega sannfærandi þrátt fyrir að honum takist vel að vekja and- úð áhorfenda á henni, nokkuð sem Dan Gilroy leggur greinilega upp með, og á hann hrós skilið fyrir það. Það er einnig gaman að sjá aðalpersónu sem ekki er hetja heldur brigðul og fyrirlitlegt grey. Það er ágætis tilbreyting. Lítið fer fyrir öðrum persónum kvikmyndarinnar, að und- anskildum Rick (Riz Ahmed) en þess má til gamans geta að leik- arinn breski hefur einnig gert garðinn frægan sem rappari undir yfirheitinu Riz MC. Kappinn er sannfærandi í hlutverki sínu og stendur öðrum aukaleikurum framar. Hann er í það minnsta færari leikari en rappari. Innkoma Bill Paxton er ekkert sérstök en hlutverk hans sem einhverskonar óvinur Blooms fremur útvatnað. Ágætis frumraun Kvikmyndin setur stórt spurn- igarmerki við siðleysi æsifrétta- mennskunnar sem svífst einskis í leit sinni að voveiflegum atburð- um. Gagnrýnin er ágæt og er það gefið í skyn að hugsunarháttur al- múgans þurfi að breytast svo að sambærileg störf þrífist ekki; það sem eftirspurn er eftir mun selj- ast. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Dans Gilroy sem leikstjóra en hann hefur áður skrifað handrit að nokkrum kvikmyndum. Kvikmynd- in er ágætis frumraun en margt er þó frekar vont. Til að mynda eru samklippur sem leikstjórinn beitir fremur hallærislegar. Tónlistin er að sama skapi leiðinleg og gerir lítið til þess að ýta undir það and- rúmsloft sem atriðin skapa. Sagan er fremur endaslepp og nokkrar flækjur sem virðast þurfa að leys- ast til að lokaatriði hennar gangi upp fá ekki næga athygli. Myndin situr ekkert sérstaklega eftir að áhorfi loknu en er þó ágætis hug- vekja varðandi siðferði æsifrétta- mennskunnar. Með siðleysi og tökuvél að vopni Tæpur Bloom svífst einskis í leit sinni að hörmungum en sjónvarpsstöðvar borga oft fúlgu fjár fyrir slík myndskeið. Laugarásbíó Nightcrawler bbmnn Leikstjórn: Dan Gilroy. Handrit: Dan Gilroy. Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Rene Russo, Riz Ahmed og Bill Paxton. 117 mínútur. Bandaríkin, 2014. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Leikkonan Angela Lansbury vílar ekki fyrir sér að leika á sviði þó hún sé orðin 89 ára. Hún mun á næst- unni fara með hlutverk Madame Arcati í gamanleiknum Blithe Spi- rit eftir Noël Coward, fyrst í Los Angeles, síðan í San Francisco, To- ronto og loks Washington DC. Lansbury lék sama hlutverk á West End í London í mars sl. og á Broad- way í New York árið 2009. „Mér finnst afskaplega gaman að leika þetta hlutverk,“ segir Lans- bury um Arcati. Flestir tengja leik- konuna við Jessicu Fletcher í sjón- varpsþáttunum Murder She Wrote, en Lansbury lék Fletcher á árunum 1984 til 1996. „Það var yndislegt að leika þá konu, en hlutverkið krafð- ist ekki neins leiklega séð af minni hálfu. Hlutverk Arcati krefst á hinn bóginn mjög mikillar hugmynda- auðgi.“ Kraftmikil Angela Lansbury. Fer senn á túr í Bandaríkjunum Gamanmyndin The Interview, framleidd af fyrirtækinu Sony, er orðin söluhæsta mynd fyrirtækisins á netinu frá upphafi. Í myndinni segir af tveimur sjónvarpsmönnum sem boðið er að taka viðtal við leið- toga Norður-Kóreu og er falið af bandarísku leyniþjónustunni að ráða hann af dögum. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi Sony 22. nóvember sl. vegna myndarinnar og hótuðu að fremja hryðjuverk í Bandaríkjunum ef myndin yrði tek- in til sýninga í kvikmyndahúsum þar í landi. Myndin var engu að síð- ur frumsýnd á jóladag í Bandaríkj- unum í 330 kvikmyndahúsum og sett í sölu á netinu. Þar hefur hún rokselst og slegið met Sony hvað varðar sölu á kvikmynd til niður- hals á netinu. 27. desember var nið- urhalið komið yfir tveggja milljóna markið og sölutekjur um 15 millj- ónir dollara sem er rúmur þriðj- ungur framleiðslukostnaðar mynd- arinnar. Umdeild Kvikmyndin The Interview segir af sjónvarpsmönnum sem fá það verkefni að myrða leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un. The Interview slær netsölumet hjá Sony 12 16 48 RAMMA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU STÆRSTA OPNUNARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL LOKAÐ GAMLÁRSDAG - OPIÐ NÝÁRSDAG L THE HOBBIT 3 3D (48R) Sýnd kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 2 - 5 - 8 BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 1:50 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 7 GLEÐILEG JÓL SÝNINGARTÍMAR OG TILBOÐ GILDA FYRIR 1. JANÚAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.