Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Mánudagur 10 2 SÉRBLÖÐ Fasteignir | Fólk Sími: 512 5000 15. júní 2015 138. tölublað 15. árgangur Samið um Sunnuhlíð Stefnt er að því að ganga frá samkomulagi í vikunni sem leysir fjárhagsvanda hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. Kópavogsbær gefur 81 milljónar króna fasteignaskuld eftir auk vaxta. 2 SKOÐUN Guðmundur Andri Thorsson skrifar um kvikmyndina Hrúta. 11 LÍFIÐ Alþjóðlegur förðunarskóli opnar á Íslandi í ágúst. 15 SPORT Strákarnir okkar komust á níunda Evrópumótið í röð. 18 FASTEIGNIR.IS15. JÚNÍ 201524. TBL. Rúnar Óskarsson MBA viðskiptafr. / sölufulltrúi Sími 895 0033 * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Landmark leiðir þig heim! Sími 512 4900 landmark.is Benedikt Ólafsson sölufulltrúi Sími 661 7788 Nadia Katrín sölufulltrúi Sími 692 5002 Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir skjalagerð O Vesturvangur 5 . Hafnarfirði Sýningargripur „Fifty dining”-stóllinn sem D gg Guðmunds-dóttir kom að því að hanna er sýndur á hönn-unarsýningunni Kvinder í dansk møbeldesign í Danmörku. SÍÐA 2 EIN NÆRINGARRÍK- ASTA OFURFÆÐAN Halló Jörð, heyrirðu í mér? Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnu. Samskipti Philae og geimskipsins Rosettu minna um margt á samskipti mæðgna. 8 Segjast ekki hafa hyglað FH Fyrrverandi bæjarstjórar Hafnar- fjarðar segja það af og frá að þeir hafi hyglað FH umfram Hauka. 6 Skila ársreikningum seint Alls vantar 271 ársreikning frá sjálfs- eignarstofnunum og sjóðum fyrir árið 2013. Ríkisendurskoðandi segist þurfa frekari úrræði. 4 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt dregur úr hrukkum, örum og bólum. Fæst í Lyfju, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup SNIGLAGEL Sumarið byrjar í Smáralind - hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir HEILBRIGÐISMÁL „Það er hrun yfir- vofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnars- dóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjar- stykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir ein- staklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkra- húsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verk- falli varð að ljúka en ekki með þess- um hætti. Reiðin sé mikil innan stétt- arinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunar- fræðinga sé að þrotum komið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkr- unarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Upp sagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að tak- ast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samn- ingsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkis valdið skuli hvorki skynja né skilja hlut- verk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjón- ustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynn- ingu BHM. - sa Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vik- unni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. FÓLK Handboltalandsliðsmenn- irnir Gunnar Steinn Jónsson og Róbert Gunnarsson venda kvæði sínu í kross og hanna nú boli undir merkinu BOB. Verkefninu hafa þeir sinnt í gegnum netið og þegar þeir hittast í landsliðsferð- um, en Gunnar spilar í Þýska- landi og Róbert í Frakklandi. „Ekki snýst þetta um að verða ríkir, heldur að fá að skapa og láta gott af okkur leiða,“ segir Gunnar, en þegar bolur er keypt- ur rennur andvirði teppis fyrir barn í flóttamannabúðum til UNICEF á Íslandi. Bolirnir munu fara í sölu á þriðjudag. -ga / sjá síðu 22 Komnir í tískubransann: Landsliðsmenn hanna fatnað FLOTTIR Róbert og Gunnar í bolunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VOPNASKAK VÍKINGANNA Þessir ungu drengir háðu mikla orrustu þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Vík- ingahátíðin í Hafnarfi rði hófst á föstudaginn og henni lýkur á miðvikudaginn, 17. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMGÖNGUR „Það er mikil andlits- lyfting að fara að eiga sér stað á Hlemmi og næstu helgi auglýsum við eftir hugmyndaríkum aðilum til þess að framkvæma eitthvað skemmtilegt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en borg- in auglýsir nú eftir rekstraraðilum að Hlemmi. Dagur segist vera spenntur fyrir fyrirhuguðum breytingum.„Nú á að fara að taka Hlemm í gegn og það kemur svo bara í ljós hvað þetta húsnæði mun bjóða upp á,“ segir Dagur og bætir við að hann sjái fyrir sér að matar- markaður rísi á Hlemmi. „Víða um Evrópu eru að spretta upp matarmarkaðir og það er oftast mikið líf og fjör í kring um þá.“ Varðandi það hvort Strætó muni hætta að stoppa á Hlemmi segir Dagur að svo verði ekki. „Eina breytingin verður sú að Hlemmur verður ekki biðstöð lengur heldur skiptistöð.“ Dagur segir að vinnuhópur, sem skipaður var í kjölfar þess að Reykjavíkurborg keypti BSÍ árið 2013, sé enn að störfum. - ngy Reykjavíkurborg auglýsir nú eftir hugmyndaríkum rekstraraðilum: Vill fá matarmarkað á Hlemm Uppsagnir hjúkrunar- fræðinga er veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. DAGUR B. EGGERTSSON 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 2 B -B 8 0 C 1 6 2 B -B 6 D 0 1 6 2 B -B 5 9 4 1 6 2 B -B 4 5 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.