Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 6
15. júní 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 HAFNARFJÖRÐUR Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar segja bæinn ekki hafa hyglað FH þegar litið er til fjárfestinga bæj- arins í mannvirkjum íþróttafélaga bæjarins. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Samúel Guð- mundssyni, formanni Hauka, finnst bærinn hygla FH en síðustu tíu ár hefur Hafnarfjörður fjárfest í mannvirkjum FH fyrir rúma 2,7 milljarða en fyrir 114 milljónir í mannvirkjum Hauka. „Ég held að maður þurfi að horfa á þetta allt í samhengi. Ef þú værir með samanburð á tölum frá því í kringum síðustu aldamót þá værirðu með skýrari mynd af uppbyggingunni. Stóra verkefnið í kringum síðustu aldamót var að reisa Ásvelli. Næsta verkefni á eftir því var að fara í uppbyggingu Kaplakrika og frjálsíþróttahúss þar,“ segir Lúðvík Geirsson, sem var bæjarstjóri Hafnar fjarðar frá 2002 til 2010 en áður gegndi hann starfi formanns Hauka. Uppbyggingin á Ásvöllum sem Lúðvík talar um fellur utan þess tíma sem nýbirt skýrsla Hafnar- fjarðarbæjar um greiningu á fjár- málum íþróttamála fjallar um en henni lauk árið 2002. Guðrún Ágústa Guðmunds dóttir var bæjarstjóri Hafnarfjarðar- bæjar frá 2012 til 2014. Hún segir bæinn hafa annaðhvort þurft að klára byggingu frjálsíþróttahúss- ins eða rífa á sínum tíma þar sem framkvæmdirnar höfðu setið á hakanum í nokkurn tíma vegna hrunsins. „Hins vegar skil ég að Samúel vilji veg Hauka meiri því það er rétt að engin uppbygging er þar núna,“ segir Guðrún. Lúðvík segir sára þörf vera nú fyrir uppbyggingu á Ásvöllum þar sem íbúafjölgun í bænum hefur mest verið í nærliggjandi hverfi. „Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er upp- bygging á Ásvöllum. Ég trúi ekki öðru en að það verði næsta for- gangsverkefni að halda áfram með verkefni á Ásvöllum sem þegar er hafið og kominn sökkull og teikn- ingar fyrir,“ bætir hann við. „Út frá þessari skýrslu mun ég reyna að vinna með bæjarstjórn. Ég hef ekki skoðun á fortíðinni og ég vil horfa fram á veginn og vinna út frá þessum upplýsingum,“ segir Haraldur Líndal Haraldsson, núverandi bæjarstjóri, um skýrslu bæjarins. Viðar Halldórsson, formaður FH, vildi ekki tjá sig um málið. thorgnyr@frettabladid.is HVAÐ HEFUR FJÁRMÁLAKREPPAN KENNT OKKUR UM VAL Á GENGISFYRIRKOMULAGI? Aliber er Prófessor Emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við Háskólann í Chicago. Aliber hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um alþjóðafjármál, erlenda fjárfestingu og starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja. Síðustu árin hefur hann sýnt efnahagsmálum á Íslandi mikinn áhuga. Aliber spáði fyrir hruni íslenska efnahagskerfisins vorið 2008. Robert Z. Aliber heldur fyrirlestur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, þriðjudaginn16. júní, kl.12-13.30 1 Hvaða sveitarfélag hyggst reisa íþróttahöll fyrir tvo milljarða á kjör- tímabilinu? 2 Prinsessa hvaða Evrópulands gæti þurft að sitja inni fyrir skattsvik? 3 Hvað heitir söngvari hljómsveitar- innar Kaleo? SVÖR: 1. Garðabær. 2. Spánar. 3. Jökull Júlíusson. N SKÓLAMÁL Stærsti árgangur lýð- veldissögunnar streymir í grunn- skóla landsins í haust. Áætlanir gera ráð fyrir að nemendum í grunnskólum Reykjavíkur fjölgi um 150 á milli ára. „Þetta er allt önnur staða en fyrir ári,“ segir Ragnar Þorsteins- son, sviðsstjóri Skóla- og frístunda- sviðs Reykjavíkur. Samkvæmt tölum sem Fréttablaðið birti í mars í fyrra, og voru fengnar hjá Reykja- víkurborg, var búist við 360 barna fjölgun á milli ára. „Flutningar hjá foreldrum eru gríðarlega mik l ir. Bæði mi l l i hverfa , úr borginni og erlendis. Við höfum velt þess- ari tölu fyrir okkur varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og miðum við að þetta sé ein- hvers staðar á bilinu 150-180 barna fjölgun,“ segir Ragnar. Brugðist verður við fjölguninni með færanlegum kennslustofum og leigu á húsnæði. - snæ Kreppukrílin hafa flutt frá Reykjavík í önnur bæjarfélög og til annarra landa: Metárgangur á leið í grunnskóla SKÓLABÖRN Færri börn fara í skóla í Reykjavík en búist var við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RAGNAR ÞORSTEINSSON Bæjarstjórar segjast ekki hafa hyglað FH Fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðar segja bæinn ekki hafa hyglað FH í fjár- festingum bæjarins en bærinn fjárfesti 23 sinnum meira í FH en Haukum síðustu tíu ár. Núverandi bæjarstjóri vill ekki horfa til fortíðarinnar heldur fram á veginn. FJÁRFESTINGAR Fyrrverandi bæjarstjórar Hafnarfjarðarbæjar eru ósammála formanni Hauka um að bærinn hafi hyglað FH. Ég held að allir séu sammála um það að næsta stóra verkefni sem þarf að keyra áfram er uppbygging á Ásvöllum. Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar. IÐNAÐUR Landvernd leggst alfarið gegn hugmyndum sveitarfélaga á Norðvesturlandi um að kínverskt fyrirtæki reisi álver norðan Blönduóss. Sveitarfélög á svæð- inu hafa skrifað undir viljayfirlýs- ingu við forsvarsaðila kínversks álframleiðanda um að 120 þús- und tonna álver verði reist í landi Hafurs staða norðan Blönduóss. „Það er skiljanlegt að sveitar- félög fari alltaf þessa leið til að fá atvinnuuppbyggingu í héraði. Í þau skipti sem stóriðja er ann- ars vegar kemur ríkið myndar- lega inn í með ívilnunum og öðru. Ríkið verður að hætta þeirri póli- tík og snúa þessari þróun við,“ segir Snorri Baldursson, for- maður Landverndar, sem segir virðisauka af álbræðslu mun minni en af ferðaþjónustu sem njóti íslenskrar náttúru. Arnar Þór Sævarsson, sveitar- stjóri Blönduósbæjar, telur þetta gleðitíðindi fyrir atvinnuuppbygg- ingu á öllu svæðinu og styrkja byggð. „Við skrifuðum undir viljayfirlýsingu við Klappir, sem er forsvarsaðili kínversks álfram- leiðanda.“ „Hugmyndin er sú að kínverska fyrirtækið reisi með kínverskri tækni álver sem er um 120 þús- und tonn að stærð og þarf til þess um 200MW orku. Nú bíðum við og vonum að stjórnvöld ráðist í virkjana framkvæmdir til að mæta þessari þörf,“ segir Arnar Þór. - sa Sveitarstjóri Blönduóss segir álver í landshlutann efla byggð á svæðinu: Landvernd leggst gegn álverinu ARNAR ÞÓR SÆVARSSON SNORRI BALDURSSON UMHVERFISMÁL Tvö íslensk fyrir- tæki, Carbon Recycling Inter- national og Orkuveita Reykja- víkur, hafa verið tilnefnd til umverfisverðlauna Norðurlanda- ráðs. Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda og verða verðlaunin veitt þeim sem hafa stuðlað að minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda. Reykjavíkurborg hlaut umhverfisverðlaun Norðurlanda- ráðs í fyrra. - srs Verðlaun Norðurlandaráðs: Tilnefna tvö ís- lensk fyrirtæki VEISTU SVARIÐ? 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 2 D -4 3 0 C 1 6 2 D -4 1 D 0 1 6 2 D -4 0 9 4 1 6 2 D -3 F 5 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 6 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.