Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 68
MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Aron varð fyrir líkamsárás 2. Lík í sjónum og brak úr vélinni 3. Taldi að landið væri öruggt 4.Fékk skjáskot af framhjáhaldinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stjórn Tónlistarsjóðs Rótarý hefur ákveðið að veita þeim Baldvin Odds- syni og Sólveigu Steinþórsdóttur Tónlistarverðlaun Rótarý 2015. Verð- launin verða afhent á Stórtónleikum Rótarý sem haldnir verða á sunnu- daginn kemur, 4. janúar, í Hörpu. Baldvin og Sólveig hljóta verðlaunin Á fimmtudag (nýársdagur) Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma nyrst, en annars hæg breytileg átt og stöku él. Frost 0 til 10 stig. Á föstudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða él, en hvessir og snjóar suðvestanlands um kvöldið. Frostlaust syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan 8-13 og dálítil slydda eða rigning sunnan- og vestanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Jón Arnór Stefánsson og samherjar hans í Unicaja Malaga ljúka árinu 2014 í toppsæti spænsku úrvals- deildarinnar í körfuknatt- leik. Malaga vann stórlið Real Madrid 99:92 í fram- lengdum spennuleik í Malaga í gærkvöldi. Malaga jók þar með forskot sitt á toppnum en fjögur lið eru fjórum stigum á eftir. Þar á meðal eru Real og Barcelona. »3 Sigur gegn stór- liði Real Madrid Guðmundur Árni Ólafsson er nýliði í landsliðshópi Íslands í handknattleik sem kom saman til æfinga í gær fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni í hálft fjórða ár og er því kominn með talsverða reynslu. „Ég ætla að sýna hvað ég hef fram að bjóða í þessum hóp. Það verður síðan ákvörðun Arons að velja þá leikmenn sem hann telur að geti best axlað þá ábyrgð að leika undir hans stjórn á HM,“ segir Guð- mundur Árni. »4 Ætla að sýna hvað ég hef fram að bjóða „Aðstaðan sem við búum við núna er mjög þröng, svo þetta verður svakaleg breyting,“ sagði Halla Kari Hjaltested, talsmaður fimleikadeildar Fjölnis, en fé- lagið sér fram á að geta hafið æfingar í nýju og glæsilegu fimleikahúsi frá og með næsta hausti. Fjölnir hefur þurft að vísa fjölda fólks frá undanfarin ár og ætlar að tvöfalda iðkendafjölda sinn á næstu árum eftir opnun hússins. »2-3 Gjörbreytt aðstaða Fjölnis í fimleikum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Morgunblaðið kemur næst út föstudaginn 2. janúar 2015. Fréttavakt verður á fréttavef Morgunblaðsins mbl.is yfir áramótin, frá morgni til kvölds. Lesendur eru hvattir til að senda ábendingar um fréttir á netfangið: netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifenda verður opið á gamlársdag frá kl. 8-12. Það verður opnað á ný föstudaginn 2. janúar kl. 7. Sími þjónustuvers er 569-1122 og netfang askrift@mbl.is. Blaðberaþjónustan verður opin á gamlársdag kl. 6-12. Hún verður opnuð aftur 2. jan- úar kl. 5. Netfang blaðbera- þjónustu er bladberi@mbl.is og símanúmerið er 569-1440. Hægt er að bóka dánartilkynn- ingar á mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100 og aðalnetfang blaðsins er ritstjorn@mbl.is. Fréttaþjón- usta mbl.is um áramótin Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Hreiðar Karlsson og Elín Gestsdóttir hafa átt og rekið Hundahótelið Leirum í Reykjavík síðan 1994. „Það er alltaf yfirbókað hjá okkur um jól og áramót,“ segir Hreiðar um aðsóknina, en þau eru með leyfi fyrir 48 hunda. Hreiðar segir ljóst að fólk hafi mikið að gera um jól og áramót. Margir fari til útlanda á þessum tíma og aðrir heimsæki vini og ætt- ingja úti á landi. Hundaeign hafi aukist mikið hérlendis undanfarin ár og þegar fólk bregði sér af bæ sé öruggast og þægilegast fyrir alla að koma dýrunum fyrir á hundahóteli. „Fólk hefur eðlilega áhyggjur af hundunum sínum, því þetta eru litlu börnin þess,“ segir Hreiðar og bætir við að það skapi oft vandamál að ferðast með hund. „Þegar hund- urinn er hjá okkur þarf fólk ekki að hafa áhyggjur af honum, því hérna er hann í góðum höndum, leikur sér og hefur það ágætt.“ Fólk sækir í öryggið Eitthvað er um að hundaeig- endur komi dýrum sínum fyrir á hóteli til að verja þau fyrir áreitinu sem fylgir flugeldum um áramót. Hreiðar segir að fólk komi aftur og aftur með hunda sína að fenginni reynslu og þegar það fái sér nýjan hund haldi það uppteknum hætti. „Við erum með marga fastagesti, því fólk sækir í öryggið,“ segir hann og leggur áherslu á að fólk gefi dýrum sínum ekki ró- andi lyf um áramót. Hreiðar segir að að- sóknin hafi aukist jafnt og þétt samfara fjölgun hunda á höfuðborgarsvæð- inu. Þau leggi enda mikið upp úr að aðstaðan sé eins góð og mögulegt sé og bendir á í því sambandi að hann sé nánast að breyta hótelinu frá grunni til að fullnægja öllum kröfum nýlegrar reglugerðar Matvælastofnunar. „Ég er að byggja við og breyta nánast öllu, stækka búr og fleira, og það kemur til með að kosta mig um sex milljónir króna að uppfylla öll skilyrði,“ segir hann. Á hundahótelinu eru nær allar stærðir og tegundir hunda. Hreiðar segir mjög mismunandi hvað hund- arnir séu lengi hverju sinni. Sumir séu í marga mánuði, jafnvel ár, fyrst og fremst vegna þess að eig- endurnir standi í byggingum eða flutningum eða séu erlendis um lengri tíma. „Ég hætti í vel launaðri vinnu til þess að fara í hundana, er afi allra hundanna hérna og það er betra að þeir séu hjá afa sínum en í einhverri óvissu.“ Hreiðar afi allra hundanna  Fullt á Hunda- hótelinu Leirum um áramótin Morgunblaðið/RAX Hundahótelið Leirum Hundarnir eru ýmist í eins eða tveggja hunda rýmum með sér garði og taka vel á móti gestum. Dýr eru almennt hrædd við blossana af flugeldunum og sprenging- arnar. Þess vegna mæla dýralæknar með því að halda dýrum inni um áramót, vera hjá þeim og veita þeim stuðning. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir mikilvægt að hafa dýrin í taumi, sé farið með þau út. Verði dýrin yfirspennt vegna álagsins þurfi í sumum tilfellum að gefa þeim kvíðastillandi lyf. Ekki hafi gefist vel að gefa þeim róandi lyf, því þau hafi slævt dýrin, sem hafi áfram skynjað allt áreitið. Með- ferðin sé einstaklingsbundin en aðalatriðið sé að hafa dýrin hjá sér en ekki fela þau. „Númer eitt, tvö og þrjú er að veita dýrunum stuðning,“ segir hún. Bætir við að kettir fari oft afsíðis en hundar sæki í stuðning hjá manninum. Best sé að halda hestum inni og gott að hafa ljós hjá þeim til þess að minnka áhrif glampa frá flugeldum. Styðja dýrin og vera með þeim MIKILVÆGT AÐ HALDA DÝRUM INNI Í SKJÓLI FRÁ FLUGELDUM Hreiðar Karlsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.